?????
|
1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson |
|
Þorarinn Hlöðversson skipst á Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson |
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag með um 150 tonna afla og var uppistaða hans þorskur og ufsi.
„Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og vorum á Eldeyjarbanka, Jökuldýpi og Reykjafjarðarál. Veiðarnar gengu þokkalega vel.
Veðrið hefur verið frekar leiðinlegt, 15-22 m/?s allan túrinn,“ segir Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri á Málmey, í færslu á vef FISK Seafood sem gerir skipið út.
Málmey kom síðast til hafnar 10. mars en þá á Grundarfirði með um 100 tonn af þorski og ufsa, en þá hafði skipið aðeins verið um tvo sólarhringi á veiðum á Jökuldýpi og á Eldeyjarbanka.
„Fiskiríið var mjög gott en veðrið var frekar risjótt,“ sagði Þórarinn um þá veiðiferð.