16.03.2022 22:31

Bræluskitur allann túrinn

?????

 

                                  1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 
                         Þorarinn Hlöðversson skipst á Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 

Málmey SK1 kom til hafn­ar á Sauðár­króki í dag með um 150 tonna afla og var uppistaða hans þorsk­ur og ufsi.

„Við vor­um fjóra sól­ar­hringa á veiðum og vor­um á Eld­eyj­ar­banka, Jök­ul­dýpi og Reykja­fjarðarál. Veiðarn­ar gengu þokka­lega vel.

Veðrið hef­ur verið frek­ar leiðin­legt, 15-22 m/?s all­an túr­inn,“ seg­ir Þór­ar­inn Hlöðvers­son, skip­stjóri á Málmey, í færslu á vef FISK Sea­food sem ger­ir skipið út.

Málmey kom síðast til hafn­ar 10. mars en þá á Grund­arf­irði með um 100 tonn af þorski og ufsa, en þá hafði skipið aðeins verið um tvo sól­ar­hringi á veiðum á Jök­ul­dýpi og á Eld­eyj­ar­banka.

„Fiski­ríið var mjög gott en veðrið var frek­ar ri­sjótt,“ sagði Þór­ar­inn um þá veiðiferð.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1517
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568744
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:05:35
www.mbl.is