04.05.2022 21:58

Góð veiði við Örvæntinguna

 

                              Gullver NS 12  að toga í Berufjarðarálnum. Ljósm. Þorgeir Baldursson 2022

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Bróðurparturinn af aflanum var þorskur en einnig nokkuð af ýsu, ufsa og karfa. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að túrinn hafi gengið vel í alla staði. „ Aflinn var um 115 tonn þannig að það er ekki hægt að kvarta. Við vorum að veiða í Berufjarðarálnum og við Örvæntingu og síðan tókum við tvö hol á Lónsbugtinni. Þetta gekk afar vel. Það er verulegt magn af þorski á þessum slóðum og það virtist vera að Lónsbugtin væri þakin af ýsu. Við urðum þarna til dæmis varir við töluvert af smáýsu. Það var sannast sagna fínasti afli í þessum túr og allt í lukkunnar velstandi,“ segir Steinþór.

Gullver mun halda á ný til veiða í fyrramálið.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 872
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570410
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:03:38
www.mbl.is