07.05.2022 03:57

Samherji kaupir Akraberg

AKRABERG

                                                                 Akraberg FD 10  ex Guðbjörg  IS mynd oddremi 

Samherji hefur keypt frystitogarann Akraberg Fd 10  af Framherja í Færeyjum, sem Samherji á þriðjungshlut í. Skipið var smíðað 1994 í Noregi fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og hét upphaflega Guðbjörg ÍS. „Við ætlum að nota skipið til að veiða grálúðu í íslensku lögsögunni,“ sagði Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja. Grálúðan verður hausuð, sporðskorin og heilfryst um borð. Skipið er væntanlegt í næsta mánuði. Það mun fá nafnið Snæfell og heimahöfn þess verður á Akureyri. Það verður hrein viðbót við flota Samherja og reiknar Kristján með að 18 menn verði í áhöfn. Hann sagði að skipinu hefði verið vel viðhaldið og alltaf fiskað vel. Hrönn hf. rann inn í Samherja 1997 sem þá eignaðist togarann. Hann var seldur til Þýskalands og hét þá Hannover NC. Skipið kom aftur í flota Samherja 2002, var lengt um tæpa 18 metra, breytt í fjölveiðiskip og fékk nafnið Baldvin Þorsteinsson EA. Það fór aftur til Þýskalands 2007.  og fékk nafnið Odra Nc 110 Framherji keypti skipið 2013 og hefur gert út síðan. Framherji fær nýjan togara í næsta mánuði og þess vegna var Akrabergið selt. gudni@mbl.is

                           2212 Baldvin Þorsteinsson EA10 mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 600
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 604804
Samtals gestir: 25453
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 03:47:37
www.mbl.is