03.06.2022 23:12

LILJA RAFNEY VILL BJARGA MARÍU JÚLÍU

LILJA RAFNEY VILL BJARGA MARÍU JÚLÍU

               mynd og frett af bæjarins besta bb.is

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna, vill bjarga skipinu Maríu Júlíu sem var fyrsta varðskip og hafrannsóknarskip Íslendinga.

Í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í gær benti Lilja Raf­n­ey á að skipið ætti sér merka sögu en hafi legið í Ísa­fjarðar­höfn undan­farin ár

þar sem það má muna sinn fífil fegurri.

„Byggða­safn Vest­fjarða og minja­safnið á Hnjóti njóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku.

Það naut varð­veislu og stuðnings opin­berra aðila fyrstu árinu en hefur legið í svo­kallaðri öndunar­vél við Ísa­fjarðar­höfn síðan 2014

og fer hver að verða síðastur að bjarga þessum menningar­verð­mætum frá glötun …

Og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum á Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlega viðgerð,

svo bjarga megi þessu krúnudjásni að ég tel í sjósafnsgripum um haf og strandmenningu 20. aldar,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi í gær. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2156
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 905012
Samtals gestir: 45730
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 08:29:25
www.mbl.is