Frystitogarinn Arnar HU-1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag með um tíu þúsund kassa að verðmæti 100 milljóna króna. Áður hafði skipið millilandað í Reykjavík og er því heildarverðmæti aflans í túrnum um 300 milljóri króna.
Þetta kemur fram í færslu á vef FISK seafood sem gerir Arnar út.
„Við fórum út kvöldið 19. ágúst og veiðiferðin var 32 dagar. Við byrjuðum á Vestfjarðamiðum fyrstu vikuna, héldum svo suður á Skerjadýpi og enduðum svo fyrir vestan. Veiðar hafa gengið vel og vinnsla líka. Millilandað var úr skipinu í Reykjavík 5. september 14.000 kössum, núna verður landað rúmum 10.000 kössum. Veðrið hefur verið með besta móti,“ segir Guðjón Guðjónsson, skipstjóri Arnars, um túrinn í færslunni.
|