24.09.2022 10:22

Arnar Hu 1 með 300 milljónir

Frysti­tog­ar­inn Arn­ar HU-1 kom til hafn­ar á Sauðár­króki í dag með um tíu þúsund kassa að verðmæti 100 millj­óna króna. Áður hafði skipið milli­landað í Reykja­vík og er því heild­ar­verðmæti afl­ans í túrn­um um 300 millj­óri króna.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef FISK sea­food sem ger­ir Arn­ar út.

„Við fór­um út kvöldið 19. ág­úst og veiðiferðin var 32 dag­ar. Við byrjuðum á Vest­fjarðamiðum fyrstu vik­una, héld­um svo suður á Skerja­dýpi og enduðum svo fyr­ir vest­an. Veiðar hafa gengið vel og vinnsla líka. Milli­landað var úr skip­inu í Reykja­vík 5. sept­em­ber 14.000 köss­um, núna verður landað rúm­um 10.000 köss­um. Veðrið hef­ur verið með besta móti,“ seg­ir Guðjón Guðjóns­son, skip­stjóri Arn­ars, um túr­inn í færsl­unni.

                      

                                  2265 Arnar Hu 1 á veiðum mynd þorgeir Baldursson 2021

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 869
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606579
Samtals gestir: 25662
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:44:48
www.mbl.is