24.09.2022 04:05

Hvalur 9 á Útleið eftir löndun

 

                                               399 Hvalur 9 á útleið úr Hvalfirði 22 sepember 2022

       Jónas Ágústssonframkvæmdastjóri Eltak og Kristjan Loftsson framkvæmdastjóri Hvals Hf mynd þorgeir 

 

Fimm langreyðar voru veidd­ar í vik­unni og þeim landað í Hval­f­irði. Ein­stak­lega gott veður í sept­em­ber hef­ur skapað góð veiðiskil­yrði og hafa verið veidd­ar 139 langreyðar á hval­veiðivertíðinni. Í byrj­un sept­em­ber­mánaðar höfðu aðeins verið veidd­ar um 100.

„Það sem er sér­stakt að þessu sinni er það að eft­ir­lits­menn Fiski­stofu hafa verið um borð í hval­veiðiskip­um í öll­um veiðiferðum frá 24. ág­úst og sinnt eft­ir­liti fyr­ir hönd Mat­væla­stofn­un­ar með öll­um veidd­um langreyðum frá þeim tíma. Fram að 24. ág­úst voru eft­ir­lits­menn um borð í veiðiferðum og fylgd­ust með veiðum á um 15% dýra sem höfðu veiðst fram að því,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.

Elín B. Ragn­as­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu. mbl.is/Á?rni Sæ­berg

Spurð hvort ein­hverj­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við fram­kvæmd veiðanna af hálfu stofn­un­ar­inn­ar svar­ar hún: „Úrvinnsla þess eft­ir­lits sem nú er stundað er að stærst­um hluta á hönd­um Mat­væla­stofn­un­ar þar sem dýra­vel­ferðar­mál falla und­ir þeirra verksvið. Sam­an­tekt vegna eft­ir­lits Fiski­stofu er í vinnslu og ekki tíma­bært að birta þær en sjálfsagt að birta sam­an­tekt eft­ir að vertíð er lokið.“

Hval­veiðum lýk­ur yf­ir­leitt und­ir lok septemebr en það ræðst fyrst og fremst af veðri.

heimild mbl.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 604137
Samtals gestir: 25436
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:38:56
www.mbl.is