19.10.2022 22:09

Gullver Ns með fullfermiAflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.

                            1661 Gullver Ns12 mynd þorgeir Baldursson 2022

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði sl. mánudag. Aflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.

Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði segir að þarna hafi verið um afar góðan fisk að ræða sem henti vel fyrir vinnsluna.

Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu.

Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst hann á rúmum fjórum sólarhringum. Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 747
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 618141
Samtals gestir: 26260
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 07:18:40
www.mbl.is