15.12.2022 23:15

Mesta aflaverðmæti íslensks togara frá upphafi

Sólberg ÓF-1.                                                                                            Sólberg ÓF-1.á veiður i Barentshafi 2017 mbl.is/Þorgeir Baldursson 

Frysti­tog­ar­inn Sól­berg ÓF-1 kom til hafn­ar í Sigluf­irði í morg­un með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst hef­ur skipið nú náð mesta afla­verðmæti á einu ári meðal ís­lenskra tog­ara frá upp­hafi. Alls hef­ur yfir 12 þúsund tonn­um verið landað úr skip­inu á ár­inu og er afla­verðmætið rúm­ir sjö millj­arðar króna.

                                                  Sigþór Kjartansson Skipstjóri á Sólbergi ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 

Sigþór Kjart­ans­son skip­stjóri seg­ir ár­ang­ur­inn fyrst og fremst áhöfn­inni að þakka. „Það þarf að vinna þetta og það eru ófá hand­tök­in,“

en all­ur fisk­ur er full­unn­inn um borð og það sem ekki fer í fryst­ingu fer í lýsi og mjöl. Um borð í skip­inu, sem smíðað var fyr­ir Ramma hf. árið 2017,

er alla jafna 34 manna áhöfn sem nú fer í verðskuldað jóla­frí. 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2228
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 905084
Samtals gestir: 45730
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 08:50:59
www.mbl.is