16.02.2023 08:08

Langar og leiðinlegar brælur

                               1661 Gullver Ns 12 i Brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 106 tonnum á Seyðisfirði í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að drullubræla hafi verið alla veiðiferðina. „Við vorum að veiðum við Herðablaðið eða ofan við Reyðarfjarðardýpið.

Það aflaðist ágætlega en veiðiferðin tók eina þrjá sólarhringa. Eftir hádegi á sunnudag var orðið vitlaust veður og þá var farið í land.

Það er búin að vera mikil brælutíð í janúar og það sem af er febrúar. Þetta eru langar og leiðinlegar brælur og þreytandi tíðarfar,“ segir Þórhallur.

Gullver heldur á ný til veiða í kvöld.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2405
Gestir í dag: 309
Flettingar í gær: 911
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 624523
Samtals gestir: 27408
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:25:00
www.mbl.is