Flokkur: Fréttir af sjó18.09.2007 20:48Dragnótaveiðar i utanverðum Eyjafirðiþað er oft mikil kvika i utanverðum firðinum i norðanátt og er þessi mynd af dragnótabátnum EIÐ ÓF 13 glögt dæmi um mátt sjávarins þar sem að hann myndar djúpa öldudali þess má ennfremur geta að aflinn eftir túrinn var um 3 tonn mest ýsa Skrifað af Þorgeir 10.09.2007 22:34FRÁ ÖNGLI TIL MAGANemendur i 6 bekkjum grunnskólum akureyrar stunda sjóinn þessa dagana og i morgun var komið að krökkum i Siðuskóla að fara með eikarbátnum HÚNA 2 en þetta er samstarfsverkefni milli hollvina félags húna ,Háskólans á Akureyri, og skóladeildar akureyrarbæjar . fleiri myndir i myndaalbúmi Skrifað af Þorgeir 01.08.2007 14:01Verða veiðieftirlitsmenn óþarfir i framtiðinniStjórnvöld og sjómenn í Bresku Kólumbíu í Kanada hafa undanfarið gert tilraunir með eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskipum. Tilgangurinn er að fylgjast með hvort farið sé að reglum um veiðar og hvort um brottkast á afla sé að ræða.
Myndavélarnar er staðsettar þannig að þær ,,sjái? þegar aflinn kemur um borð hvort sem um er að ræða troll eða línu. Vélarnar, sem yfirleitt eru tvær, eru tengdar við vindur skipanna og fara í gang um leið og þær. Auk mynda af veiðunum skrásetur tækið veiðitíma og staðsetningu skips þegar veiða áttu sér stað með GPS móttökubúnaði. Í Fishing News International segir að sjómenn í Bresku Kólumbíu séu sáttir með þessa nýju tækni og talsmenn Archipelago Marine Research sem stjórnar verkefninu segja mun ódýrara og öruggara að setja upp myndavélar en að hafa eftirlitsmenn um borð í skipunum.HEIMILD SKIP.IS Skrifað af Þorgeir 31.07.2007 16:26Dragnóta veiðar i ÖnundarfirðiStjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða mótmælir harðlega hugmyndum um lokun á snurvoðaveiðum í Önundarfirði. Stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að könnuð verði staða snurvoðaveiða í Önundarfirði. Ástæðan er sú að á Flateyri og Suðureyri er hafinn atvinnurekstur sem byggist á að nýta firðina til veiða með sjóstöng. Greint er frá þessu á bb.is.
Útvegsmannafélaginu var sent erindið til umsagnar. Í umsögninni segir að snurvoðaveiðar hafi verið stundaðar um árabil Önundarfirði og eru fiskimiðin þar mikilvæg þeim bátum sem þær stunda. Félagið mælist ekki til að sjóstangaveiði verði bönnuð þrátt fyrir að fjörðurinn sé hefðbundin veiðislóð snurvoðabáta og segir að sjóstangamenn eigi sinn rétt eins og aðrir. Enn fremur segir: ?Afar óeðlilegt hlýtur að teljast að stofnendur nýs atvinnurekstrar, eins og hér á við um þá sem hyggjast selja aðgang að veiðum með sjóstöng, skuli gera kröfu til þess að hefðbundin atvinnustarfsemi á sama svæði víki burt. Þar að auki skal bent á að ekki hefur komið til árekstra milli veiðimanna á þessu svæði og engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna snurvoðaveiða á svæðinu, enda snurvoðin afar vistvænt veiðarfæri.? Í umsögn félagsins er bent á að rekstur hagkvæms sjávarútvegs á Íslandsmiðum byggist á því að unnt sé að nýta mismunandi tegundir og veiðislóðir á mismunandi árstímum. Ef aðliggjandi veiðisvæði yrðu aðeins nýtt af heimamönnum myndi grafa undan rekstrargrundvelli um allt land. Bendir félagið þar á að fiskiskip frá Vestfjörðum nýti fiskimið, bæði djúpt og grunnt, um allt land. Bæjarráð ákvað að framsenda umsögn Útvegsmannafélagsins til sjávarútvegsráðuneytisins og Íbúasamtaka Önundarfjarðar. Skrifað af Þorgeir 31.07.2007 02:14á bryggunni i dennþað var oft gaman á bryggunni i denn þegar allt var fullt af rækju bátum og menn voru ýmist að landa úr bátunum fara á sjó eða með trollin uppi á bryggju og oftar en ekki með allt i henglum Skrifað af Þorgeir 30.07.2007 15:55Uppsetning á STK kerfiÞað var mikið um að vera á flateyri i siðustu viku þegar starfsmenn Pólsins á isafirði voru að setja upp svokallað STK kerfi sem að er sjálvirkt tilkynningaskyldu kerfi og er nú búið að setja það i alla Bobbybáta hvildarkletts á Flateyri Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is