Færslur: 2008 Júní

10.06.2008 00:17

Meiri síld

                  Hér koma tvær myndir sem Jón Haukur Hauksson tók af síldveiðiskipinu Akurey SF 52 og hefur sent okkur og þökkum við fyrir það.

 

10.06.2008 00:00

Á síldveiðum á Seyðisfirði

Jón Haukur Hauksson á Hornafirði hefur sent okkur fleiri myndir af síldveiðum hér á árum áður. Hér birtast þrjár þeirra frá veiðum þeirra Skógeyjar SF 53 og Vísis SF 64 á Seyðisfirði. Auk hans hefur Geiri á Fjarðarneti tekið sumar myndirnar. Um fyrstu myndinni segir Jón Haukur: ,,Hér var kastað við skutinn á El Grillo og fengum við í báða bátanna og hálfan Land rover. Endað var með að dæla í Vísi og vorum við bundnir við bryggjuna. Á eftir var nótin í 3 daga í viðgerð". Hinar myndirnar eru teknar eftir að viðgerð á nótinni lauk. Þökkum við kærlega fyrir þetta.

              © mynd Jón Haukur Hauksson

                    © mynd Geiri á Fjarðarneti

                 © mynd Geiri á Fjarðarneti.

                 

 

 

09.06.2008 20:44

2618 Jóna Eðvalds SF 200


        2618 Jóna Eðvalds SF 200.Mynd af heimasíðu Skinneyjar Þinganess.

Þær nafnabreytingar hafa átt sér stað að 2618 Krossey SF 20 hefur fengið nafnið Jóna Eðvalds SF 200,eins hefur sú breyting átt sér stað að1809 Jóna Eðvalds SF 200 er í dag Jóna Eðvalds II SF 208.

09.06.2008 15:34

Örn KE 14


                         2313. Örn KE 14 © mynd Emil Páll  2008

09.06.2008 00:14

Jökull SH 15


                                  450. Jökull SH 15  © mynd Emil Páll 1992

09.06.2008 00:01

Óli Toftum, Vingþór og Ölver

Þessir þrír bátar sem standa hér saman uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eru f.v. 715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver KE 40, stendur að vísu á honum RE 40. Þeir tveir síðarnefndu voru nokkrum mánuðum eftir að myndin var tekinn orðnir brunarústir, því bæði Vingþór og Ölver voru brenndir saman á þessu stæði í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þann 4. maí 1982, en þeir höfðu verið dæmdir ónýtir nokkuð áður. Óli Toftum var hinsvegar gerður áfram út í rúm 3 ár.

715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver KE 40 © Emil Páll 1982

08.06.2008 20:00

1029 Brettingur NS 50


                      1029 Brettingur NS 50 Mynd Hughson.
Þessi var smíðaður 1967 hjá Flekkefjord Slipp & Mask. fabr. A/S í Flekkefjord í Noregi.
Önnur nöfn sem skipið hefur borið eru  Esjar RE 400 Svanur RE 45 verður svo RE 40 árið 2002.seldur úr landi 2003.

08.06.2008 00:06

3 gamlir á síldveiðum

Jón Haukur Hauksson á Hornafirði sendi okkur þessar myndir af austfirskum síldarbátum fyrir þó nokkrum árum  og þar af er annar báturinn undir tveimur nöfnum. Sendum við honum bestu þakkir fyrir. Slíkar myndir eru sannarlega gulls í gildi.

                                 2. Akurey  SF 52 © mynd Óli Björn
                               974. Gullver NS 12 © mynd Jón Pálsson
                                974. Skógey SF 53 © mynd Sverrir Aðalsteins

07.06.2008 00:23

Gulltoppur GK 24


                    1458. Gulltoppur  GK 24 © mynd Emil Páll 2008

07.06.2008 00:13

Vala ÓF 2 og KE 70

Hér sjáum við tvær myndir teknar af sama bátnum með nokkra vikna millibili á því herrans ári 1992.

                          1427. Vala ÓF 2 © mynd Emil Páll 1992

                         1427. Vala KE 70 © mynd Emil Páll 1992

06.06.2008 20:29

1026 Ásgeir RE 60


               1026 Ásgeir RE 60. Mynd Hughson
Þessi var smíðaður 1966 í Deest í Hollandi fyrir Ísbjörninn hf. í Reykjavík, seldur 1977 til Noregs.

06.06.2008 00:09

Dísa úr Vogum

Þessa skemmtilegu mynd tók ég frá Binna í Gröf KE 127 er ég fór með honum í smá skemmtiferð. Er hún því tekin trúlega um 1980 en gæti þó verið hvenær sem er á árunum 1977 til 1987 út af Keflavík
.                                    Dísa GK 124 © mynd Emil Páll trúlega um 1980.

06.06.2008 00:00

Hjónin úr Eyjum

Á árunum um og upp úr 1980 voru til tveir bátar sem sameiginlega báru nöfn hjóna úr Vestmannaeyjum, þó aðeins annar bátanna væru þaðan. En þeir áttu það sameiginlegt að tengdasynir hjónanna áttu bátanna. Hér er verið að ræða um bátanna Binna í Gröf KE 127 á árunum 1977-1987 og Katrínar VE 47 á árunum 1979-1993.

                   419. Binni í Gröf KE 127 © mynd Emil Páll um eða upp úr 1980.

                          236. Katrín VE 47 © mynd Emil Páll trúlega um 1980.

05.06.2008 16:32

Ábending til þeirra sem skrifa komment

Ábending til þeirra sem skrifa komment
Nafnleysi verða  ekki lengur liðin, né gælunöfn sem síðuhaldarar kannast ekki við. Þar sem menn hafa ástundað stundum ljót eða óskiljanleg skrif hér sem komment, áskilja síðuhaldarar sér þann rétt að fjarlægja þau, sem og þeirra er ekki fara eftir reglum síðunnar um nöfn. Eins munum við  fjarlægja þau komment sem eru,  ekki okkur síðuhöldurum að skapi eða eru óviðeigandi.
  - Til meginþorra þeirra sem skrifa hér komment og merkja þau þannig að við þekkjum viðkomandi viljum við segja að með þessu erum við að leggja stein í götu þeirra sem eru með skítkast, svo hinir sem halda uppi málefnalegri umræðu, eins og flestir gera, geti fengið að vera í friði.

05.06.2008 00:20

Stafnes KE 130


                           980. Stafnes KE 130 © mynd Emil Páll sennilega 1993-95

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is