Færslur: 2008 Júlí

21.07.2008 00:13

Oddgeir EA 600


                                   1039. Oddgeir EA 600 © mynd Emil Páll 2008
Þessi bátur hefur farið í gegn um nokkrar breytingar, enda ólíkur upprunanum sem var frá Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1967. Hann var síðan yfirbyggður 1979 og lengdur eftir það í Stálsmiðjunni í Reykjavík ásamt því sem hann hefur fengið fleiri breitingar eins og áður segir. Saga hans er líka nokkur: Fyrst var það Magnús Ólafsson GK 494, þá Njörvi SU 620 og Víðir AK 63, en í október 1976 var hann seldur til Noregs og keyptur aftur í mars 1977, en ég veit ekki hvað nafn hann bar í Noregi þennan stutta tíma. Hér fékk hann nafnið Jóhann Gíslason ÁR 42, þá Gjafar VE 600 og að lokum núverandi nafn Oddgeir EA 600.

21.07.2008 00:08

Ólafur HF 200

Einn af Trefjarbátunum úr Hafnarfirði, frá árinu 2003.

                                    2605. Ólafur HF 200 © mynd Emil Páll 2008.

21.07.2008 00:01

Steinunn SF 10

Þessi var smíðaður í Tomrefjord í Noregi 1968, lengdur 1973 og yfirbyggður 1987. Fyrsta nafn hans var Klaus Hillseöy og var frá Noregi, en hingað til lands var hann keyptur 1972 og fékk þá nafnið Steinunn SF 10, síðan urðu nöfnin þessi: Steinunn SF 40, Magnús SH 205, Magnús SH 206 og núverandi nafn er Sæmundur GK 4.

              1264. Steinunn SF 10, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur. 

 

20.07.2008 22:43

Afburðagóð humarvertíð


             288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll 2008.


Humarvertíðin, sem nú er að ljúka, hefur verið með afbrigðum góð, segja útgerðarmenn. Síðustu tvö ár hafa verið metár, segir Halldór Þorláksson, skipstjóri á Þorsteini Gíslasyni sem gerir út frá Grindavík. Gott verð hefur fengist fyrir humarinn að hans sögn en í Grindavík er vertíðinni formlega lokið.

Í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði er vertíðinni að mestu leyti lokið. Rótarafli segir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður í Þorlákshöfn sem tekur undir orð Halldórs um metár í veiði. Samdráttur í efnahagslífinu hefur þó haft sín áhrif á sölu á humri.

Hann segist ekki hafa neina skýringu á hversvegna veiðin gangi svona vel. Fyrir fjórum árum hafi menn verið svartsýnir og jafnvel ætlað að skerða enn meira. Það var ekki gert og aflinn hefur aukist æ síðan. Það sé þó eins með humarinn og aðrar dýrari fisktegundir að nú reynist erfiðara að koma honum út. Einar segir þó að allt seljist, bara hægar en undanfarin ár. Kom þetta fram á Ruv.is

20.07.2008 21:33

Komu nú til Færeyja

Rækjubátarnir sem Norðmenn keyptu í Kanada og komu við í Njarðvík á dögunum og sagt var frá hér á síðunni í upphafi mánaðarins komu einnig við í Færeyjum á leið sinni til Noregs. Um annan þeirra fjallaði Joenis Nielsen á síðu sinni joenisnielsen.fo og þar sagði hann þetta um viðkomandi bát.



Úr Canada til Norra við útróðrarbáti

Mynd: NRK
19-ára gamli Even Johansen úr Sandvika í Norra, keypti sær ein útróðrarbát í Canada. Í vikuni kom hann til Frøya eftir ein buldrutan túr um Norður-Atlantshavið.

Nógv fólk var samankomið í Sandvika, tá ið tann 19 ára gamli Even Johansen, saman við vinmanni sínum, stevndi inn í heimbygdina við nýggja útróðrarbátinum, sum hann hevur keypt í Canada.

Vit komu í rættuligt ódnarveður eystur úr Kappanum, tað var ódn - um 50 m/sek, men vit komu tíbetur heilskapaðir burturúr tí, segði Even Johansen við NRK.


Báturin, sum er 35 føtur langur, er næstan 5 metrar breiður, hann hevur verið brúktur til garna- og krabbafiskiskap í Canada. Nú verður báturin riggaður til garnafiskiskap, ætlanin er at royna eftir upsa og toski á norsku fiskileiðunum.

20.07.2008 00:15

Mánaberg ÓF 42

Smíðaður á Spáni 1972 og bar fyrst nafnið Bjarni Benediktsson, þá Merkúr og frá 1987 hefur hann borið núverandi nafn Mánaberg ÓF 42. Fljótlega eftir að Ólafsfirðingar keyptu togarann létu þeir breita honum í Noregi í frystitogara.

       1270. Mánaberg ÓF 42, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur.

20.07.2008 00:05

Demus GK 212 o.fl

Þarna má sjá nokkra báta m.a. Demus GK 212, nýsmíði frá Seiglu í Reykjavík 2003. Hefur þegar borið nokkur nöfn, en þau eru: Bylgja RE 77, Greifinn SK 19, Greifinn GK 103, Demus GK 112 og núverandi nafn Demus GK 212. Útgerðastaðir hafa því verið: Reykjavík, Sauðárkrókur, Garður og Grindavík. En í Garðinum voru sölur tíðar og því komu þrjú fyrirtæki að útgerð hans þar, auk þess sem eitt þeirra kom tvisvar við sögu.

           2577. Demus GK 212 (fyrir innan þennan gula) © mynd Emil Páll 2008.

 

20.07.2008 00:00

Danski Pétur VE 423

Núverandi nafn á þessum báti er Siglunes SH 36 og liggur hann í Njarðvíkurhöfn og bíður þess að fara erlendis á nýjan starfsvettvang í sambandi við olíuvinnslu. Annars hefur mikið verið skrifað um bátinn hér á síðunni og því vart á bætandi.

      1146. Danski Pétur VE 423, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur.

19.07.2008 21:13

Eivor ex Baldur


             Eivor ex 2044. Baldur sm. Akranesi 1990  © mynd Folke Österman

19.07.2008 00:16

Guðmundur Sig. SF 650

Þessi er að gerðinni Víkingur 1135 frá Samtaki í Hafnarfirði og lauk smíði hans 2004. Hann er nú kominn til Sandgerðis þar sem framundar er viðgerði á tjóni sem hann varð fyrir. Þennan stutta tíma hefur hann borið nöfnin Venni GK 167, Ragnar SF 550 og núverandi nafn Guðmundur Sig. SF 650. Hefur hann þennan tíma skipt um eigendur og því verið gerður út frá Grindavík, Ólafsvík og Hornafirði.

               2585. Guðmundur Sig. SF 650 © mynd Emil Páll 2008.

19.07.2008 00:12

Andvari VE 100

Þetta togskip er smíðað úr stáli í Póllandi 1989. Saga þessa var ekki löng, því hann sökk út af Vík í Mýrdal 22. maí 1993.
            1895. Andvari VE 100, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur

19.07.2008 00:04

Sella GK 125

Bátur þessi var byggður Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði á því herrans ári 2000 og hét fyrst Þorsteinn KE 10 og síðan núverandi nafn, en með því nafni var hann fyrst gerður út frá Njarðvík og þaðan seldur snemma á árinu til Húsavíkur og síðan aftur á þessu ári til Sandgerðis.

                             2402. Sella GK 125 © mynd Emil Páll 2008

18.07.2008 23:35

Leiðinleg bilun hjá 123.is

Nú í um einn sólarhring hefur ekki verið hægt að skrífa álit undir færslurnar og er það svona frekar leiðinleg bilun, því þar með geta þeir sem fara inn á síðurnar ekki tjáð sig, eða þeir sem eru með síðurnar komið að betri upplýsingum í gegn um álitin undir færslunum. Vonandi tekst fljótlega að lagfæra þetta, en á meðan biðjumst við velvirðingar á þessu gagnvart þeim er vilja tjá sig, en geta ekki af þessum ástæðum.

18.07.2008 21:31

Myndasyrpa um Eyrarfoss

Óskar Franz hefur tekist að komast yfir myndir af Eyrarfossi er hann bar fimm af þeim sex nöfnum, sem hann hefur borið. Eru myndirnar sem við nú birtum úr safni Pieter Inpijn.

                Mercandian Import III systurskip Mercandian Import II.

                                                               Eyrarfoss.

                                                           South Coast

                   Lucia B. - Allt myndir úr safni Pier Inpijn, ljósm. ókunnur

                                               Jigawa II frá Panama

 

18.07.2008 20:25

Framtíð Hólmatinds óljós


Spurningin er hvort verið sé að ræða um þennan Hólmatind, hann bar nr. SU 220 og var til fyrir 1990, mynd þessi er úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur.


Vísir,
18. júl. 2008 16:09

Skipstjóri Hólmatinds: Framtíð skipsins óljós

mynd
Hólmatindur í sjónum við bryggjuna í Walvis Bay.

SHA skrifar:

Eins og var greint frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi í dag sökk hinn fornfrægi íslenski togari Hólmatindur við bryggju í Namibíu. Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en skipverjar misstu talsvert af eignum sínum.

"Það er ósköp lítið vitað hvað gerðist. Tryggingarfélagið mun síðan meta það hvort farið verður í viðgerð eða togarinn afskrifaður," sagði Brynjólfur Jón Garðarsson, skipstjóri Hólmatinds, er Vísir hringdi til hans í Namibíu í dag.

Skipið er í eigu namibískrar útgerðar og hefur verið í landinu frá árinu 2001. Brynjólfur segir að skipið hafi fiskað vel í Namibíu en eins og áður segir er enn óljóst hvað verður um skipið.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is