Færslur: 2008 Júlí07.07.2008 00:00Frá Kanada til NoregsÍ kvöld komu til Njarðvíkur tveir óvenjulegir bátar, frá St.Johns í Kanada. Voru þeir á leið til Noregs, en þangað var búið að selja þá. Umræddir bátar eru rækjuveiðibátar og ef myndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að meðfram mastrinu eru stangir sem lagðar eru út beggja meginn þegar veitt er. Harris og March í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 06.07.2008 00:11Frá Reykjavík 1980Frá Reykjavíkurhöfn 1980, mynd úr Ægi 1980, ljósm. ókunnur. Skrifað af Þorgeir 06.07.2008 00:06Frá Reykjavík fyrir 1990Frá Reykjavíkurhöfn, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur. Skrifað af Þorgeir 04.07.2008 00:19Hver er þetta?Hér er um innlenda smíði að ræða, á bát sem gerður var út í nokkra tugi ára og síðari hluta þess tíma undir allt öðru hlutverki en í upphafi. Í báðum hlutverkunum var hann nokkuð þekktur sem slíkur. En hver er hann og hvar er myndin tekin? Hvað vitið þið um þennan? © mynd Smári Steinarsson 2008 Skrifað af Þorgeir 04.07.2008 00:10Á nótaveiðumLjóst er að fremri báturinn er 967. Keflvíkingur KE 100 og hinn er 1413. Höfrungur AK © mynd úr Ægi 1990, ljósm. Ingi S. Agnarsson. Skrifað af Þorgeir 04.07.2008 00:04Ásgeir Frímanns ÓF 212123. Ásgeir Frímanns ÓF 21 © mynd úr Ægi, ljósm. Harald M. Valderhaug 1990. Skrifað af Þorgeir 03.07.2008 12:35Magnús SH 11Ingólfur Þorleifsson, Golli var nýlega með mynd af Halldóru Jónsdóttur ÍS-99, sknr. 939 á síðunni sinni. Þar upplýsti ég að bátnum hafði verið fargað 1990, en það eru opinberar skýringar á endalokum bátsins. Nú hefur hinsvegar komið annað í ljós, en Jón Páll var í áhöfn varðskipsins Óðins sem átti eftir að koma síðar við sögu umrædds báts, er hann hét Magnús SH-11, er þeir dróu hann frá Brjánslæk til Bíldudals 12/10 1993. Gefum Jóni Páli orðið: Báturinn var þá allur í niðurníðslu og búinn að liggja þar í fjörunni í einhver ár að sagt var. Það var búið að draga hann úr fjörunni og dælt úr honum sjó að ég held og var hann við bryggjuna þar. Við komum svo og drógum hann inn á Arnarfjörð í nánd við Bíldudal.
Það tók einhver bátur við honum fyrir utan Bíldudal, ég man ekki hver. Hann var síðan að ég heyrði dreginn á land í grennd við Bíldudal og eitthvað hirt úr honum og hann síðan brenndur. Ég held vélin.
Ég sendi mynd með sem ég tók 12. október 1993 fyrir utan Brjánslæk þegar við vorum að gera hann kláran fyrir drátt. 939. Magnús SH 11 © mynd Jón Páll Ásgeirsson 1993 Skrifað af Þorgeir 03.07.2008 00:08Jóna Eðvalds SF 2002618. Jóna Eðvalds SF 200 © mynd Þorgeir Baldursson 2008 Sigurður Bjarnason skipstjóri á Jónu Eðvalds © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 03.07.2008 00:04Sighvatur Bjarnason VE 811061. Sighvatur Bjarnason VE 81, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is