Færslur: 2008 Ágúst

09.08.2008 00:07

Erlingur VE 295


                             392. Erlingur VE 295 © mynd Emil Páll 1986
Hér sjáum við danskbyggðan bát frá árinu 1930 sem átti tæplega 60 ára útgerðarsögu í Vestmannaeyjum. En hvað var merkilegt varðandi upphaf bátsins hér á landi? Munum við gefa lesendum síðunnar tækifæri fram yfir helgi til að spá í hvað það er og verði ekki komið svar, munum við birta það á mánudagskvöld. Komi rétt svar fyrr, munum við strax staðfesta það.

09.08.2008 00:02

Leonard J. Cowley

Hér sjáum við Kanadíska strandgæsluskipið Leonard J. Cowley við eftirlitsstörf á Flæmingjagrunni árið 2005.

                     Leonard J. Cowley © mynd Þorgeir Baldursson 2005

08.08.2008 00:19

Ýr KE 14


                                   1748. Ýr KE 14 © mynd Emil Páll 1987
Þessi hefur smíðanr. 110 hjá Rönnangs Svets AB í Rönnang í Svíþjóð 1984. Fyrstu tvö árin var hann gerður út frá Hönö í Svíþjóð undir nafninu Katty GG 373, en ekki er vitað hver eigandinn var. Þá var hann keyptur til Ísafjarðar og fékk nafnið Hafdís ÍS 205, næst var það Ýr KE 14 og að lokum Jón Klemenz ÁR 313, en hann var úreltur í nóv. 1994 og seldur úr landi til Skotlands rétt fyrir jól 1994 og síðan er ekkert vitað um skipið.

08.08.2008 00:01

Tenor og Tuktu

Fyrir nokkrum árum gerðu þeir Jens og Ari Albertssynir út togarana Tenor og Turku. Frá því að útgerð þeirra lauk hefur Tenor legið við bryggju á Akureyri, en Tuktu (þessi rauði) er farinn til Rússlands. En annað um þessi skip er ekki vitað. Hér birtum við myndir af báðum togurunum og eins af eigendunum þeim Jens og Ara Albertssonum, en Þorgeir Baldursson tók myndirnar 2005.

                                    Tenor © mynd Þorgeir Baldursson 2005

                                        Turku © mynd Þorgeir Baldursson

                            Jens og Ari Albertssynir © mynd Þorgeir Baldursson

07.08.2008 00:05

Óli KE 16


                                 1230. Óli KE 16 © mynd Emil Páll 1986
Vitið þið eitthvað um sögu þessa báts? Komi hún ekki mun hún verða sett hér undir eftir nokkra daga.

07.08.2008 00:01

Þorsteinn ÞH 360


                   1903. Þorsteinn ÞH 360 © mynd Þorgeir Baldursson 2007

06.08.2008 23:04

Fjölnir SU 57

Vísir hf. í Grindavík hefur breytt um nafn á Hrungnir GK 50 og heitir það í dag Fjölnir SU 57 og hafði í millitíðinni í nokkra daga nafnið Fjölnir GK 50. En hvers vegna var nafninu breytt. Til að fá vitneskju um það höfðu stjórnendur síðunnar samband við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra Vísis og hafði hann þetta um málið að segja: Það hefur staðið lengi til að breyta nafninu þar sem Fjölnis nafnið hefur fylgt Vísi alla tíð, nöfnin á bátunum núna eru öll tengd Vísisfjölskyldunni. Skiljanlegt er að menn taki eftir nafnabreytingunni þar sem skipið hefur borið sama nafnið í 28 ár, í dag heitir skipið Fjölnir SU 57 og er skráð á Djúpavogi.

     237. Fjölnir SU 57 ex Fjölnir GK 50 ex Hrungnir GK 50 © mynd Emil Páll 2008

                                237. Fjölnir SU 57, mynd Kjartan Viðarsson

06.08.2008 00:17

Kári VE 95

Þessi mynd af Kára VE 95 er úr safni Emils Páls og þar sem tæknin var ekki alveg í lagi kemur myndin svona út að þessu sinni og á næstunni munu birtast nokkrar gamlar myndir úr safni hans, en allar hafa þær að draga þennan frágang og vonandi virða menn það þá það sé ekki fullkomið.

                                77. Kári VE 95 © mynd Emil Páll 1976

En hvað vita menn meira um þennan bát, gefum við lesendum síðunnar nokkra daga til að spreita sig, áður en við birtum það sem við höfum yfir hann.

06.08.2008 00:00

Tvö íslensk farskip

Þar sem farskipaútgerð okkar íslendingar virðist vera liðin undir lok a.m.k. að sinni, er ekki úr vegi að birta tvær myndir af dæmigerðum farskipum sem gerð voru út hér frá landinu okkar. Annars vegar er það mynd af Jökulfelli við bryggju á Akureyri og þá mynd tók Þorgeir Baldursson, en hin myndin sýnir Urriðafoss á siglingu á Seyðisfirði og lánaði Jón Páll Ásgeirsson okkur þá mynd og sendum við honum bestu þakkir fyrir. Um Jökulfellið var fjallað hér á síðunni fyrir um hálfum mánuði en um Urriðafoss hefur ekki verið fjallað þannig að vonandi gerir það einhver fyrir okkur.

                                  Jökulfell © mynd Þorgeir Baldursson

                                          Urriðafoss © mynd Jón Páll Ásgeirsson
Hvað vita menn um sögu þessa skips?

05.08.2008 18:30

QE 2 Á AKUREYRI


 Queen Elisabeth 2 og Húni II á Akureyrarpolli í dag © mynd Þorgeir Baldursson. Já stærðarmunurinn er mikill.

05.08.2008 13:09

Skipalikön


                                   © myndir Tryggvi Sigurðsson
Hér gefur að lita nokkrar myndir af skipslikönum sem að hagleikssmiðurinn Tryggvi Siguðsson lánaði mér til birtingar á siðunni og nú er spurt hvaða skip eru þetta hvenar eru þau smiðuð og hver er saga þeirra

04.08.2008 14:56

Nýr bátur til Grindavikur


                           ©  2150 Rúna RE 150  MYND ÞORGEIR BALDURSSSON
BBH útgerð á Hvammstanga hefur selt dragnótabátinn Hörpu HU 4 til Grindavikur og kom báturinn þangað siðastliðið föstudagskvöld kaupandi er Ólafur Sigurpálsson ekki er viðað að svo stöddu hvað báturinn á að heita né hvaða verkefni biða hans

02.08.2008 23:17

Mettúr af Svalbarðasvæðinu


                            ©  Polonus c-d-y 36  mynd þorgeir Baldursson
Polonus eitt skipa Dótturfyrirtækis Samherja H/F I Póllandi er á landleið til Cuxhaven með um 460 tonn af þoskflökum sem að eru um 1220 tonn uppúr sjó aflaverðmætið er um 350 milljónir skipið var 30 daga á veiðum á Svalbarðasvæðinu

01.08.2008 12:14

Surprise IS 46 i ransóknarleiðangur til Grænlands


                              © mynd  Jón Gunnarsson BB.is 2008 

bb.is | 01.08.2008 | 11:18Á leið í rannsóknarleiðangur til Grænlands

Í dag var verið að undirbúa skipið Surprise ÍS 46 til ferðar til Grænlands en það mun flytja vistir og búnað fyrir rannsóknir vísindamanna sem munu dvelja skammt frá Constable Point næstu vikurnar. Að sögn vísindamannanna er ætlunin að skoða bora eftir jarðsýnum á Grænlandi næstu tvær til þrjár vikurnar. Hópurinn er á vegum Jarðfræðistofnunnar Danmerkur og Grænlands (Geological Survey of Denmark and Greenland) en borfyrirtækið Faxe Kalk mun sjá um boranir. Rannsóknirnar fara fram á Jameson landgrunninum skammt frá Constable Point en í hópnum eru sex vísindamenn, þar af tveir jarðfræðingar sem sjá um borun og tveir starfsmenn á rannsóknarstofu sem munu sjá um að greina sýnin. 
 
Þegar blaðamann bar að garði voru þeir í óða önn við að lesta Surprise. Þau komu til Ísafjarðar í gær og höfðu unnið nánast sleitulaust við að ferma frá því að þau komu. Þau virtust kunna vel við sig á Ísafirði. "Þetta er fallegur bær og gaman að heimsækja hann. Það var ekki upphaflega á áætlun að heimsækja Ísafjörð en búnaðurinn sem við vorum með var of þungur fyrir flugvélar þannig að við þurftum að flytja þetta með skipi. Við fundum engan skipstjóra á Akureyri til að flytja okkur yfir í gegnum ísinn, við þurftum að koma til Ísafjarðar til að finna alvöru skipstjóra sem var tilbúinn að flytja þetta", segja vísindamennirnir. þess má ennfremur geta að IS 46 var lengiá skipum Hrannar H/F sem að báru nöfin Guðbjörg  skipstjóri i ferðinni til Grænlands er Arnar Kristinsson útgerðarmaður Surprise is 46 Heimild BB.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is