Færslur: 2008 Nóvember02.11.2008 17:15Katrín GK 98950. Katrín GK 98 1764. Katrín GK 98 © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 02.11.2008 12:47Einhver höfn á Snæfellsnesi?Emil Páll tók þessa mynd í einhverri höfn á Snæfellsnesi fyrir einum 20 árum, en man ekki í hvaða höfn það var. Úr einhverri höfn á Snæfellsnesi fyrir um 20 árum © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 02.11.2008 12:06Neptune EA 41© myndir þorgeir Baldursson 2008 Hérna fyrir ofan má sjá hvernig rannsóknarskipið Neptune EA 41 litur út eftir að Slippurinn EHF á Akureyri hafði farið höndum um skipið og breytt þvi úr rækjufrystiskipi i rannsóknarskip fyrir Gas og Oliu leit ásamt öðrum tilfallandi verkefnum skipið hélt frá Akureyri sl föstudagskvöld á leið til Noregs og mun svo fara i Eystrasalt til að kortleggja botninn vegna fyrirhugðra verkefna þar Skrifað af Þorgeir 02.11.2008 10:02Arctic Corsair H-320Jón Páll sendi okkur þessa mynd sem hann telur vera af Arctic Corsair H-320 á miðunum í þorskastríðinu 1976, Segir hann allavega vera eins skip. Mun togarinn hafa siglt á Óðinn 30. apríl 1976. Nánar bendir Jón Páll á að það séu myndir á síðunni hans frá þorskastríðinnu 1976 sem hann tók á Baldri. Arctic Corsair í þorskastríðinu á Íslandsmiðum © mynd Jón Páll Skrifað af Emil Páli 02.11.2008 00:15Magnús og Jón forseti1677. Magnús KE 46 í Grófinni í Keflavík © mynd Emil Páll 1677. Jón forseti uppi á bryggjunni á Blönduósi © mynd Þorgeir Baldursson 2007 Skrifað af Emil Páli 02.11.2008 00:03Eini óbreytti síðutogarinn í HullSkotar hafa verið meira hugsandi um sögu gömlu síðutogaranna, en við íslendingar. Í því sambandi segjum við nú frá því að í Hull er varðveittur sá síðasti þeirra, sem var óbreyttur í útgerð. Hann er vísu ekki mjög gamall, smíðaður 1960 og hét upphaflega Arctic Corsair H 320. Honum var lagt 1981-1985, en fór aftur í útgerð 1985 og þá undir sama nafni. Síðan fékk hann nafnið Arctic Cavalier H 320, 1988 er útgerðin fékk nýjan skuttogara sem fékk nafnið Arctic Corsair. Skipinu var síðan lagt 1993 og 1999 var því breytt í safngrip. Hér sjáum við tvær myndir af togarnum sem Tryggvi Sig hefur tekið. Skrifað af Emil Páli og Óskari Franz 01.11.2008 20:17Þrálátur eldur í Vestra BAVestri BA er 200 brúttólesta dragnóta- og togskip í eigu Vestra ehf. á Patreksfirði. Bæjarins Besta Innlent | mbl.is | 1.11.2008 | 19:45
Stærsta slökkviliðsaðgerð ársins í Vesturbyggð
Slökkvilið Vesturbyggðar hefur unnið að því lungann úr deginum að slökkva eld sem kom upp í fiskveiðiskipinu Vestra BA. Útkallið barst rétt fyrir tvö í dag og var búið að slökkva eldinn kortér fyrir þrjú í dag. Síðan hefur eldurinn komið upp aftur og er slökkvilið enn á vettvangi að berjast við eld. Skipið liggur við bryggju í Patreksfjarðarhöfn. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir þetta stærstu slökkviliðsaðgerð í Vesturbyggð það sem af er árinu. Fimm slökkviliðsbílar voru kallaðir á vettvang, frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Reykur í skipinu var mikill, en eldurinn kom upp á milli þilja í rými undir brú skipsins, þar sem mikið er af raflögnum og rafgeymar eru einnig. Hann reiknar með því að verða á vettvangi í einn eða tvo klukkutíma til viðbótar, þar til búið verður að komast fyrir eldinn endanlega. Þá reiknar Davíð með því að vakt slökkviliðs verði höfð við skipið í alla nótt, enda glóðin á milli þiljanna mjög lífseig og óaðgengileg. Reykkafarar byrjuðu á því að fullvissa sig um að enginn væri í skipinu. Davíð segir að menn hafi skipst á því að kafa, en allt að sextán reykkafarar fóru inni í skipið til skiptis. Skrifað af Emil Páli 01.11.2008 19:29Yfirbyggð og breytt Nanna VEHér fyrir neðan er birt mynd eftir Val Stefánsson af Nönnu VE 294 og undir myndinni er óskað eftir mynd af bátnum breyttum, en skömmu áður en hann sökk kom hann heim úr miklum breytingum sem fram fóru í Portúgal. Tryggvi Sigurðsson var fljótur að svara kalli og sendi þessar myndir. 783. Nanna VE 294 fyrir breytingar 783. Nanna VE 294 eftir breytingar © myndir Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 01.11.2008 18:45Guðmundur i Nesi RE 13©Guðmundur i Nesi RE13 Mynd Þorgeir Baldursson 2008 Guðmundur i Nesi RE 13 fór frá Akureyri siðdegis i dag eftir viðamiklar breytingar þar sem að skipinu var M.A .breytt fyrir svartoliu settur var flokkari á millidekk komið fyrir nettengingu fyrir áhöfnina og ásamt ýmsu öðru smálegu og svo var skipið botnmálað og sinkað hérna má sjá nokkrar svipmyndir frá þvi dag góða veiði Skrifað af Þorgeir 01.11.2008 12:33Þá var nú öldin önnurHér sjáum við Keflavíkurhöfn með rúmlega 40 ára millibili. Efri myndina sendi Guðmundur Falk okkur og er hún tekin af troðfullri höfninni 26. feb. 1966, en neðri myndin var tekin fyrir tveimur mánuðum síðar, af Emil Páli. Sendum við Guðmundi góðar þakkir fyrir myndina. Keflavíkurhöfn 26. feb. 1966. Þekkið þið einhverja þarna? © mynd Guðmundur Falk Keflavíkurhöfn í haust þegar Buktin var opnuð fyrir dragnótinni © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 683 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119809 Samtals gestir: 52252 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is