Færslur: 2008 Desember

02.12.2008 19:46

Ný Cleopatra 42 til Vardö


                                         Veronica F-15-V © mynd Trefjar ehf.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vardø í Finnmerkurfylki í Noregi. Kaupandinn er Birger Sørstrand sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Veronica. Hann mælist 15brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 42 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

Þetta er fyrsti báturinn sem Trefjar afgreiða úr nýrri skipasmíðastöð sem opnuð hefur verið að Óseyrarbraut 29 í Hafnarfirði.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM 700hp tengd ZF V-gír.  Í bæatnum er ljósavél að gerðinni Westerbeke.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC. Hann er með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans.
Báturinn er útbúinn til netaveiða auk þess aðstunda veiðar á kóngakrabba hluta úr ári. Netabúnaður frá Rapp. Í bátnum er ískrapavél frá Kælingu.  Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði. Rými er fyrir 11stk 660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.
Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.  Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í desember.

02.12.2008 13:43

Síldveiðum lokið?

Eftirfarandi frétt mátti lesa á vf.is í morgun: Íbúar Reykjanesbæjar hafa undanfarna daga fylgst með síldveiðiskipum við veiðar, nánast alveg við fjöruborðið. Sú sjón heyrir nú sögunni til því Hafró hefur  beitt skyndilokun á stóru svæði í sunnanverðum Faxaflóa og einnig á síldveiðisvæðinu við Vestmannaeyjar þar sem skipin voru farin að fá stór köst. Ástæða lokunarinnar er allt of hátt hlutfall smásíldar í aflanum, samkvæmt því er fram kemur á visi.is en þar segir að þessi ákvörðun Hafró sé reiðarslag fyrir síldveiðiflotann.

Í framhaldi af frétt þessari birtum við nú syrpu frá veiðunum í gær, sem var annar og um leið síðasti veiðidagurinn á síldveiðunum við Keflavík.

                                                       155.  Lundey NS 14

                                       Lundey og Hákon EA
                         1060. Súlan EA 300 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

        Frá öðrum og síðari degi síldveiðanna úti af Keflavík © myndir Emil Páll

02.12.2008 10:45

Endalok Erlings VE 295




                              Endalok Erlings VE 295 © myndir Tryggvi Sig.

02.12.2008 02:11

Sigurbjörg ÓF 1


                                        Sigurbjörg ÓF 1 mynd Tryggvi Sig.

02.12.2008 02:05

Seyðisfjörður á síldarárunum

Guðmundur Falk sendi okkur þessar tvær myndir frá árinu 1966 og sýna síldarlöndum á Seyðisfirði.

                                                September 1966

     Síldarlöndum á Seyðisfirði 6. sept. 1966 © myndir úr safni Guðmundar Falk

01.12.2008 19:56

Þekkið þið staðinn?

Þessar myndir komu úr safni Guðjóns Ólafssonar, en ekkert er vitað um hvaða stað, eða hvaða skip þær eru að sýna.



                Óþekktir staðir og skip? © myndir úr safni Guðjóns Ólafssonar

01.12.2008 00:45

Tasermiut GR-6-395

Þetta er togarinn Tasermiut GR-6-395 frá Nuuk í Grænlandi  sem að kom í morgun í slipp á Akureyri, vegna þess að hann strandaði við Grænland. Fer hann sennilega upp í flothvinna á morgun.

 Grænlenski togarinn Tasermiut GR-6-395 kominn til Akureyrar eftir strand við Grænland © mynd Þorgeir Baldursson.

01.12.2008 00:39

Hafdís GK 118 á línuveiðum

Hér sjáum við linubátinn Hafdísi GK 118, þar sem hún var að draga linu á Teingunum ÚTAF SIGLUFIRÐI I siðustu viku. Mynd Þorgeir Baldursson.

                  2400. Hafdís GK 118 á línuveiðum © mynd Þorgeir Baldursson

01.12.2008 00:34

Haraldur SF 70


                           546. Haraldur SF 70 © mynd úr safni Tryggva Sig.

01.12.2008 00:22

Svanur KE 90


                     929. Svanur KE 90 © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is