Færslur: 2008 Desember12.12.2008 00:20Miklar breytingar á sama skipiHér sjáum við þrjár myndir af sama skipi, fyrst hét það Seley SU 10 og síðan bar það fleiri nöfn, en er það bar nafnið Jón Ágúst GK stórskemmdist það af eldi og var endurbyggt í Dráttarbraut Keflavíkur og úr varð glæsilegt skip Fönix KE 111, eftir það skipti það nokkrum sinnum um nöfn eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, en í dag liggur það í Reykjavíkurhöfn og hefur gert allt lengi og á því stendur Eykon RE 19, en skipið er þó skrá allt öðru heiti. 177. Seley SU 10 © mynd úr safni Tryggva Sig. 177. Fönix KE 111 © mynd Emil Páll 177. Undanfarin ár hefur skipið verið í Reykjavíkurhöfn sem Eykon RE 19 og er ljótt að sjá © mynd Emil Páll Tvær til viðbótar sem Tryggvi sendi okkur af sama skipi 177. Bergvík VE 505 © mynd Tryggvi Sig. 177. Adolf Sigurjónsson VE 182 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 11.12.2008 16:55Þekkið þið þetta stefni?Þekkið þið þetta stefni, á morgun munum við birta aðra mynd sem sýnir stefnið betur, hvort sem komið verður rétt svar þá eða ekki. Jæja þekkið þið það skip sem ber þetta perustefni? © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 11.12.2008 02:53Myndasyrpa Andvara VE 100Hér birtum við sjö myndir af skipum með nafninu Andvari og voru allir í eigu sömu útgerðar. Fyrstu sex báru nr. VE 100, en sá síðasti var skráður í Eistlandi og bar því nr. EK 0401. Myndir þessar eru úr safni Tryggva Sigurðssonar. 77. Andvari VE 100 795. Andvari VE 100 980. Andvari VE 100 1054. Andvari VE 100 1895. Andvari VE 100 2211. Andvari VE 100 Andvari EK 0401 með heimahöfn í Eistlandi © myndir úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 10.12.2008 22:07Stefán Þór VE 150788. Stefán Þór VE 150 © myndir úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 10.12.2008 11:18Þýskt skólaskipÞýskt skólaskip á Seyðisfirði í september 1966 © mynd úr safni Guðmundar Falk Skrifað af Emil Páli 10.12.2008 00:32Tvö skemmtiferðaskipMaxim Gorkiy Queen Elisabeth II © myndir Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 09.12.2008 10:091040 tonn á 40 dögumTunu GR 18-102 við bryggju í Hafnarfirði © mynd Grétar Þór Sæþórsson Grænlenski Frystitogarinn Tuna GR 18-102 frá Tasiilaq sem er í eigu dótturfyrirtækis Samherja H/f kom inn til Hafnarfjarðar í morgun eftir veiðiferð á Grænlandsmiðum. Skipið var með um 1040 tonn uppúr sjó og tók veiðiferðin 40 daga. Skipstjóri var Jóhannes Þorvarðarsson. Skipið heldur til Þýskalands uppúr hádeginu í dag. Skrifað af Emil Páli 09.12.2008 00:37Húni II108. Húni II á sjómannadaginn í sumar © mynd Þorgeir Baldursson Húni II HU 2 sjósettur á Akureyri © mynd úr safni Þorsteins Péturssonar Húni II HU 2 með fullfermi © mynd úr safni Þorsteins Péturssonar Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is