Í morgun var Bjarmi BA 326 tekin upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en ekki er síðuriturum kunnugt um hvað eigi að fara að gera við skipið, en það hefur legið aðgerðalaust í höfn í þó nokkurn tíma.
Hér birtum við þrjár myndir af sama togaranum, en efsta myndin er úr safni Tryggva Sigurðssonar en hinar eru teknar af Inga Péturssyni. Við spyrjum hvaða togari þetta sé?
Árið 1955 gerðist það að tveir breskir togarar Lorella H-455 og Roderigo H-135 fórust fyrir vestan á sama degi. Hér birtum við mynd af báðum togurum, en sá síðarnefndi er þar að vísu með því nafni sem hann bar áður. Myndirnar eru úr safni Tryggva Sigurðssonar.