Færslur: 2009 Febrúar10.02.2009 12:39Nýr bátur, Sjögutt SF-81-B til Noregs frá Seiglu
A new boat will delivered soon by Seigla Ehf. This boat will go to Bremanger in Norway. It is the first 13 meter boat from Seigla delivered to Norway and more 13 meter boats to Norway will follow this year. The specifications of the boat are: Length: 12,96 meter Skrifað af Þorgeir 10.02.2009 00:18Síldarævintýri á SiglufirðiÞorsteinn Pétursson á Akureyri hefur verið duglegur að senda okkur myndir eftir hina ýmsu ljósmyndara og þá oft myndir sem eru nokkuð gamlar og því sumar hverjar orðnar hreinir gullmolar. Nú hefur hann sent okkur stóran pakka sem inniheldur um 80 myndir sem allar eru teknar á Siglufirði að mér sýnist samkvæmt bátunum, einhvern tímann á 4. áratug síðustu aldar. Myndirnar sýna báta á síldveiðum, síldarlöndun, síldarsöltun og mannlífið á þessum árum. Segir Steini Pé að ljósmyndari hafi verið einhver Kiddi Hall á Akureyri og því munum við merkja myndirnar honum. Hefur okkur tekist að finna út nöfn á meirihlutanum að bátunum, en þó eru þó nokkrar myndir sem við vitum ekki nein deili á og munum við birta þær þannig. Munum við dreifa myndunum á næstu vikum og mánuðum og sendum um leið kærar þakkir norður yfir heiðar. Samkvæmt áliti hér fyrir neðan er talið að þetta séu Samvinnubátarnir frá Ísafirði og ljósmyndarinn heiti fullu nafni Kristján Hallgrímsson, en verður þó áfram nefndur Kiddi Hall. Síldarbátar á Siglufirði, trúlega Samvinnubátarnir frá Ísafirði © myndir Kiddi Hall Skrifað af Emil Páli 10.02.2009 00:12Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102 - Eldeyjar Boði GK 24971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102 971. Eldeyjar Boði GK 24 © myndir Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 10.02.2009 00:07Haraldur AK 10 - Gandi VE 17184. Haraldur AK 10 © mynd Snorri Snorrason 84. Gandi VE 171 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 10.02.2009 00:00Gullver NS 12974. Gullver NS 12 © mynd Snorri Snorrason 974. Gullver NS 12 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 09.02.2009 12:32Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 - síldarlöndunSíldarlöndun úr Hrafni Sveinbjarnarsyni III 103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 © myndir Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 09.02.2009 00:07Guðmundur á Hópi GK 2032664. Guðmundur á Hópi GK 203 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 09.02.2009 00:04Eyjólfur Ólafsson GK 382175. Eyjólfur Ólafsson GK 38 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 08.02.2009 17:25Tveir hætt komnir í skipslestIngunn AK var að landa gulldeplu á Akranes í dag, þegar slysið varð. Innlent | mbl.is | 8.2.2009 | 17:07
Tveir hætt komnir í skipslest
Tveir menn misstu meðvitund í lest fiskiskipsins Ingunnar AK um þrjúleytið í dag, þegar vinnuslys varð við uppskipun afla við síldarverksmiðjuna á Akranesi. Var annar þeirra niðri í lest skipsins og hné þá skyndilega niður og missti meðvitund. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var það vegna súrefnisskorts í lestinni, líklega þar sem rotnunargös frá farminum ruddu venjulegu andrúmslofti frá. Vinnufélagi mannsins fór þá niður í lestina til að huga að honum en missti sjálfur meðvitund þegar þangað var komið. Aðrir skipverjar sýndu þá af sér mikið hugrekki, settu á sig reykköfunarbúnað og fóru niður í lestina á eftir hinum tveimur, að sögn lögreglu. Þeim tókst að koma beisli á mennina tvo, sem legið höfðu um nokkra hríð meðvitundarlausir. Þá tókst að hífa þá upp úr lestinni með krana á skipinu. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi, en lífsmark þeirra var mjög veikt eftir veruna niðri í lestinni. Mennirnir eru nú báðir komnir til meðvitundar, að sögn vakthafandi læknis á sjúkrahúsinu, en að sögn lögreglu hafði sá sem skemur var niðri komist til meðvitundar nokkuð fljótt. Um 20 mínútur tók að koma mönnunum upp úr lestinni, að sögn varðstjóra, svo ljóst er að þeir voru mjög hætt komnir. Þyrla landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en hjálp hennar var afþökkuð þegar til kastanna kom. Fyrir um klukkustund voru mennirnir báðir sendir á Landsspítalann í Reykjavík, með sjúkrabíl, til nánari aðhlynningar. Því virðist sem að mun betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. HEIMILD MBL.IS Skrifað af Emil Páli 08.02.2009 00:09Halldór Jónsson SH 217540. Halldór Jónsson SH 217 © mynd Snorri Snorrason 540. Halldór Jónsson SH 217 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is