Færslur: 2009 Mars10.03.2009 00:00AfmæliskveðjaEmil Páll Jónsson © mynd Þorgeir Baldursson Hann Emil Páll Jónsson er 60 ára i dag 10. MARS og að þvi tilefni vill siðueigandi óska honum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. mbk þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 09.03.2009 13:26Skíðasvæðið í Oddskarði og frá Eskifirði í morgunHér sjáum við skemmtilegar myndir sem Þorgeir Baldursson tók í morgun af og við skíðasvæðið í Oddsskarði og af Sólbaki á Eskifirði. Hér sjáum við mynd tekna úr Oddsskarði í morgun og sýnir niður á Eskifjörð Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði Frá Eskifirði í morgun og sjáum við m.a. Sólbak EA 1 © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 09.03.2009 00:00ReykjavíkurhöfnReykjavíkurhöfn 2009 © myndir Emil Páll Hér birtum við átta mynda syrpu sem eiga þær sameiginlegt að vera teknar úr Reykjavíkurhöfn. Fimm myndanna eru einhverja áratuga gamlar og koma úr safni Tryggva Sigurðssonar, en þrjár myndanna eru aðeins nokkra vikna gamlar og tók Emil Páll þær. Fimm nokkra áratugar gamlar myndur úr Reykjavíkurhöfn © myndir úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 08.03.2009 16:59Beisi EA 19Sævík ehf. hefur keypt Huld EA 70 frá Akureyri og ber hann nú nafnið Beisi EA 19 og er með heimahöfn á Dalvík. Sjáum við hér mynd sem Þorgeir Baldursson tók af honum meðan hann bar nafnið Huld. 2339. Beisi EA 19 ex Huld EA 70 © mynd Þorgeir Baldursson 2007 Skrifað af Þorgeir og Emil Páll 08.03.2009 15:18Min hlið málsins
Skrifað af Þorgeir 08.03.2009 00:25Ósk KE 5 og Maggi Jóns KE 771855. Ósk KE 5 og 1787. Maggi Jóns KE 77 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 08.03.2009 00:19Maron, Reynir, Sægrímur og GrímsnesNetabátarnir fjórir sem fyrirtæki Hólmgríms Sigvaldasonar gera út. F.v. 363. Maron GK 522, 733. Reynir GK 355, 2101. Sægrímur GK 525 og 89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 08.03.2009 00:12Arnarberg og Stafnes1135. Arnarberg ÁR 150 964. Stafnes KE 130 1135. Arnarberg ÁR 150 og 964. Stafnes KE 130 í Njarðvík © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 07.03.2009 19:20Hrönn ÍS sökk í dagmbl.is | 07.03.2009 | 18:58 Hrönn ÍS sökk í ÍsafjarðarhöfnEikarbáturinn Hrönn ÍS sökk í höfn Ísafjarðarbæjar síðdegis í dag og voru björgunarsveitir kallaðar út til að reyna að forða tjóni. Annar bátur var bundinn við Hrönnina, þar sem hún lá við bryggju. Talið er að botnloki hafi farið og að flætt hafi inn í bátinn, að sögn viðmælenda fréttaritara Morgunblaðsins, sem fór á vettvang. Skera þurfti hinn bátinn, Jón forseta, frá Hrönn til að forða því að hann sykki með henni. Björgunaraðgerðum er lokið í dag, en ekki er talið að tiltakanlegt tjón hafi orðið á Jóni forseta. Hrönnin liggur hins vegar enn á botni hafnarinnar og verður líkast til ekki hreyfð fyrr en eftir helgina, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.Hrönn hefur ekki verið í mikilli notkun að undanförnu, og er því ekki um að ræða rekstrartjón vegna þess hvernig fór, heldur einungis tjón vegna skemmda á bátnum sjálfum, sem telja má þó að verði umtalsvert. Heimild: Sigurjón J. Sigurðsson. bb.is Skrifað af Emil Páli 07.03.2009 17:23Sjómannslíf, sjómannslífÞessa frétt úr vf.is birtum við hér með heimild þeirra vf.manna Fréttir | 7. mars 2009 | 17:16:45 Sjómannslíf, sjómannslíf...Eins og við greindum frá fyrr í dag hér á vef Víkurfrétta tóku fréttamenn VF púlsinn á sjómönnum við Grindavíkurhöfn síðdegis í gær þegar bátarnir steymdu að landi með björg í bú. Eins og fyrr segir var Erling KE með góðan afla en þeir hafa verið að eltast við ufsa um allan sjó. Skrifað af Emil Páli 07.03.2009 12:31KALDBAKUR EA 301 kominn afturNafnið Kaldbakur EA 301 er aftur komið í gang, en á nokkuð minna skipi en áður. Eigandi nafnsins í dag er Víðir Benediktsson á Akureyri sem tók þessa mynd og sendi okkur. 6329. Kaldbakur EA 301 © mynd Víðir Benediktsson Skrifað af Emil Páli 07.03.2009 11:24Bátasölur og nafnabreytingarÁ undanförnum vikum hefur verið þó nokkuð um bátasölur og/eða nafnabreytingar og segjum við hér frá fimm slíkum og birtum myndir af fjórum þeirra skipa sem hlut eiga að máli. Sá sem við erum ekki með handbæra mynd er 2085 Guðrún GK 69 sem í haust var seld til Reykjanesbæjar og síðan aftur seld nú nýverið og þá til Siglufjarðar, en kaupandi er Útgerðarfélagið Nesið ehf. 1767. Keflvíkingur KE 50 hefur verið seldur Happa ehf. og hafa þeir skráð bátinn sem Happasæll KE 94 1920. Máni GK 109 hefur verið seldur til Akureyrar og er kaupandi Doddi Ásgeirs ehf. 2110. Monica GK 136 hefur nú fengið nafnið Dísa GK 136 1146. Siglunes SH 22 nú SH 36 hefur verið selt til Siglufjarðar og er kaupandi Ráeyri ehf. © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 07.03.2009 00:21Bjarmi II EA 110237. Bjarmi II EA 110 © mynd Snorri Snorrason 237. Bjarmi II EA 110 á strandstað á Loftstaðarfjöru austan við Stokkseyri, en þar strandaði hann 6. mars 1967. Náðist hann út og er enn í útgerð © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is