Færslur: 2009 Mars04.03.2009 15:57Þorgeir tekinn í landhelgi Í gær þegar þeir á Sólbaki voru á leið á miðin út af austfjörðum mættu þeir varðskipinu Ægi og sá Þorgeir þá að Guðmundur St var á fullu með myndavélina og tók mynd af því atviki, en um leið tók Guðmundur eftirfarandi myndir af Þorgeiri með myndavélina og síðan af togaranum einnig og hér sjáum við árangur Guðmundar, en vonandi sjáum við árangur Þorgeirs síðar. Þorgeir Baldursson að taka mynd af þeim á Ægi 1395. Sólbakur EA 1 © myndir Guðmundur St. Valdimarsson Skrifað af Emil Páli 03.03.2009 23:59Þrír lönduðu á AkureyriNú á mánudag tók Þorgeir Baldursson eftirfarandi myndasyrpu á Akureyri en þá voru komnir þrír togarar inn til löndunar og lönduð þeir á mánudag og þriðjudag. Frosti ÞH var með um 5000 kassa, Oddeyrin EA var með tæplega 16 þúsund kassa og Mars RE var með um 400 kör af ísuðum fiski. 2154. Mars RE 205 kemur til Akureyrar Landað úr Mars RE 205 sl. mánudag Kristján Einar Gíslason, skipstjóri á Mars RE 205 Tenor og Frosti ÞH 229 (t.h) en landað var úr honum á þriðjudag 2750. Oddeyrin EA 210 í höfn á Akureyri Löndunin úr Oddeyrinni EA 210 sl. mánudag Japansrækja © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli og Þorgeir 03.03.2009 20:38Knörrinn og Náttfari306. Knörrinn og 993. Náttfari © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 03.03.2009 00:01Endalok Sæþórs Árna VE 34Í árslok 1981 var Sæþóri Árna VE 34 sökkt NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar eftir að allt nýtilegt hafði verið tekið úr honum. Hér var á ferðinni Svíþjóðarbátur frá 1946 sem í upphafi mældist 102 tonn. Bar hann nöfnin: Hrafnkell NK 100, Skálaberg NS 2, Stígandi VE 77 og Sæþór Árni VE 34. Hér sjáum við myndasyrpu úr safni Tryggva Sigurðssyni af bátnum hverfa í hafið. 104. Sæþór Árni VE 34 hverfur í djúpið © myndir úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 02.03.2009 17:27Gunnar Níelsson EA 555 og Birta HF 19 á leið yfir hafiðFlutningaskipið Axel kom í dag til Helguvíkur og um borð í skipinu var 1938. Gunnar Nielsson EA 555 og um borð fór 2024. Birta HF 19. Bendir allt því til að búið sé að selja báða bátanna erlendis, en vitað er með að Birta hefur verið seld til Noregs. 1938. Gunnar Nielsson EA 555 um borð í Axel 2024. Birta HF 19 á leið í Helguvík til að fara um borð í Axel Axel leggst að bryggju í Helguvík í dag. Skrifað af Emil Páli 02.03.2009 08:11Dorgveiði á LjósavatniDorgveiði á Ljósavatni © Mynd þorgeir Baldursson 2009 Þessir tveir höfðingjar voru við dorgveiði á ljósavatni i S-þing i gær þegar siðuritari átti leið hjá ekki fór neinum sögum af aflabrögðum en þetta sport mun vera talsvert vaxandi hér á landi Skrifað af Þorgeir 02.03.2009 00:04Björn riddari VE 127345. Björn riddari VE 127 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is