Færslur: 2009 Júní

05.06.2009 12:27

Sunna


                                      6808. Sunna © mynd Emil Páll 2009

05.06.2009 12:24

Signý


                                   Signý © mynd Emil Páll í maí 2009

05.06.2009 12:21

Mummi GK 54


                         Mummi GK 54 © mynd Emil Páll í júní 2009

05.06.2009 05:29

Er Happadís GK á leið úr landi?

Samkvæmt bryggjuspjalli í Sandgerði í gær, komu nýlega hingað til lands norðmenn til að skoða aflaskipið Happadís GK 16, með kaup í huga. Ekkert hefur þú enn verið ákveðið, þó menn óttast að úr sölu verði.


                      2652. Happadís GK 16 í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll 2009

04.06.2009 17:45

Sóley Sigurjóns laus en Auðunn sökk - litlu munaði að illa færi


                   2043. Auðunn, hafnsögubátur Reykjaneshafnar © mynd Emil Páll

Auðunn, lóðsbátur Reykjaneshafnar, sökk nú fyrir skömmu er hann var að aðstoða við að koma Sóleyju Sigurjóns GK 200 af strandstað, en hún strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í morgun.
 
Tveir menn voru í lóðsinum, annar uppi á dekki en hinn í stýrishúsi. Sá í stýrishúsinu fór niður með lóðsinum en komst upp á yfirborðið um 1-2 mínútum eftir að báturinn sökk. Bátar frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru á svæðinu og náðu mönnunum úr sjónum.

Farið var með þá að bryggju þar sem björgunarsveitafólk hlúði að þeim þar til sjúkrabílar komu á staðinn. Farið var með mennina á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
Auðunn var að ýta á bakborðshlið Sóleyjar þegar hún losnaði og vildi þá ekki betur til en að landfestar hennar, sem voru tengdar í lóðsinn, drógu bátinn á hliðina.

Eftir að búið var að ná mönnunum úr sjónum var hafist handa við að reyna bjarga lóðsinum en það tókst ekki og sökk hann nokkrum mínútum eftir atvikið.
 
Sóley Sigurjóns er laus og komin að bryggju. Heimild vf.is




 Auðunn að sökkva © mynd Hilmar Bragi Bárðarson vf.is

04.06.2009 06:32

Strandaði í innsiglingunni


              Sóley Sigurjóns GK 200 á strandstað í morgun © mynd Emil Páll 2009

Togarinn Sóley Sigurjóns GK 200 strandaði í morgun í innsiglingunni til Sandgerðishafnar. Voru þegar nokkrir úr áhöfninn skipsins  fluttir í land með léttbátum Landhelgisgæslunnar. Þá hafa aðstæður verið kannaðar á strandstað með léttbátum og hefur ekki orðið vart við neinn leka í skipinu eða olíu í sjónum. Varðskipið Týr er á staðnum og til stendur að reyna að draga skipið á flot á flóði sem verður um klukkan hálf fimm í dag. Ekki er talin nein hætta á ferðum og veðurspá er góð. 

04.06.2009 05:20

Mars RE 205


            TROLLPOKINN TEKIN UM BORÐ I MARS RE 205 MYND ÞORGEIR BALDURSSON 

 SVONA ÖÐRUVISI SJÓNARHORN HELDUR EN VENJULEGA  OG SVARTHVIT I ÞOKKABÓT 
EN SKIPIÐ HEFUR VERIÐ AÐ AFLA VEL EFTIR AÐ SKIFT VAR UM SKIPSTJÓRA OG ÁHÖFN 
OG SETT AF STAÐ AFTUR UNDIR NAFNINU MARS RE 205
 

04.06.2009 00:06

Spirit of Adventure


                              Spirit of Advernture © mynd Emil Páll í júní 2009
Þetta farþegaskip sem er með heimahöfn í Nassau var í Reykjavíkurhöfn um kvöldmatarleytið í gær, en stuttu eftir að myndinni var smellt af því lét það úr höfn og tók stefnuna á Grundarfjörð, þaðan mun það fara eitthvað áfram norður eftir, því það á að vera á Akureyri á Sjómannadaginn.
Samkvæmt upplýsingum í staðsetningakerfinu er skipið 139 metra langt, 16 metra breitt og 5.2 metra djúpt.

04.06.2009 00:00

Harstad

Nú um kvöldmatinn, eða kannski er réttara að segja um kvöldmatarleytið í gær (miðvikudag) þar sem nú er kominn nýr sólarhringur var þetta norska varðskip í Reykjavíkurhöfn. Líkist það mjög hinu nýja varðskipi okkar íslendinga Þór. Þetta skip sem heitir Harstad er 83 metra langt og 16 metra breitt og með 110 tonna togkraft. Er það því 10 metrum styttra en nýi Þór og með mun minni togkraft.


                   Harstad W 318 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll í júní 2009

03.06.2009 20:29

Endurnýjun lífdaga - Steinunn nú Hafursey, Surprise og Hallgrímur

Á undanförnum misserum hefur það færst nokkuð í vöxt að skip sem búið var að leggja og flestir dæma í huganum að ættu aðeins eftir að úreldast, hafa farið í gegn um endurnýjun lífdaga. Sem dæmi þar um þá fjöllum við hér um þrjú skip sem legið hafa í Reykjavíkurhöfn, í mislangan tíma eða allt 5 árum það sem lengst af þeim hefur legið og nú eru að komast í einhvern rekstur á ný. Tókum við í kvöld myndir af þeim eins og þau eru þá stundina, en þetta eru Steinunn SF 107, sem legið hefur við bryggju í Reykjavík frá 6. okt. 2004 og hefur nú fengið nafnið Hafursey VE 122 og mun eiga að fara á netaveiðar frá Vestmannaeyjum, Hallgrímur BA 77 , sem var lagt í Reykjavík 30. maí 2005, var í kvöld kominn að slippbryggjunni en ekki lá ljóst fyrir hvað gert yrði við hann og þriðja skipið er Surprise HU 19 sem er að fara á lúðuveiðar og er orðinn blár og hvítur eins og sést á myndinni. Síðastnefnda skipið hefur verið mjög stutt í Reykjavíkurhöfn að þessu sinni eða aðeins frá 19. mars sl. Hann hefur þó legið í höfnum víða um land s.s. í Hafnarfirði frá því snemma árs 2005 til október 2006.


                                  1416. Hafursey VE 122 ex Steinunn SF 107
Byggður í Mandal í Noregi 1975 og yfirbyggður 1977.
Nöfn: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og Hafursey VE 122


                                               1612. Hallgrímur BA 77
Skuttogari byggður í Wellsend í Bretlandi 1974.
Nöfn: Clen Carron A 427, Skipaskagi AK 102, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Sturla GK 12, Sólborg I ÍS 260 og Hallgrímur BA 77.


                                137. Surprise HU 19 © myndir Emil Páll í júní 2009
Smíðaður í Sliedrecht í Hollandi 1960.
Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna áR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46 og aftur Surprise HU 19.

03.06.2009 10:29

Ölver


                                       2487. Ölver © mynd Emil Páll í júní 2009
Hafnsögubáturinn Ölver frá Þorlákshöfn, sem áður hét Jötunn og var frá Reykjavík var tekin upp í morgun í Njarðvíkurslipp og er hann í sleðanum þegar mynd þessi var tekin.

03.06.2009 00:03

Daníel SI 152



Bátur þessi var smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar úr Keflavík, 52ja tonna eikarbátur, sem nýsmíði nr. 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Júlíus Nýborg) 1943. Kjölurinn var lagður í ágúst 1942, hljóp af stokkum 8. mars 1943 og afhentur í apríl sama ár. Hann var síðan endurbyggður hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi 1976-1978.
Nöfn þau sem báturinn hefur borið eru: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálkanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152.
Skráð er að bátnum hafi verið fargað 13. mars 1992, en þó stendur hann enn uppi í gamla slippnum á Siglufirði og þar tók Þorgeir Baldursson þessar myndir af honum sl. laugardag.


                      482. Daníel SI 152 © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009

02.06.2009 23:48

Sigursæll AK nú Valaberg VE

1148. Sigursæll AK 18, hefur verið seldur til Vestmannaeyja og fengið þar nafnið Valaberg VE 6. Hér er um að ræða 25 tonna eikarbát sem smíðaður var hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1971.

02.06.2009 19:23

Vitið þið eitthvað um þennan?



Þessi bátur hefur staðið uppi í nokkur ár fyrir ofan smábátahöfnina í Bótinni á Akureyri. Er hann merktur Dúna II og með heimahöfn í Malmö í Sverge. Helst er talið að hér sé um íslenskan bát sem seldur hafi verið til Svíþjóðar en aldrei farið þangað. Þeir sem hafa skoðað myndina telja líklegast að hann sé smíðaður annað hvort á Neskaupstað eða Siglufirði, þó það sé ekki öruggt. Gaman væri ef einhver lesandi síðunnar vissi eitthvað um hvaða bát hér væri að ræða, þ.e. hvaða nöfn hann bar á Íslandi?


     Dúna II frá Malmö í Sverge, en hvaða bátur var þetta hér á landi? © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009

02.06.2009 09:41

Mettúr Frosti ÞH 229


                                 LÖNDUN ÚR FROSTA ÞH 229

                                  Frosti ÞH 229   ©Myndir þorgeir baldursson 2008
Frosti ÞH 229 kom til Akureyrar i gærkveldi með stæðsta túr sem að skipið hefur gert
skipið var með um 9000 kassa eftir 31 dag aflaverðmæti um 106 milljónir

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is