Færslur: 2009 Júlí

27.07.2009 00:03

Baldur




      2074. Baldur, Sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar kemur á sjöunda tímanum í kvöld (sunnudag) til Keflavíkur, en samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar hafði skipið verið sent til aðstoðar Hollenskri skútu sem missti mastrið á leið sinni frá Grænlandi til Íslands og var statt á karfamiðunum á Reykjaneshrygg. Ekki þurfti Baldur þó að draga skútuna til lands, heldur sigldi hún fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur, en Baldur hélt áfram starfi við fiskveiðieftirlit.


            2074. Baldur kominn að bryggju í Keflavík © myndir Emil Páll í júlí 2009

26.07.2009 16:06

Prince Albert KE 8


                           1764. Prince Albert KE 8 © mynd Emil Páll í júlí 2009
Nú um helgina var sjósettur í Sandgerði þessi bátur eftir að hafa staðið uppi á bryggju í Sandgerði sl. 3 ár. Fyrst var unnið í honum og sett á hann perustefni en síðan hefur ekkert verið unnið í honum fyrr en nú síðustu mánuði, að nýir aðilar komu þar að verki.
Bátur þessi var smíðaður á Skagaströnd og í Hafnarfirði. Skrokkurinn var smíðaður með smíðanr. 24 hjá Guðmundi Lárussyni á Skagastörnd á árunum 1983-1984, en innréttaður og fullkláraður hjá Bátalóni hf. með smíðanr. 471 og hleypt þar af stokkum 28. feb. 1987. Báturinn var síðan lengdur 1991.
Hann hefur borið nöfnin: Katrín GK 98, Óskasteinn GK 216, Hraunsvík GK 68, Anton GK 68 og núverandi nafn Prince Albert KE 8.

26.07.2009 15:54

Vaðandi makríll inni í Keflavíkurhöfn

Undanfarna daga hefur verið mikil stangaveiði á makríl í mörgum af höfnum landsins, enda virðist vera mikið af honum og sem dæmi þá var hann vaðandi í Keflavíkurhöfn í gær. Í dag er tíðindamaður síðunnar leit þar við var mikil stangaveiði, enda virðist hafnargarðurinn vera með vinsælli stöðum bæjarins og voru þar t.a.m. einir 23 bílar á garðinum.







               Makríll veiddur á stöng í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll í júlí 2009

26.07.2009 00:05

Góð verkefnastaða hjá Sólplasti

Þeir hjá plastverksmiðjunni Sólplasti í Sandgerði þurfa ekki að kvarta yfir verkefnaleysi eins og staðar er í augnablikinu, því nokkur verkefni eru í gangi og síðan bíða önnur. Hér munum við segja frá þremur þeirra verkefna sem nú eru í gangi og birta myndir af þeim þ.e. Arnþór EA ex Bresi, Oddi á Nesi og Tryggva Eðvarðs.


          1887. Arnþór EA 102 ex Bresi AK 101, 6241. Hera BA 51 og 2615. Oddur á Nesi SI 76


                                 1887. Arnþór EA 102 ex Bresi AK 101
Mjög miklar breytingar og endurbætur eru á þessum báti og sjálfsagt fer hann með nýtt nafn og einkennistarfi ÁR, þegar þeirri vinnu er lokið, þar sem eigendur bátsins eru frá Eyrarbakka.


                                       2615. Oddur á Nesi SI 76
Hafin er endurbygging bátsins eftir brunann í vetur í húsi Sólplasts. En þá voru nokkrir klukkutímar í sjósetningu eftir að gert hafði verið við bátinn úr fyrri bruna í Sandgerðishöfn í vetur.


                               2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2 © myndir Emil Páll 2009
Þennan bát er verið að breyta svolítið og endurbæta hjá fyrirtækinu

25.07.2009 21:12

Valberg farið til Grænlands

Um kl. 15 í dag hélt Valberg VE 10 frá Njarðvík og var stefnan tekin á Grænland, en þar fer skipið í verkefni til þjónustu fyrir rannsóknarskip, sem mun rannsaka hugsanlega olíu við Grænland.


  Hér sjáum við 1074. Valberg VE 10 fara í dag 25. júlí frá Njarðvík til Grænlands © mynd Emil Páll 2009

25.07.2009 01:27

Aníta


                                            399. Aníta © mynd Emil Páll í júní 2009

25.07.2009 01:22

Fimm eikarbátar í Njarðvík


  Fimm eikarbátar í Njarðvík f.v. 619. Fanney HU 63, 399. Aníta, 586. Stormur SH 333, 923. Röstin GK 120 og 1430. Birta VE 8 © mynd Emil Páll í júlí 2009

25.07.2009 01:19

Lena ÍS, Svanur KE og Fanney HU


    1396. Lena ÍS 61, 929. Svanur KE 90 og 619. Fanney HU 83 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í júní 2009

25.07.2009 01:04

Sigrún AK 71


                               180. Sigrún AK 71 © mynd Snorri Snorrason

25.07.2009 01:02

Tjaldur SU 179


                            5655. Tjaldur SU 179 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

24.07.2009 15:41

Þekkið þið höfnina?

Hérna kemur smá getraun: Þekkið þið höfina sem hér sést úr lofti? Rétt svar birtist um helgina verði það ekki komið áður. © mynd Óskar Óskarsson í júlí 2009

Já Gunnar Th. kom með rétt svar sem er Drangsnes.

24.07.2009 07:01

Tveir fossar til Samskipa

Silver Sea, norskt skipafélag sem er að helmingshluta í eigu Samskipa, hefur nýlega bætt tveimur frystiskipum í flota sinn sem áður voru í eigu Eimskips í Noregi: Dalfoss og Langfoss. Heita skipin nú Silver River og Silver Lake en þau voru í fyrstu smíðuð fyrir Eimskip í Noregi árið 2007. Eru skipin tekin á þurrleigu til næstu ára, með möguleika á kauprétti síðar.

Silver Sea hefur yfir 14 sérhæfðum frystiskipum að ráða og er fyrirtækið nú orðið annað af tveimur leiðandi félögum í flutningum á frystum afurðum í Norður-Atlantshafi.

Meginstarfsemin felst í flutningi á frystum fiski frá Noregi, Íslandi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands og Evrópu. Helstu afurðirnar sem skip Silver Sea flytja eru uppsjávarfiskur eins og síld, makríll, kolmunni og loðna. HEIMILD mbl.is

24.07.2009 00:02

Þórshöfn í Færeyjum

Hér koma nokkrar myndir sem Þorgeir Baldursson tók í ferð sinni til Færeyja í maí sl. og eru þessar teknar í Þórshöfn.








                      Frá Þórshöfn í Færeyjum © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009

23.07.2009 00:19

Búi GK 266


                                6999. Búi GK 266 © mynd Emil Páll í júlí 2009

23.07.2009 00:16

Guðrún KE 20


                               1621. Guðrún KE 20 © mynd Emil Páll í júlí 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1050
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 603869
Samtals gestir: 25433
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:58:09
www.mbl.is