Færslur: 2009 Ágúst

27.08.2009 13:41

Minnismerki um Jón Forseta afhjúpað í dag


Frímerki með mynd af togaranum Jóni Forseta, en í dag 27. ágúst kl. 18 verður afhjúpað minnismerki um togarann á Stafnesi.
 
Undirbúningur hefur staðið fyrir vigslu minnismerkis um Togarann Jón Forseta. Jón forseti var fyrsti togari, sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga. Togarinn strandaði um 1 leytið að nóttu til á rifi við Stafnes í illviðri þann 27. febrúar 1928. Fyrstu skip komu togaranum til aðstoðar um fimm klukkustundum seinna en gátu lítið aðhafst vegna veðurs. Á togaranum var 25 manna áhöfn og tókst með harðfylgi manna úr landi að bjarga 10 þeirra, en 15 fórust með skipinu. Þetta slys varð mjög til að ýta á eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands, sem var stofnað skömmu síðar og svo fyrstu björgunarsveitir á vegum þess, Sigurvon í Sandgerði var fyrsta björgunarsveitin.


              Minnisvarðinn um Jón Forseta RE 108 á Stafnesi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

27.08.2009 13:04

Kristján ÍS 110 - Ný Cleopatra 31 til Reykjavíkur


                                     2783. Kristján ÍS 110 © mynd Trefjar ehf., 2009

Rétt fyrir sumarfrí afhenti Trefjar ehf., nýjan Cleopatra 31 bát sem skráður er á Flateyri en gerður út frá Reykjavík í sumar. Báturinn er notað í ferðaþjónustu og sjóstangveiði á sumrin og línuveiðar yfir vetrartímann.

27.08.2009 00:00

Reykjavík


                               2596. Ásdís RE 10 © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                         6365. Gnýr  RE 515 © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                                77. Hafþór RE 95 © mynd Snorri Snorrason


                                   721. Pálmar RE 7 © mynd Snorri Snorrason


                     1642. Sigrún RE 303 © mynd Þorgeir Baldursson í apríl 2009


                         Reykjavík úr lofti © mynd úr safni Svafars Gestssonar


                         Reykjavík © mynd úr safni Svafars Gestssonar

26.08.2009 22:27

Danirnir mættir


                       Knud Rasmussen P570  mynd þorgeir Baldursson 2009
 Danska varðskipið Knud Rasmussen kom til Akureyrar á fimmta timanum i dag i oliutöku og kost en skipið er á leiðinni til vesturstrandar Grænlands þar sem að það sinnir eftirliti brottför er á föstudagsmorgun

26.08.2009 19:29

Hvaðan er þetta?


                           Hvaðan er þetta? © mynd úr safni Svafars Gestssonar

26.08.2009 09:54

Garðey SF 22


                     126. Garðey SF 22 © mynd úr Ægi 1980, ljósmyndari ókunnur

Smíðað í Svíþjóð 1961.
Nöfn: Jón á Stapa SH 215, Fram AK 85, Fram RE 111 og Garðey SF 22.
Talinn ónýtur og tekinn af skrá 24. sept. 1986.

26.08.2009 09:38

Sölvi Bjarnason BA 65


                    1556. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd úr Ægi 1980, ljósmyndari ókunnur

Smíðaður á Akranesi 1980.
Nöfn: Sölvi Bjarnason BA 65, Drangur SH 511, Arnarnúpur ÞH 272 og Seley SU 10.
Fór til Danmerkur í pottinn 2004.

26.08.2009 06:21

Runólfur SH 135


                                   173. Runólfur SH 135 © mynd Snorri Snorrason

Smíðaður í Noregi 1960 og er enn í útgerð í dag og einn af glæsilegustu vertíðarbátum landsins, en hér kemur saga hans:
Runólfur SH 135, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 35, Sigurður Sveinsson SH 36 og það nafn sem hann ber í dag Sigurður Ólafsson SF 44.

26.08.2009 00:14

Seley SU 10


                                    1000. Seley SU 10 © mynd Snorri Snorrason

Hafði smíðanr. 86 hjá Flekkefjord Slipp og Mek. Verksted í Flekkifjord í Noregi 1966.
Nöfn: Seley SU 10, Flosi ÍS 15, Guðmundur Kristinn SU 404, Kristján RE 110 og Eldhamar GK 13.
Seldur til ferðaþjónustu í Split í Króatíu 1. feb. 2007 og eftir það hefur ekki tekist að rekja sögu hans.

26.08.2009 00:02

Straumnes ÍS 240


                             797. Straumnes ÍS 240 © mynd Snorri Snorrason

Byggður í Brandenburg í Þýskalandi 1959.
Hefur borið nöfnin: Straumnes ÍS 240, Jón Sturlaugsson ÁR 7, Vöttur SU 3, Flóki SU 18, Ríkhard SK 77 og Sænes EA 26.
Seldur úr landi til Svíþjóðar 25. sept. 1987 og eftir þann tíma hefur ekki tekist að rekja sögu hans.

26.08.2009 00:01

Sæfari BA 143


                                  270. Sæfari BA 143 © mynd Snorri Snorrason

Byggður í Þýskalandi 1960 og bar aðeins þetta eina nafn.
Báturinn fórst í róðri með allri áhöfn, 6 mönnum á Barðagrunni 9. jan. 1970.

26.08.2009 00:00

Tálknfirðingur BA 325


                            853. Tálknfirðingur BA 325 © mynd Snorri Snorrason

Byggður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar heitins í Bardenfleth í Þýskalandi 1956.
Bar nöfnin: Tálknfirðingur BA 325, Stakkur VE 32, Stakkur ÁR 32, Andri SH 21, Tálkni BA 123, Tálkni GK 540 og Sandvík GK 325.
Báturinn stóð í fjölda ára uppi í Skipasmíðastöð Drafnar í Hafnarfirði og var afskráður sem fiskiskip árið 2006 og síðan tættur niður í slippnum 25. mars 2008.

25.08.2009 21:05

Ólafur Bekkur ÓF 2


       1281. Ólafur Bekkur ÓF 2, mynd tekin um 1990 og er úr safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur.

25.08.2009 20:23

Fengur RE 235 og óþekktur EA 102


   1670. Fengur RE 235 og óþekktur EA 102, mynd þessi er tekin um 1980 og er úr safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur.

25.08.2009 19:26

Jæja, þekkið þið þennan stað?


                          Hvaða staður er þetta?  © mynd úr safni Svafars Gestssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is