Færslur: 2009 Október07.10.2009 08:40Albert Ólafsson og Þorgeir239. Albert Ólafsson KE 39 í höfn í Keflavík Þeir gömlu sveitungar og vinir frá Húsavík, Þorgeir Baldursson og Svafar Gestsson, voru saman í nokkrum skipsrúmum og hér birtum við mynd frá þeim tíma af Þorgeiri við störf á Albert Ólafssyni KE. Þorgeir Baldursson um borð í Albert Ólafssyni KE © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 07.10.2009 08:26Kópur BA 175 / Kópur GK 175 / Tálknfirðingur BA 3251063. Kópur BA 175 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Óli Rafn Sigurðsson 1063. Kópur BA 175, í höfn á Tálknafirði © mynd úr Flota Táknfirðinga, Árni Grétar 1063. Kópur GK 175 1063. Kópur GK 175 1063. Táknfirðingur BA 325 1063. Tálknfirðingur BA 325 © myndir úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson Smíðanr. 58 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1968. Yfirbyggður 1984. Nöfn: Tálknfirðingur BA 325, Jóhann Gíslason ÁR 41, Kópur GK 175 og Kópur BA 175. Skrifað af Emil Páli 07.10.2009 00:02MarokkoAbdulha Agadir Agadir Armas ferja Atlamar 6-814 Attaraji-II 7-804 © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 06.10.2009 17:43Lára Magg ÍS 86 / Fanney HU 83 / Hrafnsey SF 8 / Sóley SH 150 / Jón Jónsson SH 187619. Lára Magg ÍS 86 © mynd Emil Páll í okt. 2009 619. Fanney HU 83 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 619. Hrafnsey SF 8 © mynd úr safni Emils Páls 619. Sóley SH 150 © mynd úr safni Emils Páls 619. Jón Jónsson SH 187 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 06.10.2009 13:05Helga Guðmundsdóttir BA 77 / Jóhanna Gísladóttir ÍS 71076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason 1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason 1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 í Grindavík á sjómannadag © mynd Emil Páll 2008 1076. Jóhanna Gísladóttir í Skápnum út af Langanesi © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Smíðanr. 20 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi 1969. Lengdur 1974, yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf. í Njarðvík 1977. Lengdur aftur 1997 og þá gerðar gagngerðar breytingar á skipinu hjá Nauta Shipyard í Gdynia í Póllandi. Breytt í línuveiðiskip hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 2005 og varð þá stærsti línubátur landsins. Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Seley ÞH 381 og Jóhanna Gísladóttir ÍS 7. Skrifað af Emil Páli 06.10.2009 12:47Áskell EA 48 / Birtingur NK 119 / Erica GR - 18-1191807. Áskell EA 48 1807. Birtingur NK 119 © myndir Þorgeir Baldursson Erica GR -18-119 ex 1807 Smíðanr. 205 hjá Ulstein Hatlö A/S í Ulsteinvik, í Noregi 1987. Nöfn: H´kon ÞH 250, Áskell EA 48, Birtingur NK 119. Seldur til Grænlands í sept. sl. og ber þar nafnið Erica GR -18-119 Skrifað af Emil Páli 06.10.2009 00:04Las PalmasCatamara Cristjan í Grotunum Frá höfninni Gömul skip m.a. Cristjan í Grjotinum KG 6 og Longlay 005 Gömul skip m.a. Mars Kanari-Super-Fast Canarias © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 05.10.2009 17:49Floti Patreksfjarðar og TálknfirðingaGert hefur verið samkomulag um gagnkvæm myndaskipti milli þessarar síðu og Sigurðar Bergþórssonar sem stofnað hefur síður um Flota Patreksfjarðar og Flota Tálknfirðinga. Munum við því birta myndir frá þessum stöðum nokkuð ört á næstunni, en Vestfjarðarkjálkinn hefur orðið nokkuð út úr varðandi myndir og verður með þessu samkomulagi bætt þar úr. Birtum við nú eina mynd frá hvorum stað, ásamt frásögnum um viðkomandi skip. 257. Sigurvon Ýr BA 257 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson Smíðanr. 259 hjá Lindstöla Skipx og Batbyggeri A/S í Risör í Noregi 1964. Yfirbyggður 1985. Seldur úr landi til Noregs 21. feb. 2007. Rifinn í Stokksund í Noregi 2008. Nöfn: Sigurvon RE 133, Búðarfell SU 90, Sigurvon ÍS 500, Sigurvon BA 257, Sigurvon Ýr BA 257, Faxaborg SH 207, Faxaborg SH 217, Sigurvon GK 17s og Seljevær SF-26-3 972. Vigdís BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson Smíðanr. 408 hjá Veb. Elbewerft í Boizenburg í Þýskalandi 1965. Yfirbyggður í Noregi 1982, Lengdur og gerðar umfangsmiklar breytingar hjá Nordship í Gdynia í Póllandi 1998. Veltutankur settur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007. Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og Kristín ÞH 157. Skrifað af Emil Páli 05.10.2009 12:58Létu smíða líkan af Haferni EA 155 og gáfuJóhann Sigurbjörnsson við líkanið af 537. Haferni EA 155 Nýverið fékk Þorgeir þetta bréf ásamt meðfylgjandi myndum og birtum við erindið að sjálfsögðu: Sendi þér tvær myndir sem ég tók um daginn. Þannig var að faðir minn Jóhann Sigurbjörnsson varð áttræður 4. sept s.l svo við systkynin og fjölskyldur okkar létum smíða líkan af Haferni EA 155 (537) og gáfum honum. Báturinn var smíðaður fyrir föður minn og Björn Kristinsson í Slippnum 1961. Þeir sem eldri eru muna sjálfsagt einhverjir eftir honum ,en hann var gerður út frá Rifi á vertíðum og svo á nót á sumrinhér fyrir norðan. Hann var svo seldur til Siglufjarðar 1973 þegar faðir minn lét smíða annan bát hjá Skipasmíðastöð KEA, Líkanið smíðaði Elfar Þór Antonson á Dalvík, og er það lista vel gert. kv Þröstur í Hrísey Skrifað af Emil Páli 05.10.2009 00:01SkotlandAudacious BF 83 í höfn í Fraserburgh Audacious BF 83 Bátar í Fraserburgh m.a. Aurelía BF 15 (gæti verið systurskip Fróða II ÁR 38, eða jafnvel sá bátur) og Helenus FR 121 Bátur með nr. BCK 608 í Fraserburgh Moncomyl FR 147 og Unity FR 165 í Fraserburgh Catamara, í Grenaa © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 04.10.2009 18:32Lára Magg ÍS 86Það er hrein unun að horfa á það hvernig handleiksmaðurinn Halldór Magnússon, búsettur í Vogum, tekur fyrir hvern bátinn að fætur öðrum og breytir úr því að vera ljótt rekald í reiðuleysi í fagurt fley. Þessar vikurnar hefur hann verið að handleika Fanney HU 83 sem lengi var búin að vera í óreiðu í Reykjavíkurhöfn. Mest af vinnunni gerir hann einn, en auðvitað fær hann aðstoð við og við. Í dag fékk báturinn nýtt nafn í Njarðvíkurhöfn er Halldór málaði hið nýja nafn á bátinn sem er Lára Magg ÍS 86 nefnd eftir ömmu útgerðarmannsins. Lára Magg hefur að undanförnu verið fá á sig litasamsetninguna hans. Lára Magg er í eigu Kroppverks ehf en færist í eigu Lífsbjargar ehf fljótlega en það félag gerir einnig út 1857. Finnbjörn ÍS 68 sem sonur Halldórs Björn Elías stýrir vestur á Bolungarvík um þessar mundir. Þegar Halldór var búinn að mála nr. ÍS 86 kom aðstoðarmaður hans og málaði bláu línuna Lára Magg 619. Lára Magg ÍS 86 © myndir Emil Páll í dag 4. okt. 2009 Sm. í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959. Nöfn: Jón Jónsson SH 187, Guðmundur Einarsson HU 100, Dalborg EA 317, Valur RE 7, Merkúr EA 24, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70, Sóley SH 150, Hafnsey SF 8, Fanney SK 83, Fanney HU 83 og Lára Magg ÍS 86, Skrifað af Emil Páli 04.10.2009 18:11Landað úr Steina GK 45Frá löndun úr Steina GK 45 í Keflavíkurhöfn í dag 2443. Steini GK 45 út af Vatnsnesi á leið úr löndun í Smábátahöfnina í Grófinni © myndir Emil Páll í okt. 2009. Skrifað af Emil Páli 04.10.2009 17:55Grindavík í dag2313. Örn KE 14 2740. Vörður EA 748 7205. Fíi SH 9 2398. Bjarni Egils ÍS 16 © myndir Emil Páll í dag 4. okt. 2009 Skrifað af Emil Páli 04.10.2009 09:55Ólafur Magnússon KE 25 / Sif HU 39711. Ólafur Magnússon KE 25 í höfn í Njarðvík © myndir Emil Páll 711. Sif HU 39, í höfn á Hvammstanga © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Smíðanr. 2 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í Njarðvík 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afskráður sem fiskiskip 2006. Sökk í höfninni á Hvammstanga 29. sept. 2008 og náðist á floti samdægurs. N0fn: Ólafur Magnússon KE 25, Ólafur Magnússon ÁR 54, Ólafur ÁR 54, Ólafur Magnússon HU 54, Skrifað af Emil Páli 04.10.2009 09:40Arnarborg GK 75 / Elding1047. Arnarborg GK 75, mynd af málverki 1047. Elding, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll Smíðanr. 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf. í Kópavogi 1967 eftir teikningum a kanadískum tundurskeytabát. Skipið var smíðað sem björgunarskip, 1971 var því breytt í Hafnarfirði í fiskiskip og lengt., 1981 í dráttarskip, 1995 endurbyggt af Þorgeir Jóhannssyni bróður Hafsteins upphaflegum eiganda, í Kópavogshöfn og breytt í skemmti- og dráttarskip og í maí 2000 var skipið skráð sem skemmtiskip fyrir 100 farþega. Meðan endurbæturnar fóru fram var skipið tekið af skrá til geymslu, en endurskrá að nýju 1996. Nöfn: Elding MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og Elding. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 951 Gestir í dag: 24 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060367 Samtals gestir: 50927 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:36:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is