Færslur: 2009 Desember

22.12.2009 00:33

5oo tonn af Gulldeplu


                                         Huginn VE 55 ©Mynd Halldór Sveinbjörnsson bb.is
500 tonn af gulldeplu í fiskeldisfóður500 tonnum af gulldeplu var landað úr Huginn VE á Ísafirði um helgina. Gulldeplan er ætluð sem fóður í fiskeldi Álfsfells og Hraðfrystihússins Gunnvarar. Er þetta í fyrsta sinn sem landað er frosinni gulldeplu í eldi á Íslandi. Gulldepla er afar smár fiskur af laxsíldarætt. Íslensk skip hófu tilraunaveiðar á norrænni gulldeplu í byrjun árs. Lítið er vitað um gulldeplu hér við land en fiskurinn er svokallaður miðsjávarfiskur, sem heldur sig á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en 200 til 500 metra dýpi á daginn. Ekki er vitað til þess að veiðar hafi verið reyndar áður á gulldeplu. Heimild www.bb.is

20.12.2009 12:06

Stellurnar 1351og 1354


                                                  1354- Svalbakur EA 302

                                        Gott Hal á Svalbak EA 302


                                                  1351- Sléttbakur EA 304 
                                         © Myndir úr safni Úlvars Haukssonar
Hérna koma nokkrar myndir úr safni Úlvars Haukssonar sem að hann hefur tekið á sýnum sjómannsferli og munu netverjar njóta góðs af þvi ég kann Úlvari bestu þakkir fyrir afnotin

18.12.2009 22:13

Algjört ufsamok


                                        Ufsamok ©mynd úr safni Úlvars Haukssonar
Hérna má sjá stórt Ufsahal um borð i Harðbak EA  303 seint á siðustu öld kanski kemur einhver
sem að var um borð og veit hvað þetta hal var stórt hlýtur að vera amk 40 tonn

17.12.2009 00:32

Baldvin NC 100



                                       Baldvin NC 100 © Mynd Páll Steingrimsson 2008
Hérna má sjá Baldvin NC i eigu DDFU sem að er dótturfyrirtæki Samherja i Þýskalandi
á siglingu úr Barentshafi skipið hét upphaflega Baldvin Þorsteinsson EA 10

15.12.2009 23:37

Hágangur 2


                                  HÁGANGUR 2 ©MYND ÞORGEIR BALDURSSON
Hvað er vitað um þettta skip og hvar er það i dag undir hvaða nafni

15.12.2009 18:31

Húni 2 og Sjóflugvél


                     Húni 2 og sjóflugvél Arngrims Jóhannsonar ©mynd Þórður Jónsson 09
Þetta er nú ekki algeng sjón að sjá sjóflugvél og gamlan eikarbát mætast á pollinum á Akureyri

15.12.2009 06:42

Endurbótum á Barða NK 120 lokið


                                  1976-Barði NK 120 Mynd Þorgeir Baldursson
Barði NK 120 lét úr höfn á Akureyri um miðnættið á leið austur á Neskauðstað og er áætlaður komutimi um kvöldmatarleitið Síldarvinnslan hf  ákvað síðastliðið haust, að endurnýja að fullu  vinnslulínu um borð í frystitogaranum Barða NK-120.  Gerður var samningur við Slippinn ehf. á Akureyri um hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum fiskvinnslubúnaði um borð í Barða NK og hófst smíðin á því í september.  Allur eldri búnaður var rifinn úr skipinu í heimahöfn skipsins í Neskaupstað. Fyrirkomulag á vinnsludekki er hannað af Slippnum ehf. þar sem öllum búnaði er komið fyrir á mjög hagkvæman hátt þar sem tekið er tillit til m.a. óska áhafnar um betri vinnuaðstöðu og gott flæði hráefnis frá fiskimóttöku að frystilest skipsins.  Slippurinn ehf. hafði einnig umsjón með öllum undirverktökum og innkaupum.
Barði  NK-120 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1989 og hefur í gegnum tíðina reynst vel.  Mikill og góður efniviður er í skipinu og því var ákveðið að ráðast í þessar miklu endurbætur.  Síldarvinnslan hf  hefur ávallt lagt mikla áherslu á að styrkja íslenskan iðnað og á það sérstaklega við á þessum tímum, því var sú stefna tekin strax frá byrjun að sem mest af búnaði skyldi vera íslenskur. Slippurinn ehf. hefur mikla reynslu af hönnun og smíði á vinnslulínum um borð í togurum og var því ákveðið að ganga til samninga við þá um verkið í heild sinni en fjöldi verktaka og  annarra aðila kom að þessu verki og þar má helsta nefna:

  • Vinnslubúnaður.            Slippurinn ehf, Akureyri
  • Fiskvinnsluvélar.            Vélfag ehf, Ólafsfirði
  • Rafmagn og stýringar.    Rafeyri ehf, Akureyri
  • Flokkari og vogir.           Marel ehf, Garðabæ
  • Frystitæki.                    Frost ehf, Akureyri
  • Vinnslubúnaður.            Klaki ehf, Kópavogi                      

Við breytingarnar eykst afkastagetan á hinu nýja vinnsludekki  til muna og er gert ráð fyrir að frystigetan verði allt að 50 tonn á sólarhring.  Fiskvinnsluvélar eru hannaðar og smíðaðar hjá fyrirtækinu  Vélfag ehf. á Ólafsfirði og eru þær að ýmsu leyti frábrugðnar  vélum annarra framleiðenda. Vélarnar eru nær eingöngu smíðaðar úr ryðfríu stáli og plasti á meðan erlendir framleiðendur, sem hingað til hafa verið allsráðandi á íslenskum markaði notast mikið við ál og álblöndur sem vilja tærast við notkun um borð í skipum.  Reynslutölur sýna að íslensku vélarnar skila betri nýtingu eða allt að 2%.

Það sem vekur hvað helst athygli við þetta nýja vinnsludekk er að öll hönnun,  smíði  og uppsetning  búnaðar er nær eingöngu unnin  af Íslendingum á Íslandi. Mikill  fjöldi fólks kemur að svona verkefni sem sameinar íslenskan hátækniiðnað, hugvit og verkkunnáttu.  Verkefnið hefur skapað u.þ.b. 40  störf á verktímanum, en smíði og uppsetning hefur tekið rúmlega 3 mánuði.

Heildar kostnaður við verkið er u.þ.b. kr. 200 milljónir og það er mjög ánægulegt að sjá það fé alfarið renna til íslensks iðnaðar og er Síldarvinnslan hf. mjög stolt af því.

Barði NK-120 heldur væntanlega til veiða í stuttan reynslutúr þar sem búnaðurinn verður prófaður.

Síldarvinnslan hf  vill þakka starfsmönnum Slippsins ehf. og öllum þeim fjölmörgu sem hafa komið að verkinu og lagst á eitt um að láta tímarammann standast.  Sýnir þetta verk vel þau margfeldisáhrif sem  sjávarútvegur á íslandi hefur á íslenskan iðnað. 

Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf

11.12.2009 23:36

Skipsbruni


                                                 Skipsbruni Ljósmyndari Óþekktur
Þá er spurningin hvaða skip er þetta og hvar gerðist þetta

11.12.2009 06:42

Stapavik SI 4


                            Stapavik SI 4 ©Mynd Þrándur Baldursson
Stapavik SI 4 og sennilega er skuttogarinn Siglfirðingur SI 150 þar fyrir aftan mynd úr safni

09.12.2009 21:27

Bjarmi EA


                              Bjarmi EA (SI ) © mynd úr safni Hauks Gunnarssonar

Bjarmi EA á þorsknót við Langanes  árið 1975 hvað er vitað um þennan bát og afdrif hans

09.12.2009 08:42

Skálaberg i Múrmansk


                                            Skálaberg ©mynd  Eli Poulsen
               Færeyskum togara haldið í Múrmansk í þrjár vikur
 

Færeyska togaranum Skálabergi hefur verið haldið í Múrmansk í tæpar þrjár vikur vegna meintra ólöglegra veiða í Barentshafi en ekki er enn ljóst hvenær rússneskur dómstóll tekur málið fyrir.

Eigendur togarans segjast hafa lagt fram tryggingu að andvirði 5,3 milljóna danskra króna, sem svarar um 130 milljónum króna, en engin lausn sé í sjónmáli. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki lagt fram kröfu um sekt eða skýrt frá því hvenær dómsmálið verði tekið fyrir.

Rússneskt varðskip tók togarann til hafnar 19. nóvember vegna meintra ólöglegra veiða í Barentshafi. Eigendur togarans segja að um misskilning sé að ræða því togarinn hafi veitt upp í kvóta annars færeysks togara sem var seldur fyrr á árinu.

Í togaranum voru 32 skipverjar og útgerðin hyggst senda flesta þeirra heim til Færeyja
skipið herur verið selt til japanskra aðila og var afhending 15 des og er ljóst að af þvi verður ekki nema að lausn finnist að þessari millirikjadeilu Heimild að hluta www.mbl.is viðbót af fréttavefnum www.bluepulz.com"Skálaberg" is sold to a Japanese company operating in Argentina for DKK 200 mln and should be delivered latest on the 15th of December, so the time pressure is making the situation even more stressed for the owner.

08.12.2009 20:50

Fréttir


                                         Gámalöndun Mynd © þorgeir Baldursson

 

Álag á óvigtaðan afla sem fluttur er á markað erlendis

þriðjudagur 8.des.09 14:50
Til að jafna stöðu þeirra sem ljúka vigtun sjávarafla hér á landi og þeirra sem vigta afla sinn erlendis hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason nú ákveðið að frá og með næstu áramótum skuli  botnfiskafli sem fluttur er óunninn á markað erlendis án þess að hafa verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu reiknaður með 5% álagi til aflamarks.
 
Að svo stöddu er fallið frá hugmyndum um breytingar á reglum um vigtun og skráningu sjávarafla sem kynntar voru í október sl. og að sama skapi verða undanþágur til vigtunar erlendis ekki afnumdar. Til athugunar er þó áfram sérstakt fyrirkomulag vigtunar á fiskmörkuðum. Aðilar sem fyrirhuga að flytja út óvigtaðan afla þurfa eftir sem áður að skrá afla sinn á Fjölnetið og hefur ráðherra í hyggju að setja frekari reglur um uppoðið í þeim tilgangi að hvetja til þess að viðskipti með afla geti orðið. Breyttar reglur snúa m.a. að hámarksstærð eininga sem boðin eru og gengið verður fastar eftir því að allur óvigtaður afli verði boðinn upp í gegnum Fjölnetið.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason tiltekur jafnframt að stefna ríkisstjórnarinnar í þessum efnum er skýr. Af því leiðir að verði þessar ráðstafanir ekki til þess að tryggja betra aðgengi fiskvinnslna að íslenskum fiski mun ráðuneytið án alls vafa grípa til frekari ráðstafana í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. maí kemur skýrt fram að knýja eigi á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað. Þann 28. október sl. voru kynntar að hálfu Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áformaðar breytingar á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er varða útflutning á óvigtuðum afla íslenskra skipa og framkvæmd úrtaksvigtunar við endurvigtun sjávarafla.

Aðilum var gefinn kostur á því að koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið og bárust 29 athugasemdir frá einstaklingum, hagsmunasamtökum og öðrum sem málið varðar. Af fram komnum athugasemdum má ráða að fyrirhugaðar breytingar hefðu í för með sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir útgerðarmenn sem hafa hug á því að flytja óvigtaðan afla á markað erlendis án þess þó að tryggja að aðgengi innlendra kaupenda að aflanum væri aukið, sem er það markmið sem stjórnvöld hafa stefnt að. Meginreglan hlýtur ávallt að vera sú að allur afli af Íslandsmiðum skuli vigtaður hér á landi og  slík tilhögun má aldrei verða mönnum í óhag. Fyrir því eru m.a veigamikil rök er snerta fiskveiðistjórnunina. Fyrir liggur að fiskur rýrnar nokkuð á þeim tíma sem líður frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Má leiða líkur að því að þegar afli er fluttur úr landi til vigtunar á markaði erlendis líði almennt lengri tími þar til að vigtun kemur en þegar vigtun afla er lokið hér á landi og því hafi rýrnun orðið meiri en ella, segir í fréttatilkynningu.

08.12.2009 00:17

Undir sitthvoru nafninu SSNR 1343


                                      1343- Eyjaberg VE 62 © Mynd Þorgeir Baldursson

                           1343 - Magnús SH 205 © Mynd Alfons Finnson 2008
Hérna koma tvær myndir af sama bátnum undir sitthvoru nafninu hvar var hann smiðaður og á hann sér systurskip i islenska flotanum

07.12.2009 22:14

Ásta B T-3-T


                                          Ásta B T-3-T © Mynd Gretar þór

Ný Cleopatra 50 afgreidd til Tromsø í Noregi 

Tímamót eru um þessar mundir hjá Bátasmiðjunni Trefjum ehf í Hafnarfirði.  Nú á dögunum var verið að afgreiða fyrsta bátinn af nýrri gerð sem hlotið hefur nafnið Cleopatra 50.  Cleopatra 50 er nú stærsti báturinn sem Trefjar framleiða.

  Fyrsti Cleopatra 50 báturinn sem nú er verið að afgreiða til Útgerðarfélagsins Eskøy AS í Tromsø er annar báturinn sem fyrirtækið fær afgreiddann frá Trefjum.  Í byrjun s.l. árs fékk útgerðin afhentann bátinn Saga K sem er af gerðinni Cleopatra 36.

Eskøy AS er í eigu þriggja Íslendinga Bjarna Sigurðssonar sem búsettur hefur verið í Noregi um áratuga skeið og bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldasona.  Helgi verður skipstjóri á nýja bátnum.


Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Åsta B. Báturinn er 15m langur og 4.65m breiður og mælist 30brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6AYM-ETE 990hp tengd ZF gír. Í bátnum eru tvær ljósavélar af gerðinni Westerbeke. Ískrapavél er frá Kælingu ehf.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC, Wassp og Olex frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki.  Beitningavél og rekka kerfi fyrir 28.000 króka er frá Mustad.  Íslensk pokabeituvél er frá Bernsku ehf. Línuspil og færaspil er frá Beiti ehf.  Í bátnum er einnig fullkominn þvotta og slægingarlína frá 3X stál.

Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L frá Ásafli ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 23stk 660lítra og 19stk 400L kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

Bátnum verður silgt yfir hafið til Noregs á næstunni og er reiknað með að hann hefji veiðar fyrir jól.


TREFJAR LTD

HJALLAHRAUNI 2

222 HAFNARFJORDUR

ICELAND

TEL:  + 354 550 0100

07.12.2009 03:21

1430- Ægir Jóhannsson Þh 212


                                  1430 Ægir Jóhannsson Mynd úr safni Hauks Gunnarssonar
Hérna kemur mynd þegar Ægir Jóhannsson ÞH 212 kemur nýr til heimahafnar á Grenivik árið 1975

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 515
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606225
Samtals gestir: 25631
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:59:16
www.mbl.is