Færslur: 2010 Febrúar14.02.2010 16:48Nýr Bátur á PatreksfjörðGeirseyri Ba 29 EX (Lárus EA 77)© Mynd þorgeir Baldursson 2010 Eigandi Geirseyri BA 28 ©mynd þorgeir Baldursson 2010 Gert klárt til Flutnings vestur ©Mynd þorgeir Baldursson 2010 I dag var fluttur frá Akureyri Lárus EA 77 en hann hefur verið seldur vestur á Patreksfjörð Báturinn mun fá nafnið Geirseyri BA 28 og mun stunda veiðar i strandveiði kerfinu Skrifað af Þorgeir 14.02.2010 15:49Góður Gangur i loðnuveiðumErika GR-18-119 ©mynd svafar Gestsson 2010 Vilhelm þorsteinsson EA 11© mynd Svafar Gestsson 2010 Góður gangur hefur verið i loðnuveiði siðasta sólahringinn og hafa skipin verið að fylla sig i þremur til 5 köstum Jóna Eðvalds er að koma til hafnar á Hornafirðið i dag Við tókum skammtinn okkar 700 tonn í 3 köstum vestan við Reykjanes í gær. Gáfum þeim á Eriku 40-50 tonn og Vilhelm Þorsteins 100 tonn.
Skrifað af Þorgeir 13.02.2010 16:04LoðnufréttirGuðmundur VE 29 ©Mynd Áhöfn Eddi Grétars og Konstantín koma loðnunni í tækin ©Mynd Áhöfn Peskallinn kemur frosnum blokkum á færibandið áleiðis í pökkun ©mynd Áhöfn Guðmundur VE við Bryggju i Eyjum ©Mynd Óskar P Friðriksson . Guðmundur VE 29 mun landa i Eyjum i kvöld eða i fyrramálið aflinn er mjög góður eða á Skrifað af Þorgeir 13.02.2010 10:20Norðborg KG 689 I EyjumNorðborg KG 689 ©Mynd Óskar P Friðriksson Við Bryggju i Eyjum ©mynd Óskar P Friðriksson Nótin tekin ©mynd Óskar P Friðriksson Nótin tekin um borð ©mynd Óskar P Friðriksson Horft frammeftir dekkinu ©mynd Óskar P Friðriksson 18 metra Breiður ©mynd Óskar P Friðriksson Nótinn sett i Kassan ©mynd Óskar P Friðriksson Vinnslan ©mynd Óskar P Friðriksson Lestin ©mynd Óskar P Friðriksson Gúanó ©Mynd Óskar P Friðriksson Brúin ©Mynd Óskar P Friðriksson Borðsalurinn ©mynd Óskar P Friðriksson Setustofan ©mynd Óskar P Friðriksson Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta sendi mér nokkar myndir frá komu skipsins til Eyja og hérna biritast þær BESTU ÞAKKIR Óskar fyrir afnotin Stórt og mikið uppsjávarskip frá Færeyjum kom við í Eyjum í nótt, Norðborg að nafni. Skipið var að taka nót um borð en nokkrir Eyjamenn notuðu tækifærið, fóru á fætur klukkan þrjú í nótt og fengu að fara í skoðunarferð um skipið undir leiðsögn skipstjóra þess, Jóns Rassmundsen. Meðal þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari en eftir skamma stund verða settar fleiri myndir hér inn frá ferðinni. Ekkert skip er jafn stórt og Norðborg og má gera ráð fyrir því að ekki hafi stærra fiskveiðiskip lagt að bryggju í Eyjum. Eins og áður sagði er skipið gríðarstórt, 83 metrar að lengd og 18,3 metrar á breidd. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 70,5 metra langur og 16 metra breiður. Um borð í Norðborg er pláss fyrir 1350 tonn af frystivöru og kælitankar skipsins bera 1100 tonn. Um borð er mjölbræðsla og er hægt að geyma 350 tonn af mjöli í skipinu. 29 eru í áhöfn Norðborgar og um borð eru þrír lyftarar en skipið er svo til nýtt, var tilbúið í maí 2009. Þannig að það má með sanni segja að Norðborg sé ekkert minna en fljótandi fiskvinnsla.
Skrifað af Þorgeir 11.02.2010 22:30Klakar i WiskyiðVið strönd Grænlands ©mynd Jóhannes Sigurðsson 2009 Siglt að ismolanum ©mynd Jóhannes Sigurðsson Kraninn gerður klár ©mynd Jóhannes Sigurðsson kominn með fyrstu færuna ©mynd Jóhannes Sigurðsson og innfyrir með klakann ©mynd Jóhannes Sigurðsson Kallarnir að græja ©mynd Jóhannes Sigurðsson Þá birtist selur ©mynd Jóhannes Sigurðsson Dagurinn á enda ©mynd Jóhannes Sigurðsson 2009 Jóhannes Sigurðsson skipstjóri Sikuk GR ex(Sunnuberg Gisli Árni) hefur verið við strendur Grænlands og farið á milli fjarða til að ná i ismola sem að eru svo settir ofan i lest með þessum krabba og siðan er klakinn seldur veitingahúsum i Canada og Bandarikjum fyrir dágóða upphæð Skrifað af Þorgeir 11.02.2010 10:48Hábergið EA 299 selt úr landiHáberg EA 299 ©Mynd þorgeir BALDURSSON 2009 Dótturfélag Samherja H/f Hjalteyrin EHF hefur selt til Noregs tog og nótaskipið Háberg EA 299 skipið mun fá nafnið Ostanger og mun skipið verða skráð i Bergen það er fyrirtækið Ostanger A/s i Torangsvag sem að kaupir skipið og mun það verða afhennt innan tveggja vikna ástæða sölunnar mun vera þverrandi kvótastaða i uppsjávarveiði sem að ekki sjái fyrir endan á komandi árum Skrifað af Þorgeir 10.02.2010 10:59Loðnuveiðar 2010Bjarni Ólafsson AK 70 ©Mynd Svafar Gestsson Börkur NK 122 ©Mynd Svafar Gestsson Súlan EA 300 ©Mynd Svafar Gestsson Á Dekkinu á Jónu Eðvalds SF 200 ©Mynd Svafar Gestsson Matti kokkur og Óli löndunnarstjóri ©mynd Svafar Gestsson Hérna koma nokkrar myndir af loðnuveiðum 2010 þar sem að skipin voru stödd útaf Þorlákshöfn seinnipartinni gær myndirnar tók Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 og kann ég honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin Skrifað af Þorgeir 10.02.2010 01:27Hvanney SF kemur til löndunnarHvanney SF 51©Mynd Andri Snær Þorsteinsson 2010 Þorsteinn Guðmundsson skipstjóri ©Mynd Andri Snær Þorsteinsson Löndun úr Hvanney SF 51 ©Mynd Andri Snær Þorsteinsson Mjög góð aflabrögð hafa verið hjá hornfirskum bátum það sem af er árinu og ekki hægt að segja annað en að nóg sé af þeim gula i sjónum meðfylgjandi myndir voru teknar i dag þegar Hvanney kom úr róðri Skrifað af Þorgeir 08.02.2010 21:54Vilhelm með fullfermi af frostnuGuðmundur Jónsson skipstjóri ©mynd þorgeir Baldursson Vilhelm Þorsteinsson EA 11 ©mynd þorgeir Baldursson Fjölveiðskip Samherja H/F Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er nú á leið til Norðfjarðar með góðan afla 540-570 tonn af frosinni loðnu hrognainnihald er um 19% auk vilhelms er Súlan EA 300 að landa um 600 tonnum á Norðfirði aflabrög hafa verið með besta móti eftir að hún fór að gefa sig og vonandi sér nú sjávarútvegsráðherra að sér og gefur út allmennilegan kvóta svo að eitthvað fari nú að koma i kassann Skrifað af Þorgeir 07.02.2010 23:31Rækjustrið um Flæmska HattinnOcean Prawns © mynd þorgeir Baldursson Ocean Prawns landar rækju i Harbore Grace á Nýfundalandi og var aflinn um 700 tonn iðnaður og suðaRækjustríð við KanadaGrænlensk og færeysk rækjuskip fá ekki að koma til hafnar í Kanada frá 15. febrúar nema þau dragi verulega úr afla sínum.
Kanadísk stjórnvöld saka Grænlendinga og Færeyinga um ofveiði á Flæmingjagrunni, alþjóðlegu hafsvæði út af austurströnd Kanada. Þeir hafa sjálfir skammtað sér 3100 tonna kvóta. Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið segir að kvóti þeirra sé 334 tonn eins og NAFO hafi ákveðið. Danir, sem semja fyrir hönd Grænlands og Færeyja, telja ríflega 3100 tonna kvóta eðlilegan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rækjuveiðarnar valda deilum. Grænlensk og færeysk rækjuskip fengu ekki að landa í Kanada frá því í desember 2004 og fram í mars í hitteðfyrra. Fyrir Grænlendinga skiptir löndunarbannið litlu máli en þeim mun meira máli fyrir Færeyinga. Færeysku skipin, sem eru mun stórtækari í veiðunum, verða nú að landa í Reykjavík eða sigla heim til Færeyja. frettir@ruv.is Skrifað af Þorgeir 07.02.2010 11:57Svipmyndir úr siðasta túrStroffan sett á belginn © mynd þorgeir Baldursson Trollið yfirfarið ©mynd þorgeir Lásað i upphalarakeðju ©mynd þorgeir Lásað i hlerann ©mynd þorgeir Baldursson Sólbakur EA 1 kom til hafnnar á Akureyri um kl 21/30 i gærkveldi með góðan afla um 90 tonn hérna kemur smá myndasyrpa úr siðasta túr Skrifað af Þorgeir 02.02.2010 08:12Rækjuveiðar á DornbankaNökkvi HU 15 ©Mynd Brói Alla Guðmundur Guðjónsson BA ©Mynd Brói Alla Sunna SI ©mynd Brói Alla Áhöfnin á Júlla Havstein ÞH 1 ©Myndasafn Bróa Alla 1991 Svipmyndir af Rækjuveiðum á Dornbanka i kringum 1990 allar myndirnar eru úr safni Guðmundar Aðalsteinssonar og vil ég þakka honum Kærlega fyrir Afnotin á myndunum Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061976 Samtals gestir: 50970 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is