Færslur: 2010 Apríl

17.04.2010 11:47

Gert klárt á Úthafskarfann


                        Rússar i Hafnarfirði © Mynd Magnús Jónsson

                            Dorado i Hafnarfirði © Mynd Magnús Jónsson

                                             Oliutaka © Mynd Magnús Jónsson

                               Tveir Rússatogarar i Hafnafjarðarhöfn © Mynd Magnús Jónsson

                                         Orlik Russi © Mynd Magnús Jónsson

                             Áhafnarskfti © mynd Magnús Jónsson 2010
Það var lif og fjör við höfnina i Hafnarfirði i gær þegar Rússneskur togari kom til hafnar með vistir og mannskap fyrir þau skip sem að hafa legið i höfninni i vetur og eru nú óðum að gera sig klár
á karfaveiðar á Reykjaneshrygg alls meiga skipin veiða frá 1april til 11 mai 3162 tonn en heildarkvóti
i kafa er 21083 tonn þar af eru 14758 tonn eða um 70% á merktum svæðum

16.04.2010 17:40

Niðurstöður togararalls vonbrigði

                               Þorskveiðar á sjó Mynd þorgeir Baldursson 

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Niðurstöður togararallsins vonbrigði

þorskur2Hafrannsóknastofnunin birti helstu niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum (togararallinu) í dag. Fram kemur að bráðabirgðastofnmat stofnunarinnar, sem byggir á aldursgreindum vísitölum og aldursgreindum afla, bendi til að stærð veiðistofns þorsks í ársbyrjun 2010 hafi verið nálægt því sem stofnunin bjóst við þegar stofnmat var gert á síðasta ári, eða rúm 720 þúsund tonn.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þessi niðurstaða sé vonbrigði og ef þetta gangi eftir þá verði aflamark í þorski lægra á næsta fiskveiðiári en það er nú samkvæmt þeirri aflareglu sem ríkisstjórnin samþykkti í fyrra.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að stórauka svokallaðar strandveiðar og að vegna þeirra verði dregin á milli 5 og 6 þúsund tonn frá afla- og krókaaflamarki í þorski á næsta fiskveiðiári. Friðrik segir að gangi þetta eftir þá verði einungis rúm 140 þúsund tonn til skiptanna á næsta fiskveiðiðári og af því fari væntanlega drjúgur hluti til að mismuna útgerðum með ýmsu móti. Hann segir það undarlega ráðstöfun að skerða enn aflaheimildir þeirra, sem hafa tekið á sig verulegar skerðingar á undanförnum árum til að byggja upp þorskstofninn og færa þær öðrum.

Friðrik spyr hvað sé eftirsóknarvert við að aðrir aðilar en þeir sem nú stunda fiskveiðar geri það.  "Hvað er eftirsóknarvert við að bankaútibússtjóri, starfsmaður vátryggingafélags eða fasteignasali, með fullri virðingu fyrir þeim öllum, stundi frekar fiskveiðar en þeir sem hafa þær að atvinnu? Af hverju vill ríkisstjórnin að atvinnumennirnir fari á atvinnuleysisbætur á meðan hundruð báta, sem engin þörf er fyrir, verða gerðir út með tilheyrandi kostnaði?" spyr framkvæmdastjóri LÍÚ.

Nánar má lesa um vorrallið hér


16.04.2010 16:55

Brettingur KE 50



                      1279-Brettingur KE50 mynd Þórarinn S Guðbergsson 

             Brettingur kemur til hafnar i Njarðvik mynd Þórarinn S Guðbergsson 

                            Tertan komin á Borð mynd þórarinn S Guðbergsson

           Magni Jóhannsson skipst við komuna til Njarðvikur i gær 
Allar myndir Þórarinn S guðbergsson skipasali www.alasund.is og kann ég þeim bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum skipið mun halda til veiða fljótlega 

16.04.2010 15:33

Stórþorskur i netin


                Vænn stórþorskur © Mynd þorgeir Baldursson
Þessi stórþorskur sem að skipverjarnir á Aron Þh 105 fengu i netin  i vikunni
vóg um 25 kg Óslægður það er skipstjórinn Stefán Guðmundsson
sem að heldur á ferlikinu

15.04.2010 13:16

Hvatningarverðlaun Samherja H/F


     Heimir Kristinsson © Mynd Þorgeir Baldursson 2009

Heimir er yfirvélstjóri á Snæfelli EA 310
 

Samherji hf. hefur veitt 14 af starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi  mætingu til vinnu á árinu 2009. Starfsmennirnir hafa hver um sig fengið ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur.  Það er stefna Samherja að stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna sinna.  Einn liður í því er að greiða niður kostnað við líkamsrækt og ýmsa íþróttaiðkun starfsmanna.  Á árinu 2009 nýttu um eitt hundrað starfsmenn sér sérstakan íþróttastyrk Samherja og hefur þeim sem nýta sér þennan styrk  farið stöðugt fjölgandi frá því byrjað var á þessum styrkveitingum fyrir sex  árum.  Samstarf Samherja og Heilsuverndar er hluti af þessari stefnu en það samstarf hefur gengið vel og heldur vel utan um heilsufar starfsmanna auk þess sem Heilsuvernd gefur reglulega út pistla um bætta heilsu sem dreift er á starfstöðvum félagsins.Annar angi þess að stu ðla að bættri heilsu starfsmanna er að sérstöku heilsuátaki hefur  verið hrint af stað á skipum Samherja.  Átakið felst m.a. í því að breyta mataræðinu um borð og stuðla að aukinni hreyfingu bæði um borð og í frítíma sjómanna.  Með því vonumst við til að álagstengdum slysum fækki og almennt heilbrigði aukist.Þetta verkefni hefur nú verið í gangi hjá Samherja í þrjú ár.  Við erum að ná sýnilegum árangri sem við erum ánægð með.   Við stefnum á nýju ári að því a&e th; gera enn betur og að meirihluti starfsmanna nýti  sér íþróttastyrkinn sem í boði er og fari í kjölfarið að stunda reglulega hreyfingu. Eftirtaldir starfsmenn hljóta hvatningarverðlaun Samherja fyrir árið 2009:

Gunnlaugur Valgeirsson

skipaþjónusta    

Teitur Arnlaugsson      Fiskeldi   

Gunnþór Guðmundsson     Fiskeldi   

Jóhann Pálsson    Oddeyrin EA-210  

Jóhann Valur Ólafsson   Vilhelm Þorsteinsson EA-11   

Brynjar Sigurðsson      Margrét EA-710   

Heimir Kristinsson      Snæfell EA-310   

Þórhallur Jóhannsson    Björgvin EA-311  

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson    Björgúlfur EA-312

Einar Guðmundsson Þorvarður Lárusson SH-129    

Eiður Arnar Sigurðsson  Dalvík     

Teresita Abellar Perez  Dalvík     

Elizabeth Remedio Rico  Dalvík     

Zbigniew Mozejko  Hausaþurrkun     

14.04.2010 22:09

Ný Cleopatra 31 til Bíldudals


                                             2781 Dúfan BA 122 © Mynd Högni Trefjar 2010

                                        2781 Ólafur Hf 51 © Mynd þorgeir Baldursson 2009

 

 

Útgerðarfélagið Þiljur ehf á Bíldudal fékk núna í vikunni afhentann nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Guðlaugur Hákon Þórðarson.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Dufan BA 122.  Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu.  Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er útbúinn 4stk DNG handfærarúllum.  Báturinn verður í strandveiðikerfinu í sumar.

Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.

 Báturinn Hét áður Ólafur hf 51 og fór i kringum landið siðastliðið sumar og var sýndur i fjölda plássa við góðar viðtökur

12.04.2010 22:39

Gömul mynd frá Akureyri


                                 Gömul mynd frá Akureyri © Mynjasafnið á Akureyri
Hvað gert menn sagt mér um þessa mynd Hvað heitir báturinn og við hvaða bryggju er þetta 
fleiri svona myndir biða svo birtingar þegar svör hafa borist við þessum spurningum

                                 © Mynd úr Safni Þorsteins Péturssonar                               


MB Kristján við Jötunheima Liv innaná og norsk.Tel að myndin sem þú ert að sína sé frá Krossanesi svona löndun held ég að hafi ekki viði í Jötunheimum.  Sendi þér mynd þar sem bryggjurnar í Jötunheimum og Krossanesi sjást.  MB Kristján og Liv við Jötunheima Norsk skip úti á legunni.

Kveðja Steini Pje

10.04.2010 07:32

Nýtt skip Samherja


                               Friðborg FD 242 © Mynd Jón Páll Ásgeirsson

                            Havborg FD 1160 © Mynd Jón Páll Ásgeirsson

                               Friðborg og Havborg © Mynd Jón Páll Ásgeirsson 2010
Færeysk og Grænlensk Rækjuskip hafa verið tiðir gestir i hafnafjarðar höfn þar sem að þau landa
og hafa áhafnarskipti einnig haf þau keypt þá þjónustu sem að þau þurfa fyrir næstu veiðiferð
Friðborg FD 242 hið nýja skip dótturfélags Samherja H/F i Bretlandi  kom til hafnarfjaðar i vikunni og mun skipið eiga að fara i slipp til nánari skoðunnar áður en gengið verður frá kaupunum einnig
var Havborg FD 1160  ex (Bessi is 410 )við kantinn að landa en ekki veit ég hversu mikinn afla skipið var með

09.04.2010 01:06

Skegla


         Búinn að sjá matinn ©mynd þorgeir Baldursson

     Þá er að hefjast handa © Mynd þorgeir Baldursson

                            Og vera snöggur að forða sér © Mynd þorgeir Baldursson

                                  Bless og takk fyrir mig © Mynd Þorgeir Baldursson
Skegla i matar leiðangri tekið um borð i Aron Þh 105  i Júli 1990 á Skjálfandaflóa

08.04.2010 15:25

Guðrún Björg ÞH 355


                      1097- GUÐRÚN BJÖRG ÞH 355 © Mynd þorgeir Baldursson
Hérna má sjá Guðrúnu Björgu ÞH ex Sæborg ÞH 55 koma til hafnar á Húsavik
skipstjóri var óskar Karlsson kendur við Höfða báturinn fórst i innsiglingunni i Grindavik 1992
að mig minnirhann var að koma úr netaróðri mannbjörg var  en báturinn hafði verið seldur til Hafnarfjaðar og fékk nafnið Ársæll Sigurðsson HF 80 kaupandinn var Viðar Sigurðsson Hvað voru margir bátar af þessari stærð smiðaðir

07.04.2010 21:32

Þekkja menn þennan

Jæja hérna kemur einn i viðbót úr Flekkefjörd fabrikkunni hvað heitir þessi og hvað varð um hann


07.04.2010 18:13

Hleramálun


                                  Hlerinn Málaður © mynd þorgeir Baldursson 2005
Þeir voru allbrattir Ólafur Guðnasson og Valgeir Baldursson Þegar siðueigandi smellti þessari mynd af þeim við að mála hlerann að innan svo að betur sjáist við að lása i og úr myndin er tekin um borð i Sólbak EA 7 sem að nú er Sóley Sigurjóns GK 200

05.04.2010 20:03

Löndun Eskifirði


                                 Sólbakur EA 1 Löndun mynd þorgeir Baldursson

                                      Risjótt tiðarfar © mynd þorgeir Baldursson
Sólbakur EA 1 landaði um 100 tonnum á Eskifirði i dag uppistaðan þorskur sem að fer i vinnslu
i hús Brims H/f á Akureyri og eins og sjá var veðrið ekki uppá marga fiska risjótt og blautt skipið hélt svo til veiða eftir löndun um kl 19/30

05.04.2010 09:36

Hvaða togari er þetta

Þessi togari er einn nokkurra systurskipa sem að flest eða öll voru smiðuð i Noregi Þá er spurt hvaða skip voru þetta hvað hétu þau við sjósetningu og að lokum hver urðu afdrif þeirra

                                                Óþekktur togari ©Mynd þorgeir Baldursson



04.04.2010 07:55

Gleðilega Páska


                 Páskakveðjur © Mynd þorgeir Baldursson 2010
Sendi öllum lesendum siðunnar minar bestu páskakveðjurmeð þökkum fyrir innlitið góðar stundir
Málsháttur Dagsins   Sælla er að gefa en þiggja

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1274
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1079408
Samtals gestir: 51444
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:46:24
www.mbl.is