Færslur: 2010 Maí

11.05.2010 10:59

Margret EA 710 Seld Sildarvinnslunni


                                 Margret EA 710 © Mynd þorgeir Baldursson

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA-710

Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Margréti EA-710 af Samherja hf.  Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.  Aðalvél skipsins er Wartsila 11.000 hestöfl.  Tankarými er 2.100 m2 í tólf tönkum, tvö kælikerfi eru í skipinu samtals 1,5 millj. kcal, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

Skipið verður nefnt Beitir NK-123 og skipstjóri verður Sturla Þórðarson, skipstjóri á móti Sturlu verðu Hálfdán Hálfdánarson.  Sturla hefur verið skipstjóri á Berki NK.  Skipstjóri á Berki NK verður Sigurbergur Hauksson og á móti Sigurbergi verður Hjörvar Hjálmarsson en þeir hafa báðir verið skipstjórar á skipum félagsins.

Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.

"Síldarvinnslan hf. þekkir vel til skipsins enda hefur það landað í vinnslu hjá félaginu á undanförnum árum.  Samræmast þessi kaup vel auknum áherslum félagsins á frystingu uppsjávarfiska.  Við sjáum fyrir okkur aukinn hlut uppsjávarfiska til manneldis í framtíðinni.  Fjárfestingar félagsins og uppbygging síðustu ára hafa verið til að styrkja samkeppnisstöðu okkar á frystimörkuðum.

Þessi fjárfesting Síldarvinnslunnar byggir á því að sjárvarútvegsráðherra hefur úthlutað veiðiheimildum í makríl fyrir þetta árið.  Síldarvinnslan mun reyna að hámarka verðmæti þess afla sem fyrirtækið hefur aðgang að og eru kaupin á Margréti EA liður í því," segir á vef Síldarvinnslunnar

09.05.2010 21:33

Húsvikingur ÞH 1


                                          Húsvikingur ÞH 1 © Mynd þorgeir Baldursson

         Pétur Stefánsson afhendir Sigurjóni Benidiktsyni skipið © Mynd þorgeir Baldursson

           Skipstjórarnir Eirikur Siguðsson og Örn Stefánsson © Mynd þorgeir Baldursson

          Pétur Stefánsson og Einar Njálsson Bæjarstjóri © mynd þorgeir Baldursson
Hérna koma nokkrar myndir af kaupum Fiskiðjusamlags Húsavikur á rækjufrystitogaranum Pétri Jónssyni sem að fékk svo nafnið Húsvikingur ÞH 1 rekstur skipsins gekk vel framan af en svo fór afurðaverð að lækka og rekstrargrundvöllur fyrir rækju veiðar brást fór svo að lokum að skipið var
selt til rússlands þar sem að það er nú gert út

07.05.2010 12:03

Gandi VE 171


                              Gandí VE 171 kominn til heimahafnar i Vestmannaeyjum

               Gandi VE 171 siglir fyrir klettsnefið takið eftir Gosmekkinum úr Eyjafjallajökli
                                                 Mynd Óskar P Friðriksson

                         Kominn inná Klettsvikina © mynd Óskar P Friðriksson

                 Kristin Gisladóttir ekkja Gunnalaugs Ólassonar   Kristján E Gislasson skipstjóri
                              Binna forstjóra VSV © mynd Óskar P Friðriksson

                      Sóknarpresturinn Blessaði skip og áhöfn © mynd Óakar P Friðriksson

               Binni i vinnslustöðinni og Elliði Vignisson Bæjarstjóri voru Kampakátir
                                MYNDIR Óskar Pétur Friðriksson
                              
Gandí VE 171, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum kom til heimahafnar í fyrsta sinn í Gærkvöld.  Um er að ræða vinnsluskip á bæði uppsjávarafla og grálúðu en einnig er hægt að gera skipið út á ísfisk.  Talsverður fjöldi fólks tók á móti hinu nýja skipi Vinnslustöðvarinnar í Gærkvöldi.  Skipið er 57 metra langt, 13 metra breitt og aðalvélin er 3300 hestöfl.  Frystigeta um borð á uppsjávarfiski er 100 tonn.  Skipið var smíðað 1986 en mikið endurnýjað 2006 og er í góðu standi.  Skipið hét áður Rex HF 24 og var í eigu Sjávarblóms í Hafnarfirði.

Áætlað var að skipið færi einn túr á kolmunna en síðan tæki við veiðar og vinnsla

05.05.2010 18:51

Úthafskarfaveiði á Hryggnum


                            Trollið Tekið á Harðbak EA 303 © mynd Gauti Hauksson

          Góður Poki © mynd Gauti Hauksson

         komið inná dekk © mynd Gauti Hauksson

        smellpassar © mynd Gauti Hauksson
Þessar myndir sem að Gauti Hauksson sendi mér sýna gott karfahal um borð i Harðbak EA 303
á mektarárum karfaveiða á Reykjaneshrygg þetta hal er sennilega um 40 tonn hið minnsta
og voru þau oft svipuð og þetta jafnvel talsvert stærri hjá sumum skipanna

05.05.2010 10:23

Taurus við Grænland


                              Taurus © mynd úr safni Sigurðar Þorðarssonar
 F/T Taurus hefur verið á veiðum við Grænland undanfarið og hérna kemur ein mynd af skipinu
á togslóð i isnum

04.05.2010 17:38

Á Förnum sjó


                                  Grande San Paolo © mynd Eyjólfur Bjarnasson 2010

                                     Kinversk Gámaskip © mynd Eyjólfur Bjarnasson 2010

                                      Maersk Stockholm © mynd Eyjólfur Bjarnasson 2010
þessar skipamyndir sendi Eyjólfur Bjarnasson af skipum sem að urðu á leið þeirra en sem kunnugt
er þá fór skipið sem að hann er á i verkefni erlendis

03.05.2010 22:04

Nýr Formaður Hollvinafélags Húna 2


                           Þorsteinn Pétursson fráfarandi formaður Hollvina Húna II og núverandi varaformaður, með dætrum Sigurjóns Jóseps Friðrikssonar frá Felli í Breiðdal, við árabátinn sem þær færðu félaginu að gjöf. F.v. Helga, Stefanía og Friðbjörg © mynd Þorgeir Baldursson

                     Þorsteinn Pétursson og Hjörleifur Einarsson © mynd þorgeir Baldursson

                                Húni 2 á siglingu á pollinum © mynd þorgeir Baldursson

.

Reksturinn gengið vel

Hjörleifur Einarsson prófessor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri var kjörinn formaður Hollvina Húna II, á aðalfundi félagsins á sumardaginn fyrsta. Hann tekur við formennsku af Þorsteini Péturssyni, sem nú gegnir starfi varaformanns.

Aðrir í stjórn eru Víðir Benediktsson, Hallur Heimisson og Lárus List. Þorsteinn segir að aðalfundurinn, sem haldinn var um borð í Húna, hafi verið vel sóttur og mikil ánægja ríkt meðal fundarmanna. "Við Húnamenn höldum okkur alltaf réttu megin við núllið og söfnum ekki skuldum. Reksturinn hefur því gengið ágætlega og fyrst og fremst fyrir það að Hollvinir skila sínu starfi í sjálfboðavinnu. Ég er því mjög sáttur á þessum tímamótum. Húni er að verða eitt táknum Akureyrar og við bæjarbúar getum verið stoltir af því að eiga þetta stærsta eikarskip landsins," segir Þorsteinn. Alls eru skráðir yfir 100 Hollvinir.

Við upphaf fundarins tóku Hollvinir á móti höfðinglegri gjöf frá börnum Sigurjóns Jóseps Friðrikssonar frá Felli í Breiðdal, árabát, sem mun notast sem léttabátur hjá Húna. Það voru tveir Hollvinir, Ragnar Malmqvist og Elís Pétur Sigurðsson, sem gerðu árabátinn upp.

Þorsteinn segir að á síðasta ári hafi Húni farið í 75 ferðir með tæplega 3.000 farþega. Að auki komu 3.600 manns um borð í bátinn, flestir á Fiskidaginn mikla á Dalvík en þá komu yfir 2.000 manns í heimsókn. Um 600 manns komu í vetur á opna kaffistofu á laugardögum. Rekstur Húna verður áfram með svipuðu sniði að sögn Þorsteins. "Ég vona að okkur takist að halda uppi ferðum með grunnskólabörn í 6. bekk, sem við köllum frá; öngli í maga. Í sumar verðum við áfram með sögusiglingar á föstudagskvöldum og ferðir til Hjalteyrar á sunnudögum."

Húni fór í slipp á mánudag hjá Slippnum Akureyri. Botn bátsins er eins og nýr hefur ekki orðið fyrir tjóni í áranna rás.

01.05.2010 13:22

Trollið tekið á 1 mai 2010


                                   Pokinn kominn inná dekk © mynd þorgeir Baldursson 2010

         Leyst frá pokanum á 1 Mai © mynd þorgeir Baldursson

                           Sturtað niður i Móttöku ©mynd þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019460
Samtals gestir: 49948
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22
www.mbl.is