Færslur: 2011 Janúar

14.01.2011 07:34

Loðnuveiðar

                                   Sigurður Ve 15 Mynd þorgeir Baldursson

Loðnuskipin hafa fengið þokkalegan afla síðustu daga á miðunum austur og norðaustur af landinu. Um tugur skipa er byrjaður veiðar og fer aflinn ýmist í frystingu eða bræðslu.

Veður hefur verið rysjótt frá því að veiðar hófust eftir áramót. Loðnan gengur mjög austarlega og í gær stækkaði sjávarútvegsráðuneytið hólf þar sem leyft er að veiða með flotvörpu um 40 mílur austur á bóginn.

Haft er eftir Albert Sveinssyni skipstjóra á vef HB Granda að aflinn hafi fengist norður af Langanesi. Mjög slæmt veður hafi verið alla veiðiferðina og sjólag þannig að það hafi verið á mörkum þess að hægt væri að stunda veiðar.Heimild Mbl.is

14.01.2011 00:51

1320-Svanborg Ve 52


                1320 Svanborg VE 52 © Mynd þorgeir Baldursson
Hvar er þessi bátur smiðaður hvaða nöfn hefur hann borið og hvað varð um hann

11.01.2011 22:15

Lundey NS landar loðnu á Vopnafirði

Lundey á siglingu.

Lundey á siglingu. www.hbgrandi.is

Áhöfn uppsjávarskipsins Lundey NS kom til hafnar á Vopnafirði á miðnætti með um 680 tonn af loðnu. Þetta kemur fram á vef HB Granda.

Loðnan er heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramót að sögn Magnúsar Róbertssonar, vinnslustjóra HB Granda. Magnús segir góðan hluta aflans henta til frystingar. Annað fari til bræðslu.

Vika er síðan Lundey NS hóf leit á loðnu í samræmi við áætlun Hafrannsóknarstofnunar. Leitin hófst á Vestfjarðamiðum. Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri, segir að aðstæður hafi verið hinar verstu.

"Við byrjuðum í Víkurálsbotninum og fórum þaðan út í kantinn en urðum ekki varir við loðnu fyrr en við komum á Halann. Þar lóðaði á loðnu og samkvæmt upplýsingum frá skipstjórum togara, sem þar voru að veiðum, var fiskurinn kjaftfullur af loðnu. Við áttum að fara norðar til að kanna svæðið þar en urðum frá að hverfa vegna hafíss og svo var veðrið snælduvitlaust eins og það er reyndar búið að vera frá áramótum og er enn," segir Arnþór í viðtali við vefsíðuna. Frá Vestfjarðamiðum var ferðinni heitið austur á Kolbeinseyjarsvæðið. Þar tók ekki betra við.

"Við áttum að leita á svæðinu vestan við Kolbeinsey og fara síðan langt norður fyrir eyna en við gáfumst upp á því. Þarna var haugabræla, 20-25 m/s, og mikil ísing. Veður fór versnandi og því fórum við til hafnar á Húsavík þar sem við biðum bræluna af okkur."

Lundey fór til loðnuveiða sl. sunnudagsmorgun og að sögn Arnþórs var stefnan þá tekin á svæðið norður af Langanesi.

"Við urðum varir við mikið líf á leiðinni og það vantaði a.m.k. ekki hvalina, þeir voru út um allt. Það brældi hressilega en við tókum tvö hol og í seinna skiptið toguðum við bara í um tvo tíma," segir Arnþór. Nokkur skip eru að veiðum á þessum slóðum um þessar mundir, á um 67°N. Einnig hefur orðið vart við loðnu sunnar og nær landi og benda fyrstu fréttir til þess að loðnan þar sé heldur stærri en sú sem skipin voru að fá norðar á veiðislóðinni.Heimild Mbl.is

11.01.2011 13:12

Arnarborg við bryggju á Nýfundalandi


                                     Arnarborg Belze © Ljósmyndari Óþekktur

                                 2270-Arnarborg EA 316 © Mynd þorgeir Baldursson 1996
Hérna var Arnarborgin á rækjuveiðum á Flæmskahattinum 1996 og var þá i eigu Snorra Snorrasonar
Útgerðarmanns sem að var frumkvöðull i rækjuveiðum við island

10.01.2011 01:30

EX Svalbakur EA 2


                                     Ex Svalbakur EA 2 Ljósmyndari Óþekktur
Hérna er skipið að koma til hafnar á Nýfundalandi en þetta skip var talsverðan tima i eigu
Útgerðarfélags Akureyringa hvað var svo um það og hvað heitir það i dag

09.01.2011 12:44

Þorleifur EA 88


                                    Þorleifur EA 88 © mynd Þorsteinn Fr Guðmundsson

                       Þorleifur kemur til Siglufjarðar © mynd Þorsteinn Fr Guðmundsson

                    Landað úr Þorleifi EA  á Sauðarkróki © mynd þorsteinn Fr Guðmundsson
Þessar myndir af þorleifi EA88 sendi mér Þorsteinn Fr Guðmundsson til birtingar á siðunni og
kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

08.01.2011 19:07

Eyborgin ST 59 Heldur til veiða


                                  Eyborg ST 59 Mynd þorgeir Baldursson 2011
Eyborg ST 59 sem að hefur verið skráð á Hólmavik lét úr höfn á Akureyri um hádegisbilið i dag undir
stjórn Randvers Sigurðssonar skipstjóra  en skipið er búið að liggja við bryggju i talsverðan tima vegna aflaleysis i rækjuveiðum hér við land og hér má sjá skipið á leið út Eyjafjörð i dag

07.01.2011 01:10

Leiðindaveður á Akureyri

             Guðmundur Guðmundsson Stýrimaður á Björgúlfi sendi mér þessar myndir i dag en þeir
bættu við endum i morgun milli kl 8 og 9 til að tryggja öryggi skipsins við bryggju Hjálpuðu 
 björgunnarsveitarmenn  áhafnarmeðlimum að bæta endunum við   en allt gekk vel og engin Hætta var á ferðum 
          Annsans bræla og mikill skafrenningur á Dalvik ©mynd Guðmundur Guðmundsson
                        Fremur hvasst á Dalvik i dag © mynd Guðmundur Guðmundsson 
  
              Björgúlfur EA 312 við bryggju á Dalvik i dag © Mynd Guðmundur Guðmundsson

             Frosti ÞH 229 og Jökull ÞH 259 við slippkantinn  © mynd Þorgeir Baldursson

                               Sólbakur EA við ÚA bryggjuna mynd þorgeir Baldursson
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á sex stöðum frá því um kvöldmatarleytið vegna óveðurs. Á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum og á Reyðarfirði þar sem þakplötur losnuðu, á Egilsstöðum þar sem klæðning losnaði af gróðurhúsi, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Björgunarsveitin á Húsavík sækir nú starfsmenn orkuveitu er sitja fastir í snjó við Laxamýri.
 
Einnig hafa björgunarsveitir í Reykjanesbæ og Sandgerði verið í viðbragðsstöðu í húsum sínum í kvöld að beiðni lögreglu. nokkrir togarar liggja i vari undir Hótel Grænuhlið og ennfremur liggja þrjú frystiskip inni á Dýrafirði svo að nokkur skip séu upptalin Guðmundur ve skip isfélags vestmanneyja
er á leið austur með landinu áleiðis til sildveiða við Noregsstrendur Hafránnsóknarskipið Árni Friðriksson RE er úti fyrir Höfn á Hornafirði og biður þess að veðrið gangi niður

06.01.2011 14:57

Samherji færir út kvíarnar erlendis


                                Arctic Warrior H 176 © Mynd þorgeir Baldursson                   


Breska sjávarútvegsfyrirtækið UK Fisheries, sem Samherji á helmingshlut í á móti Parlevliet & Van der Plas, hefur keypt franska sjávarútvegsfyrirtækið Euronor. Það félag stundar öðru fremur veiðar og vinnslu úr ufsa og þorski.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta eru önnur kaup UK Fisheries á skömmum tíma, að því er greint var frá á vef Intrafish á dögunum. Hinn 17. desember sl. keypti UK Fisheries spænska fyrirtækið Pesquera Ancora sem áður var í eigu norska félagsins Aker Seafood. Þar ræður norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke ríkjum.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og jafnframt eigandi þriðjungshluta í fyrirtækinu, segir að þessi félög séu með samtals um tíu skip í rekstri. Spænska félagið er með þrjú skip, þó ekki allt árið um kring, sem veiða innan kvótakerfis ESB, einkum í Barentshafi og við Svalbarða.

Euronor hefur verið með sjö skip, þar af þrjá frystitogara, á sínum snærum. Fyrirtækið er einkum stórt í veiðum og vinnslu á ufsa. Það framleiðir um 16 þúsund tonn árlega inn á ufsamarkað.

Kristján vildi ekki tjá sig um hver verðmiðinn væri á þessum fyrirtækjum, að öðru leyti en því að hann teldi hann vera ásættanlegan. Heimild Skip.is

                    

05.01.2011 13:45

Flosi IS 15


                                     977-Flosi IS 15 á lögginni © Ljósmyndari Óþekktur
 Flosi is á sildveiðum fyrir mart löngu siðan hvað varð um þetta skip

04.01.2011 01:25

Fame sekkur


                                 Togarinn Fame sekkur Ljósmyndari óþekktur

                                              Fame að sökkva Ljósmyndari Óþekktur
Er einhver sem að veit hvað gerðist þarna og i öðru lagi hvaðan var þetta skip hef litið i höndunum um þetta skip og enn minna hvað gerðist þarna

02.01.2011 10:47

Dalvikur togarar


                           Björgúlfur EA 312 við bryggju á Dalvik © mynd Halldór Gunnarsson

            Björgvin og Björgúlfur við bryggju á Dalvik  i gær © mynd Halldór Gunnarsson
Samherjaskipin Björgvin og Björgúlfur voru við bryggju á Dalvik i gær með jólaseriurnar uppi
en skipin hafa fikuðu vel á siðasta ári sem og önnur skip Samherja samstæðunnar

Björgvin EA, sem var að mestu leyti á frystingu, var með næst mesta aflaverðmætið, eða um 1.750 milljónir króna og 5.760 tonna afla. Frystitogarinn Snæfell EA var með um 1.450 milljónir króna í aflaverðmæti og rúmlega 5.800 tonna afla. Frystitogarinn Oddeyrin EA var með 1.300 milljóna króna aflaverðmæti og tæplega 5.000 tonna afla. Fjölveiðiskipið Kristína EA var með 1.300 milljónir króna í aflaverðmæti á árinu og var afli skipsins um 13.400 tonn. Þá var aflaverðmæti ísfisktogararns Björgúlfs EA 1.050 milljónir króna og aflinn um 4.760 tonn.

Tvö af skipum Samherja, Björgvin EA og Björgúlfur EA, voru á veiðum á milli jóla og nýárs. Hráefnið fer til vinnslu í landvinnslu Samherja á Dalvík en vinnsla þar hefst á ný nú strax á nýju ári. Afli og aflaverðmæti skipanna hefur því aukist enn frekar þessa síðustu daga ársins 2010.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir árið 2010 hafi verið gjöfult. Aflabrögð hafi verið góð og vel hafi gengið að selja afurðir. "Það er hins vegar mikil óvissa varðandi árið 2011, sem er mjög óþægileg staða. Það er verið að vinna drög að nýjum lögum um stjórn fiskveiða og núverandi ríkisstjórn stefnir að því að koma þeim í gegnum þingið á árinu. Við vitum ekkert hvað þessi lög koma til með að fela í sér en yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra hingað til eru ekki til þess fallnar að auka bjartsýni okkar. Það liggur fyrir að gera nýja kjarasamninga við sjómenn en það verður ekki hægt á meðan þessi óvissa ríkir," sagði Kristján.

Varðandi veiðar á árinu 2011 segir hann að það líti vel út með loðnuna og hann vonast til þess að það verði innistæða fyrir meiri loðnukvóta. "Aftur á móti er kolmuninn dottinn út en skip okkar voru í nokkurra mánaða verkefnum við kolmunaveiðar. Það verður samtals um 30% samdráttur í veiðum á norsk-íslensku síldinni og óvissa er með íslensku síldina. Á móti kemur að það lítur vel út með makrílinn," sagði Kristján.

Heimid.www.vikudagur.is

01.01.2011 09:20

Áramótakveðja


                     Samherjaskip við Bryggju á Akureyri © mynd þorgeir Baldursson 2011
Minar bestu nýársóskir til allra þeirra sem að heimsækja siðuna með þökkum fyrir innlitin á Árinu
sem að var að liða
Að venju voru skip Samherja H/F prýdd jólaljósum um Áramótin og hérna má sjá þrjú þeirra
fv Snæfell EA 310 ,Oddeyrin EA 210, og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 en alls fiskuðu þessi
þrjú skip um 60.800 tonn að verðmæti um 6.050.000.000 króna og var mjög góður gangur hjá öllum skipum samstæðunnar á yfirstandandi ári

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is