Færslur: 2011 September04.09.2011 23:212403 Hvanney SF 51 úr slipp 2403 Hvanney SF 51 © mynd Þorgeir Baldursson 2011 2403 Hvanney SF 51 á leið i slipp mynd þorgeir Baldurson 2011 Hún hefur heldur betur tekið stakkaskiptum i litavali Hvanney SF 51 sem að nú er verið að klára i slippnum á Akureyri Máluð i hólf og gólf og settar einkennslinur og merki félagsins á skorsteinshúsið bakborðsmegin og finnst mér þetta samsvara sér mjög vel á bátnum Skrifað af Þorgeir 04.09.2011 20:55Crown Princess á Akureyri Crown Princess á Akureyri © mynd þorgeir Baldursson 2011 Crown Princess og Menningarhúsið Hof © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Lóðsbáturinn tekur Hafsögumanninn frá borði © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Kominn á stefnuna út Fjörðinn © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Crown Princess og Kaldbakur Ea 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Haldið til Hafs © mynd þorgeir Baldursson 2011 I gærmorgun kom til Akureyrar skemmtiferðarskipið Crown Princess sem að er um 116000 tonn með skipinu voru tæplega 3000 farþegar og um 1200 manna áhöfn gestirnir fóru flestir i skipulagðar skoðunnarferðir svokallaðan Gullnahringinn á Norðurlandi Goðafoss .Mývatn,og svo hin ýmsu söfn og viðburði sem að boðið er uppá i bænum meðan skipið stoppar hér Skrifað af Þorgeir 03.09.2011 23:11Kaldbakur EA 1 heldur til veiða á nýjan leik 1395- Kaldbakur EA 1 © mynd Þorgeir Baldursson 2011 1395 - Kaldbakur EA 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Kaldbakur EA 1 sem að er i eigu Útgerðafélags Akureyringa hélt til veiða um kl 21 i kvöld undir skipstjórn Sigtryggs Gislassonar skipið hefur verið undanfarið i slipp þar sem að það var málað og gerðar ýmsar lagfæringar en sem kunnugt er keypti Samherji H/f landvinnslu Brims H/f og fékk með þvi tvö skip sem að nú hafa fengið ný nöfn Kaldbakur og Árbakur og mun Kaldbakur fiska fyrir landvinnslurnar á Dalvik og Akureyri Skrifað af Þorgeir 02.09.2011 22:421395 Kaldbakur Ea 1 úr slippnum 1395- Kaldbakur Ea 1 © mynd þorgeir Baldursson 2011 Fékk aðstoð frá Dráttarbátum hafnarinnar © mynd Þorgeir Baldursson Kaldbakur Ea 1 kom úr slipp i dag eftir mikla skveringu hjá Slippnum og þar endurheimti skipið sitt gamla nafn Kalbakur sem að skipið hafði haft siðan það var smiðað árið 1973 og hefur skipið aðeins borið tvö nöfn hitt nafnið er Sólbakur Ea 1 og mun skipið halda til veiða á morgun i fyrsta túr undir merkjum Útgerðarfélags Akureyringa eftir að Samherji keypti Fyrirtækið Skip Samherja hafa verið að koma til hafnar að undanförnu með mikinn afla og aflaverðmæti og það hefur því verið mikið um að vera í Eyjafirðinum. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir að aflabrögð hafi verið góð, staða á mörkuðum sé góð og að vel hafi gengið í vinnslum félagins bæði á Akureyri og Dalvík. Snæfell EA landaði á Akureyri í vikunni úr veiðiferð sem hófst í byrjun ágúst. Skipið var að veiðum á Vestfjarðamiðum og var uppistaðan ufsi og svo karfi. Afli Snæfellsins var um 445 tonn af frosnum afurðum og aflaverðmætið um 270 milljónir króna. Þá landaði Oddeyrin í gær en skipið var að veiða karfa og grálúðu djúpt út af Vestfjörðum. Oddeyrin landaði um 340 tonnum af frosnum afurðum og er aflaverðmætið tæpar 200 milljónir króna. Kristján segir að Snæfellið haldi til ísfiskveiða næstu vikurnar og fiski fyrir vinnslur Samherja á Dalvík og Akureyri. Björgvin EA landaði fyrir helgi um 270 tonnum af frosnum afurðum, uppistaðan var ufsi og karfi og var aflaverðmætið um 160 milljónir króna. Björgvin er nú komin í slipp á Akureyri en fer til veiða á ný upp úr miðjum september, að sögn Kristjáns. Björgúlfur EA landaði 100 tonnum af þorski sl. sunnudag og aftur 100 tonnum á miðvikudag og fór aflinn til vinnslu á Akureyri og Dalvik. Þá landaði Baldvin NC, í sextánda og síðasta sinn í bili, á Dalvík í fyrrakvöld. Aflinn var um 180 tonn af ferskum þorski en skipið hefur verið við veiðar á Grænlandsmiðum.og er reiknað með að skipið fari til rækjuveiða á flæmska hattinn innan tiðar Kaldbakur EA er að koma úr slipp eftir viðhald og málun og heldur til veiða fljótlega. Skrifað af Þorgeir 02.09.2011 13:45Flottustu trétrillur i Eyjafirði 6040 Ýr EA og 5423 Nói EA á siglingu á Eyjafirði i Gær © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 5423-Nói EA 611 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 6040 ÝR EA 530 © mynd Þorgeir Baldursson 2011 6040- Ýr Ea og Nói Ea með stefnu á pollinn © mynd þorgeir Baldursson 2011 Hérna koma smá upplýsingar um Bátanna og eru þær fengnar af www.aba.is sem að Árni Björn Árnasson heldur utan um af stakri prýði Ír EA-530. ( 6040 ) Stærð: 2,70 brl. Smíðaár 1979. Fura og eik. Smíðaður fyrir Hauk Konráðsson, Akureyri sem á bátinn enn árið 2011.Afturbyggðu súðbyrðingur með lúkarskappa. Vél 22 ha. Sabb. Þegar Haukur hætti að stunda sjóinn var báturinn tekinn úr rekstri og felldur af skipaskrá 6. maí 2004. Þrátt fyrir afskráningu þá er svo að sjá að báturinn hafi það nokkuð gott árið 2011 þar sem hann liggur við landfestar í Sandgerðishöfn á Akureyri og hlúð er að honum af eiganda sínum. Nói EA-611. (5423) Stærð:5,70Brl Afturbyggðu súðbyrðingur með lúkarskappa. Smíðaður á Akureyri 1974 og fer á flot árið 1976.Fura og eik. Vél 30 ha. Sabb.Báturinn er skráður sem skemtibátur í dag og er Eigandi Davíð Hauksson. Skrifað af Þorgeir 02.09.2011 00:021351-Snæfell EA 310 á isfisk 1351-Snæfell EA 310 © mynd Þorgeir Baldursson 2011 Snæfellið karað © mynd þorgeir Baldursson 2011 Gert Klárt til Brottfarar © mynd þorgeir Baldursson 2011 Snæfell EA 310 einn togara Samherja lét úr höfn i gærkveldi til Isfiskveiða og mun hann eiga að fiska fyrir frystihús félagsins á Dalvik og Akureyri á meðan önnur skip félagsins eru i slipp eða frá veiðum vegna annara orsaka Skrifað af Þorgeir 01.09.2011 22:30Húni 2 Frá öngli til maga Ungmenni um borð i Húna 2 © mynd þorgeir Baldursson 2011 Jón Ingi Björnsson sjávarútvegsfræðingur sýndi börnunum sjávardýr © þorgeir Baldursson Börnin um borð i Húna i dag © mynd þorgeir Baldursson 2011 Fleiri myndir frá ferðinni eru i myndaalbúmi hér efst á siðunni Verkefnið "Frá öngli í maga" er komið af stað: Grunnskólabörn haft gagn og gaman af Skóladeild Akureyrararbæjar gerði í fyrsta sinn á
dögunum, formlegan samning við Hollvini Húna II, vegna verkefnisins, "Frá öngli
í maga", sem er fyrir nemendur í
6. bekk. Hollvinir fengu styrk að upphæð 1 milljón króna til
ungmennastarfs. Verkefnið hefur verið í gangi undanfarin ár þar, sem Húni
II býður öllum nemendum í sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar í siglingu, að
undanskildum grunnskólunum í Hrísey og Grímsey. Markmið verkefnisins er að auka áhuga
og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu
sjávarfangs. Fjölmörg grunnskólabörn hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár
og haft bæði gagn og gaman af. Fyrsta ferðin í haust var farin sl. þriðjudag en
það voru krakkar í Síðuskóla sem riðu á vaðið fyrstu tvo dagana. Nemendur í
Naustaskóla fóru í siglingu í dag en verkefnið stendur til 16. september og þá
verða nemendur allra skólanna búnir að fara í siglingu. Gunnar Gíslason
fræðslustjóri segir verkefnið fara vel af stað og að markmiðið sé að festa
þetta í sessi. "Ég hef ekki heyrt af neinum krakka sem finnst þetta ekki
skemmtilegt, enda nýtur þetta mikilla vinsælda. Við komum við móts við Hollvina
Húna II núna þar sem Saga Fjárfestingabanki er farinn úr bænum og við viljum
finna þessu farveg," segir Gunnar. heimild Vikudagur.is Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is