Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 22:33

Smá myndasyrpa af rækjuveiðum i denn tið



                      Viðir og óli splæsa vir © mynd þorgeir Baldursson 


              skiljan kemur inná dekk © mynd þorgeir 

               pokinn inná dekk 3 tonn © mynd þorgeir 

             leyst frá Viðir Garðars © mynd þorgeir 

             Sturtað niður úr pokanum © mynd þorgeir 

     Canadiskir eftirlitsmenn © mynd þorgeir 

         Aflinn skoðaður © mynd þorgeir Baldursson

               Smá kriulöpp Hallur ,Gunni ,og Ási hjálpast að © mynd þorgeir

        Sigurður Kétill siður i hlerabrakkett © mynd þorgeir 

  Siðan er landað og brettin plöstuð © mynd þorgeir 

30.12.2011 21:12

Kleifarberg ÓF 2 orðið RE 7

                     Kleifarberg RE 7 © mynd Jón Páll Ásgeirsson  i dag 30 des 2011
Kleifarberg  sem að lengi hefur haft einkennisstafina ÓF 2 og skráð á Ólafsfirði hefur fengið nýtt númer  RE 7 og heimahöfn i Reykjavik og er eigandi skipsins Brim H/f 

30.12.2011 15:38

Metár hjá Júliusi Geirmundssyni IS 270

                         1977-Július Geirmundsson IS 270 Mynd Þorgeir 2011

Árið sem er að líða var það besta hjá frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Sverrir Pétursson útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., sem gerir Júlíus út, áætlar að aflaverðmæti skipsins sé um 1600 milljónir króna, þrátt fyrir að skipið hafi verið fjórar vikur frá veiðum þegar það var í slipp.

 Sverrir telur að makrílveiðarnar hafi skipt sköpum. "Þetta er annað árið í röð sem skipið er á makrílveiðum og þar var aflaverðmætið um 340 milljónir króna og það er viðbót við það sem var árið 2010," segir Sverrir. Júlíus hefur verið bundinn við bryggju yfir jólahátíðina og heldur að nýju til veiða mánudaginn 2. janúar. 

Heimild www,bb.is

30.12.2011 14:45

Áramótabrenna Akureyringa við Réttarhvamm

            Vinna við brennuna fyrir Gamlárskvöld i dag ©Mynd þorgeir Baldursson 2011

Það voru vaskir sveinar úr félaginu Vinir Akureyrar sem að kappkostuðu að gera klárt fyrir áramóta brennuna sem að verður haldin við Réttarhvamm um kl 20 og verður kveikt i henni kl 20/30 og siðan verður flugeldasýning kl 21 sem að Björgunnarsveitin Súlur munu sjá um það voru þeir Fannar Geir Ásgeirsson Páll Brynjar Pálsson og kranamaður var Kristján Eggertsson en auk þess  koma fjölmörg fyrirtæki að þessu Greifinn,Kjarnafæði,Finnur ehf,Túnþökusala Kristins,Strikið,Kristjánsbakari,Bakariið við Brúna,Galleri,Spretturinn, Rafeyri, Bilaleiga Akureyrar,
Akureyrarbær,Bautinn,Norðlenska,Kea Hótel,og að ógleymdum Vinum Akureyrar sem að hafa haft yfirumsjón með verkefninu









 

30.12.2011 11:18

Aflaverðmæti skipa Samherja 14 milljarðar isl kr

                           Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © Mynd þorgeir Baldursson

Aflaverðmæti skipa Samherja hf. á þessu ári nam tæpum 14 milljörðum króna og var aflinn tæplega 99.000 tonn. Félagið gerði út sjö skip á árinu en tvö þeirra aðeins í 5 mánuði, Kaldbak EA og Kristinu EA. Afli fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA var 60 þúsund tonn og aflaverðmætið rúmir 4,4 milljarðar króna.

Afli Kristinu EA þessa 5 mánuði var um 13 þúsund tonn og aflaverðmætið rúmir 2,5 milljarðar króna. Oddeyrin EA fiskaði rúm 6.000 tonn og var aflaverðmætið rúmir 2 milljarðar króna, afli Snæfells EA var 6.500 tonn og aflaverðmætið tæpir 2 milljarðar króna. Afli Björgvins EA var 5.600 tonn á árinu og aflaverðmætið tæplega 1,4 milljarðar króna og afli Björgúlfs EA var 4.900 tonn og aflaverðmætið rúmur einn milljarður króna. Ísfisktogarinn Kaldbakur EA fiskaði 2.600 tonn þessa fimm mánuði sem Samherji gerði skipið út og var aflaverðmætið 570 milljónir króna.

30.12.2011 08:40

Minnisvarði um Súluna EA 300 reistur við Torfunefsbryggju

                                1060 Súlan EA 300 © Mynd Þorgeir Baldursson 

þann 1 okt 2011 var reistur minnisvarði um eitt frægasta fiskiskip íslendina, Súluna EA 300. Afkomendur Sverris Leóssonar, útgerðarmanns, létu reisa varðann í minningu Sverris og færu Akureyrarhöfn listaverkið að gjöf. Súlan EA 300 var í heila öld gerð út frá Akureyri. Hún var stolt Akureyringa, enda eitt fengsælastasta veiðiskip íslenska flotans.

Í landlegum lá hún gjarnan við Torfunefið nýmáluð og tilbúin til átaka á næstu vertíð, rétt eins og hvert annað kennileiti á Akureyri. Þar var minnisvarðinn reistur. Útgerð Súlunnar frá Akureyri stóð í heila öld og það er fátítt ef ekki einstakt, að bak við aldarlanga útgerðarsögu standa eingöngu tvö skip. Fyrsta Súlan var smíðuð fyrir Konráð Vilhjálmsson í Noregi árið 1902 og fékk einkennisstafina SU1. Hún var með gufuvél og gekk 6 mílur, en segl voru nýtt til að bæta í siglinguna. 1905 keyptu bræðrunir Ottó og Þórarinn Tuliníus skipið til Akureyrar og þaðan var það gert út í heila öld 1905 varð Súlan fyrst íslenskra veiðiskipa til að veiða síld í herpinót. Sú veiðiaðferð átti eftir að skapa byltingu í síldarútgerð á Íslandi. Sigurður Bjarnason keypti skipið 1928 og Leó sonur hans tók við útgerðinni 1941.

Fyrsta Súlan dugði allt til ársins 1963, en þá fórst hún í aftakaveðri við Garðaskaga. Fimm sjómenn fórust, en Grímur Karlsson og áhöfn hans bjrgaði sex skipsbrotsmönnum af Súlunni um borð í Sigurkarfa. Í þessu veðri fórust 6 skip og 16 íslenskir sjómenn. Leó lét smíða nýja Súlu í Noregi 1964, en þótti hún of lítil. Hún var því seld og þriðja Súlan smíðuð og sigldi Baldvin Þorsteinsson henni til Akureyrar frá Noregi um jólin 1967. Upphaflega bar skipið um 450 tonn, en eftir lengingar og ýmsar endurbætur bar það ríflega tvöfalt það magn, eða 950 tonn. Baldvin var í brúnni á Súlunni til 1978, en Hrólfur Gunnarsson leysti hann af um tíma.

Síðan tók Bjarni Bjarnason við og hann stóð í brúnni á Súlunni í nær 30 ár, eða þar til skipið var selt frá Akureyri til Neskaupstaðar 2007. Þessir skipstjórar voru fengsælir og farsælir og líklega einstakt, að í 40 ára útgerðarsögu skips komi nær eingöngu tveir skipstjórar við sögu.

Líkanið á minnisvarðanum er af Súlunni eins og hún var síðustu útgerðarárin. Fá íslensk skip hafa borið meiri verðmæti í þjóðarbúið en Súlan EA 300. Sverrir sonur Leós tók við keflinu af föður sínum og stjórnaði útgerð Súlunnar í félagi við Bjarna Bjarnason, skipstjóra, síðustu áratugina sem Súlan var gerð út frá Akureyri. Sverrir lofaði Akureyringum því þegar súlan var seld frá bænum, að reisa minnisvarða um skipið á Torfunefi. Hann féll frá áður en það varð að veruleika. En ekkja hans og afkomendur tók við keflinu og reistu minnisvarðann á undraskömum tíma. Starfsmenn Slippstöðvarinnar skáru líkanið út.

Gísli Sigurgeirsson, kvikmyndagerðamraður, vinnur að gerð heimildamyndar um útgerð Súlunnar.

Heimild www.vikudagur.is


29.12.2011 23:05

1412 eftir miklar breytingar hjá Slippnum á Akureyri

                        1412- Harðbakur EA 303 © mynd þorgeir Baldursson 2006

                         1412- Poseidon EA 303 © Mynd Þorgeir Baldursson 2010
Hann herfur tekið miklum breytingum gamli Harðbakur eftir að Útgerðarfélagið Brim H/F seldi hann til fyrirtækisins Neptune H/F sem að lét breyta skipinu i rannsóknarskip til kortlagningar á sjávarbotni skipinu var umbilt og allt sem að tengist fiskveiðum tekið úr skipinu settar voru hliðarskrúfa að framan og hluti ibúða breytt og bætt við rannsóknarstofum ásamt þvi að stjórntæki i brú eru nú af bestu og fullkomnustu gerð enda er skipið nánast eins og nýtt eftir þessar breytingar 

29.12.2011 21:47

Frystihúsið í Hrisey iðar af lifi

                              2775- Siggi Gisla EA 255 © Mynd þorgeir Baldursson 

Frystihúsið í Hrísey gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að standsetja húsið og fljótlega munu færiböndin rúlla þar á nýjan leik.

Frystihúsið í Hrísey var byggt árið 1936 af KEA sem hélt þar uppi blómlegri útgerð og fiskvinnslu fram til síðustu aldamóta. Það var mikil blóðtaka, bæði fyrir atvinnu- og mannlíf í eynni, þegar starfsemi þess lagðist af. Síðan KEA hætti fiskvinnslunni hefur ýmis starfsemi verið í gamla frystihúsinu, en síðasta árið hefur það þó staðið autt. Færiböndin fara þó fljótlega að rúlla þar á nýjan leik því Útgerðarfélagið Hvammur er að kaupa húsið af Byggðastofnun og færa þangað rekstur sinn. Þröstur Jóhannsson hjá Útgerðarfélaginu Hvammi segir að þó að vinnslan þar verði kannski ekki á við það þegar 70-80 manns unnu í húsinu þegar mest var, þá verði líflegra í húsinu en verið hefur.

Hjá Hvammi starfa nú 20 manns við það að salta og frysta þorskflök, verka ýsuflök og við framleiðslu á harðfisk. Félagið gerir út einn bát og annar landar hjá þeim. Þessa dagana er verið að standsetja frystihúsið en reiknað er með því að vinnslan hjá Hvammi verði komin þar á fullt eftir áramótin. Hvort frystihúsið verður jafn blómlegt og þegar útgerð Kea í Hrísey var upp á sitt besta, verður tíminn hinsvegar  að leiða í ljós.

Þröstur segir að allt sé háð verði á fiskmörkuðum og kvóta, byggðakvóta og tíðarfari. Í útgerð og fiskvinnslu séu svo margir óvissuþættir að það sé bara eins og veðurspáin.Heimild.www.ruv.is

29.12.2011 19:53

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar i dag

                 Fundarmenn á Aðalfundinum i dag © mynd þorgeir Baldursson 2011

                 Skoðaðar nýjar skrifstofur stéttarfélaganna á Akureyri © mynd þorgeir 2011

                     Aðstaðan hefur stórbatnað © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Aðalfundur Sjómannfélags Eyjafjarðar var haldinn i dag og var megin umræðan að vanda kjaramálin sem að brunnu mest á fundargestum einnig voru lifeyrismálin krufin og sýndist sitt hverjum liklegast verða þó að teljast útspil rikisstjórnarinnar varðandi kvótamálin sem að enn eru óútkljáð stóra spurningin i þessu öllu saman að fundi loknum voru húsakynni sem að stéttarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu hafa sameinast um rekstur á skoðuð en þau eru á þriðju hæð i Alþýðuhúsinu  við skipagötu 14 

29.12.2011 16:35

Flugeldasala i fullum gangi á Akureyri

                 Flugeldasala stendur nú sem hæðst hjá Súlum © mynd þorgeir Baldursson 
Talsverð sala hefur verið i flugeldum hjá Björgunnarsveitinni  Súlum og hefur traffikin verið jöfn 
það sem af er og svipað og undanfarin ár  að sögn Magnúsar V Arnarssonar  formanns Súlna 
Nánar á www.sulur.is 

29.12.2011 13:34

Fleiri togarar á Flæmska Hattinum

                                      Taurus © mynd Canadiska Strandgæslan

                   Friðborg FD 242 nú Norma Mary A 110 © mynd Canadiska Strandgæslan

29.12.2011 12:43

Samherji styrkir samfélagsverkefni umum 75 milljónir

Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í dag í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var viðstaddur afhendinguna og flutti ræðu. Hann er einnig verndari sérstaks rannsóknaverkefnis sem tengist neðansjávarstrýtunum á botni Eyjafjarðar en það verkefni var kynnt í móttökunni og hlaut styrk frá Samherja. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er fjórða árið í röð sem Samherji afhendir slíka styrki.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, færði forseta Íslands sérstakar þakkir í setningarávarpi sínu. "Ég vil þakka þér fyrir að koma til þessa hófs okkar ásamt eiginkonu þinni. Með því sýnið þið okkur mikla virðingu - þið sýnið undistöðuatvinnugrein þjóðarinnar mikla virðingu og og ennfremur starfsfólki fyrirtækjanna tveggja, Samherja og ÚA."

Liðsheildin er lykillinn að góðum árangri Samherja

"Úrræðagott starfsfólk hefur á þessu ári tekist á við krefjandi verkefni og leyst úr þeim með dugnaði og samviskusemi á farsælan átt. Ég hef sagt það áður að mitt lán liggur í því að hafa að baki mér þennan þétta og trausta hóp en það er liðsheildin sem er lykillinn að góðum árangri Samherja - ekki bara á þessu ári, heldur einnig á undangengum árum eða allt frá því að félagið var stofnað," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, m.a. í ræðu sinni.

Hann sagði að Samherji hafi frá upphafi verið hluti þessa samfélags og því fylgi mikil ábyrgð. "Það er stefna okkar að láta starfsmenn félagsins og samfélagið í kringum okkur njóta þess þegar vel gengur. Liður í því var að greiða sérhverjum starfsmanni í landi 360 þúsund krónur í launauppbót á árinu, umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum. Annar liður í þeirri stefnu okkar er að úthluta þessum styrkjum hér í dag," sagði hann..

Ómetanlegur þáttur í forvörnum og uppeldi

Þátttaka barna og unglinga í íþróttum er ómetanlegur þáttur í forvörnum og uppeldi. Samherji vill efla þjálfun og annað starf félaganna og um leið stuðla að því að sem flest börn og unglingar geti stundað þær íþróttagreinar sem hugur þeirra stendur til. Fjármununum skal varið til að lækka æfingagjöld barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra veturinn 2011-2012 í þeim íþróttagreinum sem félögin hafa innan vébanda sinna. Til að tryggja að þessir fjármunir fari í að efla barna- og unglingastarf og vinna með íþróttafélögunum að útfærslunni er starfandi þriggja manna hópur. Hann skipa þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Árni Óðinsson og Jóhannes Bjarnason.

"Styrkirnir eru jafnframt, og ekki síður, viðurkenning til þess stóra hóps fólks - foreldra og forsvarsmanna íþróttafélaga - sem vinna óeigingjarnt starf í ómældu magni í þágu félags síns, án þess að fá svo mikið sem krónu greitt fyrir starf sitt. Launin sem þessir sjálfboðaliðar fá eru að sjá starfið blómstra, að sjá unga fólkið blómstra í íþrótt sinni," sagði Helga Steinunn Guðmundsdóttir m.a. í ræðu sinni.

Að auki hlutu ýmis íþrótta- og æskulýðsfélög styrki auk endurhæfingardeildarinnar í Kristnesi, HL-stöðvarinnar á Akureyri og Framfarafélagsins Stíganda til áframhaldandi uppbyggingar á útivistarsvæði Akureyringa í Kjarnaskógi. Ennfremur hlaut rannsóknaverkefni tengt neðansjávarstrýtunum á botni Eyjafjarðar sérstakan styrk og undirritaður var samningur um aðkomu Samherja að því verkefni, sem fyrr segir.

Upphæð styrkjanna sem afhentir voru í KA-heimilinu í dag nemur 75 milljónum króna.

                                              Hópur styrkþega © Morgunblaðið  Skapti Hallgrimsson 2011

Styrkir sem afhentir voru að þessu sinni skiptast sem hér segir:

Barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar: 12 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs: 12 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Fimleikafélags Akureyrar: 5,0 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Skíðafélags Akureyrar: 3,0 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Skautafélags Akureyrar: 2,5 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Sundfélagsins Óðins: 2,0 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Eikar: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Akurs: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Ungmennafélags Akureyrar: 1,0 milljón króna.

Barna- og unglingastarf Siglingaklúbbsins Nökkva: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Golfklúbbs Akureyrar: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Hestamannafélagsins Léttis: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Tennis- og badmintonfélags Akureyrar: 300.000 krónur.

Barna- og unglingastarf KKA - Akstursíþróttafélags: 500.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Karatefélags Akureyrar: 300.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Ungmennafélags Svarfdæla: 2,5 milljónir króna.

Barna- og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur: 1,0 milljón króna.

Ungmennafélag Svarfdæla, meistaraflokkur-knattspyrna: 600.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur: 1,0 milljón króna

Barna- og unglingastarf Golfklúbbsins Hamars: 500.000 krónur.

Barna- og unglingastarf Leikfélags Dalvíkur: 300.000 krónur.

Knattspyrnufélag Akureyrar, mfl. karla, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.

Íþróttafélagið Þór, mfl. karla, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.

Knattspyrnufélag Akureyrar, mfl. karla og kvenna, blak: 700.000 krónur

Íþróttafélagið Þór, mfl. karla og kvenna, körfuknattleikur: 700.000 krónur.

Skautafélag Akureyrar, mfl. karla og kvenna, íshokkí: 700.000 krónur

Þór/KA, mfl. kvenna, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.

KA/Þór, mfl. kvenna, handknattleikur: 750.000 krónur.

Akureyri - handboltafélag: 5,0 milljónir króna.

Æskulýðsstarf Akureyrarkirkju: 1,0 milljón króna.

Æskulýðsstarf Glerárkirkju: 1,0 milljón króna.

Sumarbúðir KFUM & KFUK að Hólavatni: 500.000 krónur.

Skátafélagið Klakkur: 600.000 krónur.

Fjölsmiðjan, Akureyri: 600.000 krónur.

Endurhæfingardeildin í Kristnesi, til tækjakaupa: 2,5 milljónir króna.

HL-stöðin: 1,0 milljón krónur.

Bryndís Rún Hansen, sundkona: 500.000 krónur.

Framfarafélagið Stígandi, til uppbyggingar útivistasvæðis Akureyringa í Kjarnaskógi: 500.000 krónur.

Neðansjávarstrýtur í Eyjafirði: 3,0 milljónir króna.

Önnur verkefni: 3,450 þúsund króna.

Samtals: 75 milljónir króna

 


28.12.2011 21:15

Togarar á Flæmska Hattinum

                                Marbella © mynd Canadiska strandgæslan

                        Norma Mary A110 © mynd Canadiska strandgæslan 
    Bæði þessi skip eru i eigu dótturfélags Samherja i Bretlandi Onward Fising og gerð út þaðan 

28.12.2011 20:45

Vikingur AK 100




                              Vikingur AK 100 mynd þorgeir Baldursson 2010

28.12.2011 17:39

Veiðar úr Norsk islenska sildar og úthafskarfa

Vilhelm og Ásgrimur © mynd Börkur Kjartansson

Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum 120 þúsund tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um veiðar á norsk-íslenskri síld og úthafskarfa í samræmi við samninga innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem samþykktir voru fyrr á árinu.  Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum nema samtals 120.868 lestum þar af koma 118.248 til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.

Reglugerðin tekur til veiða í lögsögu Íslands, Færeyja, Noregs, Jan Mayen, á alþjóðlegu hafsvæði milli Íslands og Noregs og í lögsögu Svalbarða. Sérstakar reglur gilda um veiðar á einstökum svæðum og veiðar í norskri lögsögu mega að hámarki nema um 22 þúsundum tonnum á árinu.

Heildarafli íslenskra skipa í úthafskarfa nemur samkvæmt samningum 9.926 tonnum en þar frá dragast 1,33% á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006.

 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997479
Samtals gestir: 48684
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 10:21:20
www.mbl.is