Færslur: 2012 Apríl

09.04.2012 15:25

Skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á námskeiði

                               Skoðunnarmenn © mynd Kristján Vikudagur 

                                        Séð inni bátinn ©  mynd Kristján vikudagur

Skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á námskeiði

Námskeið fyrir skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á Íslandi var haldið í húsnæði Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands á Akureyri nýlega. Alls mættu 12 skoðunarmenn víðs vegar af landinu á námskeiðið en kennarinn var enskur og kom frá þýska fyrirtækinu DSB. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt námskeið er haldið hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, enda er aðstaðan þar eins og hún gerist best. Námskeiðin eru haldin á þriggja ára fresti var það fyrsta haldið á Akureyri árið 2000. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og m.a. var blásin upp og skoðaður 50 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík.

Hjá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands eru fjórir starfsmenn og auk þess að skoða gúmmíbjörgunarbáta, skoða þeir flotgalla og slöngubáta. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðun á áttavitum í skipum og bátum og sleppibúnaði fyrir björgunarbáta.Heimild www.vikudagur.is

03.04.2012 21:41

DFFU Hættir viðskiptum á Islandi

     Baldvin NC 100 á siglingu á Flæmska Hattinum á siðasta ári © mynd þorgeir bald 2012

Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi, hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk sölufyrirtæki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi.  Einnig sér fyrirtækið sér ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.

Í fréttatilkynningu segir, að stjórnendur DFFU harmi að þurfa að taka þessa ákvörðun en sjái ekki aðra leið færa á meðan ekki sé upplýst hvað fyrirtækið sé grunað um að gera rangt í viðskiptum á Íslandi. Félagið telur ekki gerlegt að taka þá áhættu að halda viðskiptum óbreyttum áfram á meðan það er grunað um lögbrot af gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands. DFFU hafnar því alfarið að hafa brotið lög.

Seðlabanki Íslands lagði hald á bókhaldsgögn DFFU, tölvupósta, rekstraráætlanir og önnur gögn sem vistuð eru hjá tölvufyrirtækinu Þekkingu hf. Fullyrt sé að þessi gögn hafi verið tekin á grundvelli þess að DFFU sé grunað um saknæmt athæfi sem tengist broti á lögum nr. 88/2008 um gjaldeyrismál.

Síðan segir í fréttatilkynningunni:

,,Forsvarsmenn DFFU hafa lagt sig fram um að fara í einu og öllu eftir lögum í viðskiptum við íslenska lögaðila með sama hætti og fyrirtækið kappkostar að gera hvar sem það stundar viðskipti í heiminum. Fyrirtækið hefur aldrei átt í neinum málaferlum við viðskiptaaðila eða í öðrum útistöðum við yfirvöld.  Stjórnendur DFFU taka þessar ásakanir mjög alvarlega og er fyrirmunað að skilja með hvaða hætti þýskt fyrirtæki á að hafa geta gerst brotleg við íslensk gjaldeyrislög. Á meðan fyrirtækið fær ekki upplýsingar um hvaða grunsemdir beinast að því treystir DFFU sér ekki til að taka þá áhættu að eiga viðskipti við íslenska lögaðila. Félagið telur brýnt að Seðlabanki Íslands upplýsi hið fyrsta að hverju grunsemdir beinast svo hægt sé að bregðast við þeim.
Rétt er að minna á að Deutsche Fischfang Union er þýskt fyrirtæki og fer að þýskum lögum og heyrir undir eftirlit þýskra yfirvalda.

DFFU hefur átt í umtalsverðum viðskiptum við íslensk fyrirtæki  á undanförnum árum.  Þessi viðskipti hlaupa á hundruð milljóna króna árlega.  Viðskiptin tengjast íslenskum fyrirtækjum á margvíslegan hátt. Allt frá sölu á afurðum fyrir DFFU, kaupum á flutningsþjónustu og kaup á margþættri þjónustu þegar skip félagsins landa á Íslandi svo sem vistir, veiðarfæri, umbúðir og viðgerðir.  Einnig hefur DFFU greitt tugi milljóna árlega í gjöld til íslenskra aðila eins og t.d.  hafnargjöld.

Í fyrra seldi DFFU meðal annars 3.500 tonn af slægðum þorski, bæði frystum og ferskum, til landvinnslu Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

02.04.2012 22:42

Tjaldað við Ljósavatn i kvöld 2 April

                Tjaldað i frostinu við Ljósavatn i kvöld © mynd þorgeir Baldursson 2012

               og eins og sjá má er snjór yfir öllu og talsvert frost © mynd þorgeir 2012

                     óvanaleg sjón á þessum árstima 2 April © mynd þorgeir Baldursson 2012

Einhverjir hugaðir ferðamenn höfðu tjaldað við Ljósavatn nú á tíunda tímanum í kvöld en þar er nú að minnsta kosti 8 stiga frost og víst að kólni enn frekar í nótt.

Tíðindamaður mbl.is átti leið þar um og tók mynd af tjöldum ferðalanganna. Ljósavatn er við Stórutjarnaskóla og þar er, eins og sjá má á myndinni, allt á kafi í snjó.

Heimild 

mbl.is myndir þorgeir Baldursson



01.04.2012 14:41

Fjölnir Su 57

                       Fjölnir Su 57 kemur til Húsavikur i siðustu viku © þorgeir 

                            Fjölnir kemur til hafnar  á Húsavik © mynd þorgeir 

                              Kominn innfyrir Bökugarðinn © mynd þorgeir 2012

                                Lagt uppað norðurgaðinum © mynd þorgeir 2012
Fjölnir Su 57 einn linubáta Visis H/f kom til löndunnar i siðustu viku eftir um 4 daga á veiðum og var aflinn hinn þokkalegasti um 70 tonn og uppistaðan Steinbitur sem að fékkst i djúpkantinum úti fyrir norðurlandi skipið hélt til veiða að löndun lokinni Hafþór Hreiðarsson siðustjóri www.640.is var á bökugarðinum og tók myndband af skipinu koma inn til hafnar


01.04.2012 01:30

Nýr bátur Vasoyfisk til Noregs

                                        Vasoyfisk ST -3-B © Mynd Trefjar 

Ný Cleopatra 36 til Vallersund

 

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vallersund í syðri Þrændalögum í Noregi.

Kaupandi bátsins er Geir Jonny Ingolfsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Vasøyfisk.  Báturinn mælist 15brúttótonn.  Vasøyfisk er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og línuveiða.

Netabúnaður er frá Rapp og Net-op.  Línuspil er frá Beiti.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í byrjun apríl.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1552
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599070
Samtals gestir: 24998
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:04:29
www.mbl.is