Færslur: 2012 Nóvember

08.11.2012 13:41

Nýr Bátur til Bolungarvikur

                        2828-Jónina Brynja is 55 © Högni Bergþórsson Trefjar.is

Ný 15tonna Cleopatra 40B afgreidd á Bolungarvík

 

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason.  Egill Jónsson verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Jónína Brynja ÍS 55.  Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Jónína Brynja er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátur útgerðarinnar.  Báturinn mun leysa af hólmi aflabátinn Guðmund Einarsson ÍS sem er af gerðinni Cleopatra 38. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd tveggja hraða gír ZF 550ATS gír.  Nýjung í þessum bát er að gírinn hefur innbyggð tvö gírhlutföll.  Efra hlutfallið er notað með léttann bát út á miðinn og neðra hlutfallið með hlaðinn bát til hafnar.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða. 

 Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

 

--------------------------

TREFJAR LTD

OSEYRARBRAUT 29

220 HAFNARFJORDUR

ICELAND

 

TEL:  + 354 550 0100

FAX:  + 354 550 0120

E-MAIL: cleopatra@trefjar.is

www.cleopatra.is

 







07.11.2012 22:41

Fiskverkunin GPG selur Landey SH 31

                           2678-Landey SH 31© Mynd Alfons Finnsson 2008
GPG Fiskverkun á Húsavik hefur selt Linubátinn Landey SH 31 kaupandinn er Guðlaugur Óli Þorláksson eigandi Hafborgar EA 152 báturinn hefur þegar verið afhentur nýjum eiganda sem að sigldi honum norður á Siglufjörð þar sem að hann mun fara i lagfæringar hjá Siglufjarðar Seig
báturinn er væntanlegur þangað á morgun 

06.11.2012 20:08

Skálaberg RE 307 Á heimleið frá Argentinu





                                         Skálaberg RE 307 af www.brimshf.is
Þessi mynd er tekin þegar skipið lagði af stað heimleiðis frá Argentimu fegin af heimasiðu Brims

                       Skálaberg KG 118 © Mynd Brynjar Arnarsson 2009

                            Esperansa Del Sur © Mynd Sigurgeir Pétursson 

                           Svona litur það út i dag © mynd Sigurgeir Pétursson 2010

Hið nýja frystiskip Brims H/F  Skálaberg RE hélt frá Ushuaia syðst i Argentinu seinnipartinn i dag    áleiðis heim helstu mál skipsins eru 75 Metra langt og 16 metrar á breidd og er aðalvélinn um 11000 hp og mun skipið verða eitt af öflugustu skipum flotans við heimkomu aðeins Beitir Nk mun vera með stærri aðalvél en Skálaberg og Kristina EA sem að er 105 metrar og 20 á breidd
vil ég hér með óska Eigendum og áhöfn innilega til hamingju með þetta glæsilega skip

05.11.2012 15:01

Norðursigling færir út starfsemina til Akureyrar

           Kristina EA 410 og Hvaldskoðunnarbáturinn  Náttfari © mynd þorgeir Baldursson 2012


               Farþegarnir komnir um borð  i Náttfara i dag © Mynd Þorgeir Baldursson

                        Haldið af stað út Eyjafjörð © mynd þorgeir Baldursson 2012
 
         Leiðsögumaðurinn leiðbeinir farþegum á útleiðinni © mynd þorgeir Baldursson 2012

                       Sporðaköst á Eyjafirði i dag © mynd þorgeir Baldursson 2012
Hvalaskoðunnarfyrirtækið Norðursigling hefur ákveðið að gera út eikarbátinn Náttfara til hvalaskoðunnar frá Akureyri eitthvað fram á veturinn á meðan fært verður og eitthvað verður að sjá og var fyrsta ferðin farin um kl 13/30 i dag frá Torfunesbryggju um borð voru 11 farþegar og 2 manna áhöfn Mikið sást af hval og voru farþegarnir allveg i skýunum með ferðina að sögn Harðar Sigurbjarnarsonar eins af eigendum Norðursiglingar www.Nordursigling.is


03.11.2012 21:19

Bátar i Grimsey i okt 2012

                       1434- Þorleifur Ea 88 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                          2577- Konráð EA 90 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                              6919-Sigrún EA 52 © Þorgeir Baldursson 2012

                    2645- Gyða  Jónsdóttir  EA 20 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                   7395- Gisli Bátur EA 208 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                                   2691-Sæfari © mynd þorgeir Baldursson 2012
   Nokkrir bátar og Sæfari sem að lágu fyrir linsu siðueiganda i skömmu stoppi i Grimsey fyrir nokkrum dögum siðan Eins og ég sagði áður er alltaf jafn gaman að koma i Eyjuna Takk fyrir mig Grimseyingar

02.11.2012 18:08

Neyðarkallinn seldur á Akureyri i dag og morgun

              Félagar i Björgunnarsveitinni Súlum á Akureyri i Hagkaup i dag © þorgeir 2012

                     Félagar i Súlum með Neyðarkallinn  © mynd þorgeir Baldursson 

                Neyðarkallinn seldur i Bónus i dag © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Steingrimur Hannesson selur Neyðarkallinn i Bónus i dag 
Að sögn félaga i björgunnarsveitinni Súlum hefur salan á Neyðarkallinum verið eftir björtustu vonum
og munu björgunnarsveitarmenn verða á vaktinni á morgun i verslunum bæjarins þrátt fyrir erfitt verðurfar siðastliðin sólahring og ekki mart fólk á ferli þar sem að mikill snjór hefur hlaðist upp viða og ófærð talsverð að minsta kosti i úthverfum bæjarins

02.11.2012 14:02

Vetrarveður á Isafirði og öll skip i landi

                      Vetrarlegt á Isafirði i morgun © Mynd Halldór Sveinbjörnsson bb.is

                      Július Geirmundsson IS 270  ,Stefnir IS 28 og Isbjörn IS 304  

                      Höfrungur AK 250 kominn að bryggju á Isafirði © mynd Halldór bb.is 
       Vetrarlegt er nú á Isafirði að sögn ljósmyndara Bæjarins Besta og öll skip i landi 
Vonskuveður gegnur nú yfir Vestfirði og liggja bæði landflutningar og flug niðri. Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS fá nú að finna fyrir veðurofsanum, en þeir eru fastir í landi vegan veðursins. Skipið liggur við landfestar vegna "brælu", en veðrið er afar slæmt á miðunum. Skipverjar ætluðu út í morgun og lá skipið í vari undir Grænuhlíð til að byrja með, en hviðurnar þar slógu upp í 40 metra á sekúndu. Hætt var við að leggja í hann og bíða skipverjar nú eftir því að veðrinu sloti. www.bb.is

02.11.2012 13:28

Færð og veður að spillast á Akureyri i dag

                Svona var veðrið snemma i morgun 

                              Sumir þurftu að Klofa skafla uppi mitti 

                                          Til þess að komast útá götu

                     i veg fyrir Strætó sem að sennilega hættir að ganga fljótlega 
Svona var veðrið i þorpinu fyrir nokkrum minútum það kingir niður snjó og göturnar eru fyllast
svo að ekki er gott útlit fyrir fólk að ferðast að minnstakosti ekki i hliðargötum að sögn
Upplysingafulltrúa www.akureyri.is

Afleitt veður er nú á Akureyri og færð mjög farin að þyngjast í úthverfunum. Vegna þessa hafa orðið töluverðar tafir á akstri flestra strætisvagna og útlitið er ekki gott. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir að aukavagnar hafi verið ræstir út til að bæta stöðuna en það dugi ekki alltaf til. Miðað við veðurspá má búast við að akstri strætisvagna á Akureyri verði hætt þegar grunnskólum lýkur í dag.

Sjá www.akureyri.is.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is