Færslur: 2014 Janúar

12.01.2014 11:04

Loðnufréttir i morgun 12 jan

         155-Lundey NS 14 © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

Loðnuveiðar hafa gengið þokkalega undanfarinn sólahring og hafa skipin 

verið að fá frá 100- 300 tonn i hali en það hefur verið lengi dregið þegar siðuritari

spjallaði við Stefán Geir Jónsson voru þeir komnir með um 500 tonn og hafði 

lagast mikið frá þvi i gær en spáin er ekki góð og spáir brælu i kvöld

10.01.2014 17:48

Loðnufréttir i dag

                     Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 

„Heyrðu. Það er engin mynd komin á þetta ennþá. Hvorki hvað mikið er af henni hérna, né hvernig loðnan er. En við vitum hvernig veðrið er. Það er kalda fýla og spáir brælu í kvöld. Við erum rétt búnir að hífa fyrsta holið og vorum með 170 til 180 tonn,“ sagði Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni EA nú í morgun, þegar kvotinn.is sló á þráðinn til hans.

Tíu loðnuskip voru þá á miðunum að meðtöldu grænlenska skipinu Polar Amoroq. Hin skipin eru auk Hákons, vinnsluskipin Aðalsteinn Jónsson SU, Guðmundur VE og Vilhelm Þorsteinsson EA. Önnur skip eru Faxi RE, Ingunn, Börkur, Jóna Eðvalds og Heimaey. Skipin voru komin á miðin við Kolbeinsey í gær og máttu hefja veiðar á miðnætti. Jón Þór sagði að flest skipanna væru búin að hífa einu sinni. Menn væru lítið búnir að leita fyrir sér og veðrið setti strik í reikninginn.
Þeir á Hákoni frysta alla sína loðnu nú vegna verðlækkana á loðnu til bræðslu og það munu vinnsluskipin væntanlega öll gera. Hin skipin sem eru með kælitanka munu væntanlega landa sínum afla í fiskiðjuverjum á Þórshöfn í Neskaupstað og Hornafirði til frystingar þar. Heimild www.kvotinn.is

10.01.2014 11:24

Loðnuveiðar hafnar

 

                 Birtingur Nk 124 Mynd þorgeir Baldursson 2013     

Loðnuskipin hafa hafið loðnuveiðar  norður af Melrakkasléttu. Nokkur skip köstuðu nót í gær og fengu einhvern afla en trollveiðar máttu hefjast um miðnætti. Skipin hífðu trollin í morgun og fengu þokkalegan afla. Börkur NK fékk til dæmis 250 tonn í fyrsta holi. einnig fengu Ingunn AK og Grænlenska skipið Polar Amaroq einhvern afla 

 

Birtingur NK er hættur síldveiðum a.m.k. í bili en hann var við veiðar úti fyrir Suðausturlandi. Síldin þar hafði gengið upp á hraunið austan við Hrollaugseyjar og þar er ekki hægt að kasta. Birtingur tók loðnunótina í gær og heldur senn til loðnuveiða.

09.01.2014 21:56

Hrefnuveiðar sumarið 2009 á Jóhönnu Ár 206

                 Látið vaða © mynd Karl þór Baldvinsson 2009

                      Hitt i mark ©  Mynd Karl Þór Baldvinsson 2009

Hin mikla hrefnuskytta Guðmundur Haraldsson sést hér skjóta á hrefnur 

um borð i Jóhönnu Ár 206 sumarið 2009 en alls er hann búinn að skjóta

um 1400 dýr siðan 1969 svo kallinn er allveg með þetta

09.01.2014 16:28

Gjögur eykur afköst i landvinnslu á Grenivik

               Vörður EA 748 kemur til hafnar á Grenivik © þorgeir Bald 2012

               Skipverjar á Verði EA landa © mynd Þorgeir Bald 2012

        Jón og Gunna vinna i fiskvinnslu Gjögurs á Grenivik  © þorgeir 

Gjögur hefur ákveðið að endurnýja hluta af vinnslubúnaði í fiskvinnsluhúsi fyrirtækisins á Grenivík og mun afkastagetan aukast í kjölfarið, auk þess sem gert er ráð fyrir aukinni hagræðingu og skilvirkni. Búnaðurinn var keyptur frá hátæknifyrirtækinu Völku ehf.

Um er að ræða röntgenstýrða beina- og bitaskurðarlínu ásamt forsnyrtilínu og afurðarflokkara sem pakkar ferskum vörum sjálfvirkt í kassa. Með kaupunum verður fiskvinnsluhús Gjögurs eitt það sjálfvirkasta á landinu auk þess sem sveigjanleiki í framleiðslu eykst til muna. Frá þessu er sagt í blaðinu Vikudegi á Akureyri.
Auk þess að vinna fisk á Grenivík rekur Gjögur saltfiskvinnslu í Grindavík og gerir úr uppsjávarveiðiskipið Hákon EA og togbátana Áskel EA og Vörð EA.

Heimild www.kvotinn.is 

09.01.2014 12:41

Trefjar smiða tvo 30 tonna báta fyrir Grindvikinga

Trefjar að ljúka smíði á tveimur 30 tonna bátum

janúar 9, 2014

Trefjar að ljúka smíði á tveimur 30 tonna bátum
Högni Bergþórsson

Högni Bergþórsson

Umtalsverðar breytingar eru nú orðnar á rekstrarumhverfi báta í krókakerfinu. Á síðasta ári var aflétt þeim stærðarmörkum sem voru á bátunum, það er 15 brúttótonn og hámarkið fært upp í 30 tonn. Í kjölfarið hefur smíði á stærri bátum farið af stað. Trefjar afhentu á síðasta ári einn slíkan báta innan lands og munu afgreiða tvo til viðbótar á næstunni.

„Síðasta var ágætt,“ segir Högni Bergþórsson hjá Trefjum í samtali við kvotinn.is. „Við afgreiddum níu báta bæði innan lands og erlendis, svipað og verið hefur síðustu árin. Það var heldur meira af bátum selt til útlanda en innan lands en undir lok ársins afgreiddum við 30 tonna bát til Bolungarvíkur, Jónínu Brynju. Ég held að það sé örugglega fyrsti nýsmíðaði 30 tonna báturinn í þessu nýja kerfi, sem breytt var síðastliðið sumar. Þegar menn vita af einhverjum slíkum breytingum í farvatninu, halda þeir að sér höndum, þar til breytingarnar liggja fyrir.  Svo fór annar 30 tonna bátur fyrripart ársins til Noregs,“ segir Högni.
Þannig að það hefur verið nóg að gera?
„Það er annars þannig,“ segir Högni, „að fjöldi bátanna segir ekki alla söguna um umfangið. Það fer aðallega eftir því hvernig báta er um að ræða, bæði hve stórir þeir eru og hve flókin smíðin er. Þannig er meiriparturinn af smíðunum í fyrra fremur flóknar smíðar. Veltan var því kannski hærri en fjöldi bátanna segir til um. Við vorum svo með fleiri báta í smíðum í fyrra og afhendum til dæmis tvo 30 tonna báta fyrir innlendan aðila á fyrstu mánuðum ársins og sjáum framhald á slíkri smíði. Árið í ár er því vel bókað hjá okkur.“
Eru trillukarlarnir þá að stækka við sig í stórum stíl?
„Þrátt fyrir að nú sé heimilt að vera með allt að 30 tonna báta í kerfinu er meirihluti útgerða í kerfinu ekki í slíkum hugmyndum. Margir eru að spá í minni báta, sem ætla sér ekki í svona stórt, en geta nú betur sniðið þá að þörfum sínum en áður eftir að leyfilegt er að fara yfir 15 tonna markið. Við erum með samninga um nokkra slíka báta í gangi hérna innan lands. 30 tonna bátarnir tveir eru fyrir Einhamar í Grindavík. Þeir eru nú með þrjá 15 tonna báta með beitningarvélum um borð og eru að endurnýja með þessum stóru, sem einnig verða með beitningarvélum.
Við erum líka að smíða báta í annað en fiskveiðar og til dæmis afgreiddum við einn farþegabát í fyrra og reynum að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni. Það hefur reynst okkur vel undanfarin ár til að vera ekki alveg háðir sveiflunum í sjávarútveginum, bæði hér heima og erlendis. Við erum að afgreiða báta til landa víða í Evrópu og jafnvel einn og einn í öðrum heimsálfum. Heimamarkaðurinn er þó fyrst og fremst Ísland og Norður-Evrópa.“
En hvernig sér Högni fyrir sér að þróunin í smíði báta fyrir krókakerfið verði í nánustu framtíð?
„Einhverjir fara í það  að stækka bátana sína í 30 tonn, en flestir eru ekki að hugsa svo stórt. Margir eru með minni báta og una glaðir við sitt umfang og endurnýja báta sína í svipaða stærð áfram, meðan aðrir eru kannski að bæta við sig heimildum til að skapa grundvöll til stækkunar bátanna. Hingað til hefur verið regla frekar en undantekning að menn hafa verið að byggja bátana eins stóra og leyfilegt er innan kerfisins og beita til þess ýmsum aðferðum, en nú ættum menn síður að þurfa þess. Þeir sníða sér frekar stakk eftir vexti. Auðvitað mun afkoma af veiðunum frá ári til árs spila þarna stórt hlutverk einnig.
Þá er talsverður verðmunur á 15 tonna og 30 tonna bát og afkastagetan í takt við það. Menn hafa möguleika á því að gera miklu meira á 30 tonna bát eins og gefur að skilja, t.d. varðandi meðferð á afla, aðbúnað fyrir skipverja og að geta sótt í verra veðri.“
En hvað kostar svona fleyta?
„30 tonna bátur getur kostað frá rúmlega 100 milljónum upp i 160 til 170 milljónir, eftir því hvaða búnaður er settur um borð. Mesti verðmunurinn liggur í því hvort um er að ræða bát með beitningarvél eða balabát og hvort hann er yfirbyggður eða ekki. Verð á vélbúnaði, siglinga- og fiskleitartækjum er einnig mjög breytilegt. Þar getur legið tugmilljóna munur,“ segir Högni Bergþórsson.
Á meðfylgjandi mynd eru bátarnir tveir sem Trefjar eru að smíða fyrir Einhamar í Grindavík.

www.kvotinn.is

08.01.2014 22:55

Kallinn i brúnni Daði Þorsteinsson skipstjóri Aðalsteini Jónssyni SU11

       Daði Þorsteinsson skipst © mynd þorgeir Baldursson 2014

        Aðalsteinn Jónsson SU 11 á Loðnuveiðum 2013 © þorgeir 

Loðnuskipin eru nú á leið til loðnuveiða eftir að fregnir bárust um það að sjávarútvegsráðuneytið væri að gefa út reglugerð sem heimilar loðnuveiðar í troll vestur að 18. gráðu. Samkvæmt fyrri reglugerð var ekki heimilt að fara svo vestarlega. Einn þeirra sem lagður er af stað er Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU, skipi Eskju á Eskifirði. kvotinn.is spjallaði við Daða í kvöld þegar hann var á leið á miðin. Hann var að vonum ánægður með þessa breytingu, sem gerir kleift að hefja veiðar á miðnætti annað kvöld, enda veit hann af mikilli loðnu fyrir Norðurlandi.

„Við fundum loðnuna um daginn um 30 mílur suðvestur úr Kolbeinsey,“ segir Daði.
„Við byrjuðum á því að fara tíu mílur í alveg óslitnu og góðu lóði í vestur frá Kolbeinsey og svo lá hún þar í norðvestur að eynni. Þá var komið skítaveður svo við fórum að dóla okkur suður um, en þá kom aðalpakkinn. Þá vorum við í nánast óslitnu lóði en misþykku og sterku einar 25 til 30 mílur. Það var mjög mikið að sjá á þessu rjátli, þetta virtist alltaf vera að slæðast undir. Biggi á Vilhelm var á einhverju sjö mílum austur af okkur og hann var líka í lóði svo þetta var töluvert svæði.“
Hafró fer líklega um miðjan mánuðinn á svæði til mælinga. „Þeir ætluðu að leyfa okkur að finna þetta fyrst og fara svo af stað,“ sagði Daði.
Eskja gerir einnig út uppsjávarskipið Jón Kjartansson. Hvað er að frétta af honum?
„Hann er á kolmunna og kominn með 750 tonn. Hefur verið að fá upp í 300 tonn í holi. Hann er sunnarlega í færeysku lögsögunni, suður af Munkagrunni rétt norðan við línu. Við tökum venjulega á móti kolmunnanum við línuna, þegar hann kemur inn í færeyskan sjó og fylgjum honum svo þaðan út og svo norður eftir, eftir loðnuvertíð.“
Kolmunnakvótinn hefur verið aukinn en Daði segir að hann megi sennilega ekki vera mikið meiri upp á verðið á honum til bræðslu. Það megi ekki fara niður fyrir 15 til 18 krónur, því þá borgi sig ekki að veiða þetta kvikindi. „Það var alveg skelfilega lítið sem sat eftir á kolmunnanum í fyrra. Það var talið í tíu þúsundköllum. Ég er búinn að heyra að bræðsluverðið byrji ekki nema í 20 krónum, en verð á mjöli og lýsi hefur fallið alveg svakalega síðan í fyrra.“
Daði er ánægður með gang mála á síðasta ári.
„Síðast ár var mjög gott hjá okkur. Við náðum að vera á makrílveiðum alveg fram í október og náðum öllum okkar kvóta í honum. Heildarafli og verðmæti liggur ekki alveg fyrr en árið var gott. Það gekk einnig vel á Jóni Kjartanssyni sem fiskaði mjög vel á loðnu og var aflhæstur á kolmunnanum. Útlitið fyrir árið í ár er líka nokkuð gott. Aukinn kolmunnkvóti, vonandi aukinn makrílkvóti, en síldin er niður um þriðjung og lítill upphafskvóti í loðnu. Það getur breyst til batnaðar en þessi djöfuls veiðileyfagjöld er hrikalega ósanngjörn. Þar er ekkert tillit tekið til þess hvað það kostar á ná í fiskinn og hve langt þarf að sækja hann. Eins og útlitið er, eru nokkrar útgerðir sem ekki hafa bræðslurnar með sér sem óvíst er að fara nokkuð á kolmunna. Menn kæra sig ekkert um að borga með sér á veiðunum,“ sagði Daði.
Meðfylgjandi myndir af Daða Þorsteinssyni og skipinu Aðalsteini Jónssyni SU í höfn á Akureyri tók Þorgeir Baldursson.

Heimild www.Kvotinn.is 

 

08.01.2014 21:26

smá norðan sperringur

                    Skvetta og Case 550 mynd þorgeir Baldursson

08.01.2014 20:46

Nokkur uppsjávarskip 2013

                  Birtingur NK 124 mynd þorgeir Baldursson 

             Ásgrimur Halldórsson SF  250 Mynd þorgeir Baldursson 

                Aðalsteinn Jónsson SU 11 mynd þorgeir Baldursson 

                       Heimaey Ve 1 Mynd þorgeir Baldursson 

               Jón Kjartansson SU 111 Mynd þorgeir Baldursson 

                   Huginn Ve  55 Mynd þorgeir Baldursson 

08.01.2014 18:17

á leið á loðnumiðinn úti fyrir norðurlandi

   Faxi RE á leiðinni á Loðnumiðinn fyrir norðan land 

 

 

                               Faxi RE 9  mynd þorgeir Baldursson  

 

 

07.01.2014 21:11

Veiðar togara hafa gengið vel

      pokinn á leið upp rennuna 

Þrátt fyrir leiðinda veður á miðunum undafarna daga  hafa flest togskip 

náð skammtinum sinum og hafa skipin verið að tinast inn og út meðan gefur

til veiða þvi að svo mun aftur bæta i vind um helgina og þá er ekki á visan að róa

           Smá pus  mynd þorgeir 

 

07.01.2014 15:31

Siggi Bjarna i Buktinni

                  Siggi Bjarna Gk 5 © Mynd þorgeir Baldursson 2011

          Siggi Bjarna tekur pokann © Mynd þorgeir Baldursson 2011

07.01.2014 00:20

40 ára gamall frystitogari aflahæðstur

Kleifarbergið RE aflahæðst frystitogara

já Víðir Jónsson og hans áhöfn á Kleifaberginu RE sem er 40 ára um þessar mundir geta vel tekið gleði sína núna því niðurstaða er kominn í afla hjá togaranum á móti Brimnesi RE.  

 

22 tonna munur !

niðurstaðan  11246 tonn hjá Kleifaberginu RE á móti 11224 tonn hjá Brimnesinu RE.  Ekki nema 22 tonna munur .

 

 

ekki nema 22 tonna munur er ansi fáheyrt þegar að tvo skip fiska þetta mikið og er þetta því vægast sagt ótrúlegt svo ekki sé meira sagt

              Kleifarberg RE 7 © mynd þorgeir Baldursson 2012

Ótrúlegur samanburður á milli skipanna

Að bera saman aflann á milli þessara tveggja skipa er í raun ótrúlegt.  fyrir það fyrsta þá dregur Brimnes RE tvö troll á meðan að Kleifaberg RE dregur eitt troll.  Annað er að Brimnes RE fór á makrílveiðar og fiskaði um 3 þúsund tonn af því, enn Kleifaberg RE var einungis  á botnfiskveiðum.

 

Svo ekki sé talað um að Brimnes RE er ekki nema 12 ára gamall togari á móti að Kleifaberg RE er 40 ára gamall.  í raun er það þannig að bera saman Brimnes RE og Kleifaberg RE er eins og að bera saman hvítt og svart.  bara tveir hlutir.  Aðalvélin í Brimnesi RE er 8 þúsund hestöfl á móti 3 þúsund hestöflum í Kleifabergi RE.  Togkrafturinn í Kleifabergi RE er ekki nema 43 tonn á móti 98 tonnum í Brimnesi RE

 

Að sögn Víðis Jónssonar skipstjóra þá á áhöfninn allan heiðurinn af þessum metafla því hún var dugleg að keyra fiskinn í gegnum vinnslulínur í skipinu.  Skipið fór í Barnetshafið og var stærsta löndun togarans 1028 tonn.

 

Glæsilegt ár hjá þessum öldungi í íslenska frystitogaraflotanum og er ekki annað hægt enn að óska áhöfn skipsins til hamingju með glæsilegt aflaár.

 

http://www.aflafrettir.is

 

06.01.2014 23:21

Skorið af Grásleppunetunum i dag

Hann virtist brattur á að grásleppuvertiðin yrði góð i ár og að verðið myndi lagast 

þegar hann hamaðist við að skera af netunum Guðjón Steingrimsson 

úgerðarmaður Hafdisar Helgu EA 51 um miðjan dag i Sandgerðisbótinni 

     Guðjón Steingrimsson mundar kutann ©mynd Þorgeir 2014

                        Hafdis Helga EA 51© Mynd Þorgeir Baldursson 

06.01.2014 16:21

Fréttir af vef sildarvinnslunnar

Eftir hátíðar létu skip Síldarvinnslunnar úr höfn föstudaginn 3. janúar. Ísfisktogarinn Bjartur hélt til hefðbundinna veiða og er ráðgert að hann komi til löndunar á morgun, þriðjudag. Frystitogarinn Barði mun hefja sína veiðiferð á grálúðumiðum austur af landinu. Börkur tók þátt í loðnuleit nokkurra veiðiskipa og kom að landi í morgun. Birtingur hélt til síldveiða suðaustur af landinu og kom hann til löndunar í morgun með um 330 tonn sem fengust í nokkrum köstum. Er síldarafli Birtings fyrsti farmur ársins sem kemur til vinnslu í Neskaupstað. 

 

Skipin sem leituðu að loðnu fundu hana í gær og láta vel af því sem sást. Loðnan fannst um 60 sjómílur norðvestur af hinu skilgreinda trollhólfi en ekkert veður er til nótaveiða. Loðnuskipin eru nú komin í land og bíða þess að veður lagist eða að loðnan gangi inn í trollhólfið. Má telja líklegt að sú bið taki 3-4 daga.vi þetta er að bæta að Aðalsteinn Jónsson Su kom til Akureyrar

i morgun ásamt öðru skipi og eitt skip mun hafa farið til Þórshafnar 

       1293- Birtingur Nk 124 © mynd þorgeir Baldursson 2013

      2699 Aðalsteinn Jónsson Su 11 © mynd þorgeir Baldursson 2014

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is