Færslur: 2015 Desember19.12.2015 01:38I flugtaki á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 18.12.2015 22:56Gitte Henning verður Beitir Nk 123
Skrifað af Þorgeir 18.12.2015 17:23Óli á Stað Gk settur á söluskrá
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur kallar kröfur um að fyrirtækið losi sig við kvóta hryðjuverk af hendi stjórnvalda í samtali við Aflafréttir.
Stakkavík er stærsta fyrirtæki landsins sem gerir út báta í króaaflamarkinu og hefur verið með meiri kvóta en lög gera ráð fyrir.
Samkvæmt grein Aflafrétta var fyrirtækið t.a.m. með 7,3 prósent kvótans í Krókaaflamarkinu árið 2015.
Segir Hermann tvennt í stöðunni, annars vegar að stofna annað félag um rekstur á einhverjum báti og komast þannig undir kvótaþakið eða að selja frá sér bát.
Báturinn Óli á Stað GK hefur því verið settur í sölu.
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur kom fram að bæjarráð legði til að bærinn nýtti ekki forskaupsrétt af skipinu og tilheyrandi aflaheimildum.
„Að mati bæjarráðs eru of margir óvissuþættir í málinu og áhætta sveitarfélagsins of mikil.
Stakkavík ehf. hyggst fjárfesta í öðru skipi og aflaheimildum í aflamarkskerfinu til að mæta þeirri minnkun sem salan hefur í för með sér.
Gangi áætlanir Stakkavíkur eftir hefur breytingin ekki afgerandi áhrif á atvinnulíf og samfélag í Grindavík,
og því ekki ástæða til að sveitarfélagið grípi inn í viðskiptin með því að beita forkaupsrétti,“ segir í fundargerð.
Segja Aflafréttir líklegast að báturinn fari til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði en greinilegt sé að Hermann sé síður en svo sáttur við þær skorður sem fyrirtækinu eru settar.
Stakkavík ehf á fyrir tvo báta í Aflamarkinu Gulltopp GK og Kristbjörgu HF og er þá stefnan á að auka hlutdeild í aflamarkinu.
Frétt af mbl.is af vef Aflafretta
myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 18.12.2015 08:53Skötuveisla um borð i Húna 2 I GærkveldiÞað myndaðist skemmtileg stemming um borð i Húna 2 i gærkveldi þegar Hollvina félagið bauð til skötuveislu um borð i bátnum sem að liggur við Torfunesbryggu þar voru um 80 manns og var glatt á hjalla eins og meðfylgjandi myndir bera með sér og voru gestir griðarlega ánægðir með veitingarnar i gærkveldi bar svo við að Oddur Helgi Halldórsson Eigandi Blikkrásar kom og Færði hollvinafélaginu inneignarbréf að upphæð 35000 kr og tók Fjóla Stefánsdóttir galdkeri við bréfinu fyrir hönd félagsins Siðan verður önnur veisla i kvöld þannig að á Annað hundrað manns verða i skötuveislu hjá Húnamönnum þetta árið Bestu þakkir fyrir mig
Skrifað af Þorgeir 17.12.2015 15:36Fundarboð Sjómannafélags EyjafjarðarSælir félagar. Það er skammt stórra höggana á milli. Sökum þess að sum ísfisk skip Samherja verða á sjó á milli jóla og nýárs höfum við ákveðið að setja á annan félagsfund til þess að sem flestir félagsmenn hafi tækifæri á að mæta. Ákveðið er að þessi viðbótarfundur verði þriðjudaginn 22. Desember kl. 13:30, hálf tvö. Hann verður á sama stað og fundurinn sem verðu 29. þe. á Bryggjunni, Starandgötu 49. Ég sendi þenna póst á ykkur alla sem hafið skráð ykkur inn á félagavef félagsins en því miður að þá er það ekki nema ríflega 1/3 félagsmanna og því vantar mikið á að það sé hægt að senda fjölpóst á félagmenn og vita með tryggum hætti að hann hafi borist öllum. Því vil ég treysta á að þið látið þetta berast ykkar í milli eins og kostur er til þess að mætingin verði sem best á báða fundina. Þá er auðvitað rétt að geta þess að Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands mun mæta á þennan fund líkt og fundinn á milli jóla og nýárs, þe þann 29.
Bestu kveðjur,
Konráð Alfreðsson formaður
Skrifað af Þorgeir 16.12.2015 08:262920 Ambassador 2 nýr Hvalaskoðunnarbátur til Akureyrar„Fjölgun farþega í hvalaskoðunarferðum hér á Eyjafirði kallaði á að við bættum við okkur skipi,“ segir Magnús Guðjónsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Ambassador ehf. Nýtt skip í eigu fyrirtækisins, Ambassador II, kom til Akureyrar í Fyrradag og verður það gert út til skoðunar- og skemmtisiglinga á Eyjafirði. Skipið var keypt notað frá Bodö í Noregi hvar það hefur í áraraðir verið nýtt til farþegaflutninga í eyjabyggðum við Lofoten. Það þykir því henta mjög vel í ferðaþjónustu, en það tekur alls um 150 farþega. Fyrir á Ambassador annað skip, samnefnt fyrirtækinu, og getur tekið 100 manns. Og i gær var haldin samkoma til að fagna komu skipsins þar sem að um eitthundrað manns mættu og siðan var farin smá prufusigling inná pollinn við mikla hrifningu viðstaddra en látum myndirnar tala Ambassador 2 i fiskihöfninni við komuna mynd þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 15.12.2015 10:521395 kaldbakur EA 1
Skrifað af Þorgeir 15.12.2015 09:501279 Brettingur RE 508 við Grænland
Skrifað af Þorgeir 13.12.2015 23:18Tveir Visirsbátar i höfn á Húsavik
Skrifað af Þorgeir 13.12.2015 17:38Faxi RE hefurfengið nafnið Kap VE
Skrifað af Þorgeir 12.12.2015 22:36Margret Ea orðin Högaberg FD
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is