Færslur: 2015 Desember

19.12.2015 13:14

1661 Gullver Ns 12

 1661 Gullver  Ns 12 Mynd þorgeir Baldursson 

19.12.2015 01:38

I flugtaki á Eyjafirði

               I flugtaki á Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson 

18.12.2015 22:56

Gitte Henning verður Beitir Nk 123

               Beitir Nk 123 við Bryggju mynd af FB siðu slippsins 

 

                 Gitte Henning verður Beitir Nk  mynd af vef Svn.is

     Gunnþór Ingvasson og Þorsteinn Már Baldvinsson mynd af Svn .is

Gitte Henning, stærsta uppsjávarskipið við Norður- Atlantshaf, var afhent Síldarvinnslunni í Frederikshavn í Danmörku í dag

og fékk þá nafnið Beitir. Skipið fór í slipp til skoðunar í morgun og nokkur spenna ríkti hvað varðaði skráningu þess af danskri skipaskrá og yfir á íslenska,

en ef skráning hefði dregist hefði skipið vart komist til heimahafnar í Neskaupstað fyrir jól.

Með samstilltu átaki og lengingu vinnudags tókst fulltrúum dönsku skipaskráinnar og Samgöngustofu að ljúka skráningarvinnunni

og er nú gert ráð fyrir að skipið komi heim á Þorláksmessu.

Samhliða þessu var gamli Beitir færður af íslenskri og yfir á danska skipaskrá, en hann gekk upp í kaupin á nýja skipinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Síldarvinnslunnar var að vonum ánægður að afhendingunni lokinni.

„Þetta er stórt og glæsilegt skip og fyrir hönd Síldarvinnslunnar er ég stoltur og ánægður.

Uppsjávarskip fyrirtækisins eru svo sannarlega glæsileg með tilkomu þessa nýja skips og ég er sannfærður um að þessi kaup verða farsæl fyrir Síldarvinnsluna.

Skipið er einungis rúmlega eins árs gamalt og allur búnaður í því er eins og best getur orðið, en það leysir af hólmi átján ára gamalt skip,“ sagði Þorsteinn.

Hinn nýi Beitir var smíðaður í skipasmíðastöðinni Weswen Baltiga í Klaipeda í Litháen og kom nýr til Danmerkur árið 2014.

Skipið er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn. Burðargeta skipsins er 3.200 tonn.

Frett Af www.svn.is 

 

18.12.2015 17:23

Óli á Stað Gk settur á söluskrá

                    2841  Óli Á Stað GK 99 Mynd þorgeir Baldursson 2014

               2841 óli á stað Gk 99 mynd þorgeir Baldursson 2014

 

Her­mann Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Stakka­vík­ur kall­ar kröf­ur um að fyr­ir­tækið losi sig við kvóta hryðju­verk af hendi stjórn­valda í sam­tali við Afla­frétt­ir.
 
Stakka­vík er stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem ger­ir út báta í króa­afla­mark­inu og hef­ur verið með meiri kvóta en lög gera ráð fyr­ir.
 
Sam­kvæmt grein Afla­frétta var fyr­ir­tækið t.a.m. með 7,3 pró­sent kvót­ans í Króka­afla­mark­inu árið 2015.
 
Seg­ir Her­mann tvennt í stöðunni, ann­ars veg­ar að stofna annað fé­lag um rekst­ur á ein­hverj­um báti og kom­ast þannig und­ir kvótaþakið eða að selja frá sér bát.
 
Bát­ur­inn Óli á Stað GK hef­ur því verið sett­ur í sölu.
 
Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur kom fram að bæj­ar­ráð legði til að bær­inn nýtti ekki fors­kaups­rétt af skip­inu og til­heyr­andi afla­heim­ild­um.
 
„Að mati bæj­ar­ráðs eru of marg­ir óvissuþætt­ir í mál­inu og áhætta sveit­ar­fé­lags­ins of mik­il.
 
Stakka­vík ehf. hyggst fjár­festa í öðru skipi og afla­heim­ild­um í afla­marks­kerf­inu til að mæta þeirri minnk­un sem sal­an hef­ur í för með sér.
 
Gangi áætlan­ir Stakka­vík­ur eft­ir hef­ur breyt­ing­in ekki af­ger­andi áhrif á at­vinnu­líf og sam­fé­lag í Grinda­vík,
 
og því ekki ástæða til að sveit­ar­fé­lagið grípi inn í viðskipt­in með því að beita for­kaups­rétti,“ seg­ir í fund­ar­gerð.
 
Segja Afla­frétt­ir lík­leg­ast að bát­ur­inn fari til Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði en greini­legt sé að Her­mann sé síður en svo sátt­ur við þær skorður sem fyr­ir­tæk­inu eru sett­ar.
 
Stakka­vík ehf á fyr­ir tvo báta í Afla­mark­inu Gulltopp GK og Krist­björgu HF og er þá stefn­an á að auka hlut­deild í afla­mark­inu.
 
Frétt af mbl.is af vef Aflafretta 
myndir Þorgeir Baldursson 
 
 

18.12.2015 08:53

Skötuveisla um borð i Húna 2 I Gærkveldi

Það myndaðist skemmtileg stemming um borð i Húna 2 i gærkveldi 

þegar Hollvina félagið bauð til skötuveislu um borð i bátnum sem að 

liggur við Torfunesbryggu þar voru um 80 manns og var glatt á hjalla 

eins og meðfylgjandi myndir bera með sér og voru gestir griðarlega ánægðir

með veitingarnar  i gærkveldi bar svo við að Oddur Helgi Halldórsson

 Eigandi Blikkrásar kom og Færði hollvinafélaginu inneignarbréf að upphæð 35000 kr

og tók Fjóla Stefánsdóttir galdkeri við bréfinu fyrir hönd félagsins

Siðan verður önnur veisla i kvöld þannig að á Annað hundrað manns 

verða i skötuveislu hjá Húnamönnum þetta árið 

Bestu þakkir fyrir mig 

    

           Karl Steingrimsson og Gylfi Guðmarsson  sáu um Eldamennskuna 

                   Oddur Helgi Og Fjóla Stefánsdóttir með gjafabréfið 

                   Fjóla Stefánsdóttir og Davið Hauksson fylla á kræsingarnar 

      Skötunni og saltfiskinum gerð góð skil með heimabökuðu rúgbrauði 

                             Lárus List lét sig ekki vanta og fær sér hamsafitu 

                           Vel var sett  á diskana svo að allir fengu nóg 

                                    Borðin svignuðu undan góðgætinu  

                          Gunni Árna og Fjóla Stefáns sáu um Hamsatólgina 

                                   Mikil Stemming og allir glaðir 

                       Árni Björn Árnasson og þorsteinn Pétursson 

              siðan var boðið uppá kaffi i Koniakstofunni i skutnum 

                 Aðalsteinn Birgir og Örn  Gæddu sér á góðmetinu 

            Siðan var kvittað i gestabókina áður en haldið var heimleiðis

                               Ragnar Ragnarsson  og Þórgnýr Dýrfjörð 

      Fjóla Stefáns og Þorsteinn Pétursson þökkuðu gestum  samveruna i kvöld

17.12.2015 15:36

Fundarboð Sjómannafélags Eyjafjarðar

Sælir félagar. Það er skammt stórra höggana á milli.

Sökum þess að sum ísfisk skip Samherja verða á sjó á milli jóla og nýárs höfum við ákveðið að setja á annan félagsfund

til þess að sem flestir félagsmenn hafi tækifæri á að mæta. Ákveðið er að þessi viðbótarfundur verði þriðjudaginn 22. Desember kl. 13:30, hálf tvö.

Hann verður á sama stað og fundurinn sem verðu 29. þe. á Bryggjunni, Starandgötu 49.

Ég sendi þenna póst á ykkur alla sem hafið skráð ykkur inn á félagavef félagsins

en því miður að þá er það ekki nema ríflega 1/3 félagsmanna og því vantar mikið á að það sé hægt að senda fjölpóst á félagmenn

og vita með tryggum hætti að hann hafi borist öllum.

Því vil ég treysta á að þið látið þetta berast ykkar í milli eins og kostur er til þess að mætingin verði sem best á báða fundina.

Þá er auðvitað rétt að geta þess að Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands mun mæta á þennan fund líkt og fundinn á milli jóla og nýárs, þe þann 29.

 

Bestu kveðjur,

 

Konráð Alfreðsson formaður

      Skipverjar á Súlunni Ea 300 taka Nótina mynd þorgeir Baldursson 

17.12.2015 08:46

2705 Sæþór EA 101

                2705 Sæþór EA 101 Mynd þorgeir Baldursson 2015

16.12.2015 08:26

2920 Ambassador 2 nýr Hvalaskoðunnarbátur til Akureyrar

„Fjölg­un farþega í hvala­skoðun­ar­ferðum hér á Eyjaf­irði kallaði á að við bætt­um við okk­ur skipi,“

seg­ir Magnús Guðjóns­son, skip­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Ambassa­dor ehf.

Nýtt skip í eigu fyr­ir­tæk­is­ins, Ambassa­dor II, kom til Ak­ur­eyr­ar í Fyrradag og verður það gert út til skoðunar- og skemmtisigl­inga á Eyjaf­irði.

Skipið var keypt notað frá Bodö í Nor­egi hvar það hef­ur í ár­araðir verið nýtt til farþega­flutn­inga í eyja­byggðum við Lofoten.

Það þykir því henta mjög vel í ferðaþjón­ustu, en það tek­ur alls um 150 farþega. Fyr­ir á Ambassa­dor annað skip, sam­nefnt fyr­ir­tæk­inu, og get­ur tekið 100 manns.

Og i gær var haldin samkoma til að fagna komu skipsins þar sem að um eitthundrað manns mættu og siðan var farin smá prufusigling 

inná pollinn við mikla hrifningu viðstaddra en látum myndirnar tala 

 

           Ambassador 2 i fiskihöfninni við komuna mynd þorgeir Baldursson 

                    Ambassador við komuna mynd þorgeir 2015

           Á fullri ferð  um 30 Milur  mynd þorgeir Baldursson 2015

          Komið inni Fiskihöfnina   mynd þorgeir Baldursson 2015

                 tekið á móti Springnum mynd þorgeir Baldursson 2015

            Kominn að  bryggju  Mynd þorgeir Baldursson 2015

  Magnús Guðjónsson skipst og Bjarni Bjarnasson stjórnarformaður © þorgeir 

        Gestir skoðuðu skipið af miklum áhuga  mynd þorgeir 2015

    Magnús Guðjónsson skipstjóri við Stjórnvölinn  mynd þorgeir 2015

     Pétur Olgeirsson og Magnús Guðjónsson mynd þorgeir Baldursson 2015

        útsýnið úr siglingunni i gærkveldi mynd þorgeir Baldursson 2015

15.12.2015 11:11

Remoy

            Norski Togarinn Remoy Mynd Eirikur Sigurðsson
 

15.12.2015 10:52

1395 kaldbakur EA 1

                      1395 kaldbakur EA 1 Mynd Þorgeir Baldursson 2015

15.12.2015 09:50

1279 Brettingur RE 508 við Grænland

   

              1279 Brettingur RE 508 mynd þorgeir Baldursson  2014

13.12.2015 23:18

Tveir Visirsbátar i höfn á Húsavik

            1030 Páll Jónsson og 972 Kristin ÞH 157 mynd þorgeir Baldursson 

13.12.2015 22:43

108 Húni 2 EA 740

               108-Húni 2 EA 740 mynd þorgeir Baldursson 2015

13.12.2015 17:38

Faxi RE hefurfengið nafnið Kap VE

      Faxi RE 9 Hefur fengið nafnið Kap Ve mynd þorgeir Baldursson 2014

12.12.2015 22:36

Margret Ea orðin Högaberg FD

Margret EA hefur fengið nýtt nafn Högaberg FD  Mynd þorgeir 2015

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is