Hafrannsóknastofnun metur stærð loðnustofnsins 675.000 tonn eftir nýafstaðinn leiðangur.
Loðna mynd þorgeir Baldursson 2016 |
Sighvatur Bjarnasson og Árni Friðriksson mynd þorgeir Baldursson 2016 |
Birkir Bárðarsson Leiðangursstjóri Árna Friðrikssyni RE 200 mynd þorgeir 2016 |
Loðnuleit mynd þorgeir Baldursson 2016 |
Ný aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015, byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum.
Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið.
Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2015/2016 173 þúsund tonn að meðtöldum þeim afla sem búið var að veiða þegar mælingar fóru fram.
Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 3. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær 21. janúar er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar.
Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku veiðiskipin Sighvatur Bjarnason VE, Sigurður VE og Jóna Eðvalds SF þátt í leit og kortlagningu
á útbreiðslu loðnunnar dagana 3. – 6. janúar. Auk þess var Sighvatur Bjarnason áfram við leit samhliða mælingum Árna Friðrikssonar til 11. janúar.
Samvinna þessara fimm skipa var lykilatriði við að ná góðri yfirsýn um útbreiðslu stofnsins. Leitarsvæðið náði frá Grænlandssundi og austur fyrir land.
Árni Friðriksson hóf mælingar út af Víkurál þann 4. Janúar, en varð frá að hverfa að kvöldi 5. janúar vegna óveðurs í Grænlandssundi.
Árni hóf aftur mælingar til vesturs frá Kolbeinseyjarhrygg þann 7. janúar. Mælingunni lauk 13. janúar út af Víkurál.
Aðstæður til bergmálsmælinga höfðu reynst erfiðar vegna veðurs mest alla yfirferðina og því ekki talið fært að nota niðurstöðurnar til rágjafar.
Dagana 13. – 20. janúar var veður mjög gott til mælinga og á þeim tíma náði Árni Friðriksson mælingu með landgrunnsbrúninni frá Grænlandssundi austur að Bakkaflóadjúpi.
Mat veiðistofns út frá þessari mælingu er um 675 þúsund tonn.
Heimild www.kvotinn.is
Myndir Þorgeir Balduursson