Færslur: 2016 Apríl21.04.2016 13:13Rækjuveiðar við Svalbarða
Grænlenski togarinn Timmiarmiut á rækjuveiðum Vaxandi rækjuveiði á Svalbarðasvæðinu Sigurður Þórðarson og áhöfn hans á grænlenska togaranum Timmiarmiut komu til Tromsö í Norður-Noregi í síðustu viku eftir 58 daga túr á Svalbarðasvæðið. Afraksturinn var 330 tonn af rækju að verðmæti 170-190 milljónir íslenskra króna.
GUÐJÓN EINARSSON gudjon@fiskifrettir.is Grænlenski togarinn Timmiarmiut er meðal um það bil tíu togara sem stundað hafa rækjuveiðar í Barentshafi að undanförnu, annars vegar í Smugunni og hins vegar á Svalbarðasvæðinu. „Við lögðu af stað frá Tromsö 12. febrúar síðastliðinn og vorum að veiðum á Svalbarðasvæðinu norðaustan við Hopen-dýpið, nánar tiltekið norðan við 76. gráðuna og við 36. gráðu austur,“ segir Sigurður Þórðarson skipstjóri í samtali við Fiskifréttir. „Fiskiríið var frekar dapurt fyrstu vikurnar en síðan fór það batnandi og undir það síðasta var komin góð veiði, alveg upp í 16-17 tonn á sólarhring þegar best lét. Við höfum ekki leyfi grænlenskra stjórnvalda til þess að veiða í Smugunni en önnur skip voru þar í ágætri veiði framan af. Undir það síðasta komu þau samt vestur á okkar svæði því bæði var veiðin farin að dala í Smugunni og eins hafa þau þurft að kljást við snjókrabbabátana sem eiga það til að leggja gildrur sínar á veiðislóð rækjutogaranna. Krabbabátar eru reyndar einnig hér á Hopen-svæðinu en við hörfum ekki lent í neinum árekstrum við þá, enda gefa þeir okkur alltaf upp staðsetningar á línum sínum sem við setjum inn á plotterana okkar.“ Sæmileg afkoma af veiðunum Að sögn Sigurðar eru Grænlendingar með 400-500 sóknardaga á Svalbarðasvæðinu. Alls verður fjórum grænlenskum skipum beitt á þessar veiðar í ár þannig að búast má við að sóknardagarnir klárist í júní. „Ég held að það sé vaxandi rækjuveiði í Barentshafi í ár. Mér finnst vera meiri kraftur í veiðinni enda er þorskurinn aðeins á undanhaldi. Þetta fer allt saman. Það er sæmileg afkoma af veiðunum núna miðað við að meðalafli á sólarhring sé kannski 10 tonn. Rækjuverð er tiltölulega hátt þótt það hafi reyndar lækkað nokkuð frá því í fyrra þegar það var í sögulegu hámarki. Stór hluti norska togaraflotans var á rækjuveiðum á síðasta ári og var sókn þeirra meiri en árin á undan. Hins vegar skilst mér að færri Norðmenn ætli á þessar veiðar í ár vegna þess að afli á þorskveiðum í Barentshafi hefur dregist saman og því tekur það skipin lengri tíma að ná þorskkvótum sínum en fyrr. Núna eru 3-4 norsk skip byrjuð á rækju en fleiri fara að drífa sig af stað þegar spurst hefur að veiðin sé að glæðast.“ Auk norsku skipanna og þeirra grænlensku eru skip frá Eystrasaltslöndunum á rækjuveiðum í Barentshafi og eitt íslenskt skip, Brimnes RE, hefur verið þar einnig. Fram kom í máli Sigurðar að rækjan sem þeir veiddu hafi verið á stærðarbilinu 220-265 stykki í kílóinu. Um það bil helmingurinn af afla skipsins fór í suðu um borð en hinn helmingurinn var iðnaðarrækja. Makrílvertíðin olli vonbrigðum Togarinn Timmiarmiut hét áður Atlantic Viking og var keyptur notaður frá Noregi fyrir tæpum þremur árum, ekki síst til þess að taka þátt í makrílveiðunum við Austur-Grænland auk rækjuveiða. Skipið er 56 metra langt og mælist 1700 brúttótonn. Í áhöfn eru Grænlendingar, Íslendingar og Færeyingar. „Skipið fer núna einn túr í viðbót á rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu og í sumar taka við makrílveiðar í Grænlandssundi. Makrílvertíðin í fyrra í grænlenskri lögsögu olli miklum vonbrigðum en árin tvö á undan voru tiltölulega góð. Það verður spennandi að sjá hvað árið í ár ber í skauti sér. Frystitogarar eins og okkar skip áttu í erfiðleikum í fyrra þegar veiðin var svona gloppótt en skip á partollveiðum með rúmgóða kælitanka náðu góðum árangri,“ segir Sigurður. Langt úthald Sigurður hefur verið skipstjóri á Timmiarmiut frá því að togarinn var keyptur til Grænlands í maí 2013. Hann var að lokum spurður hvernig honum líkaði svona langt úthald eins og verið hefur á rækjuveiðunum. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að bæði ég og fjölskyldan erum orðin vön því. Maður aðlagar sig bara að þessum aðstæðum og svo eru löng frí á móti. Því er þó ekki að neita að hátt í 60 daga túrar eru æði langt úthald og mun lengra en tíðkast sem hámark á íslenskum togurum. En það er dýrt á skipta um áhafnir alla leið frá Grænlandi og það hefur sjálfsagt áhrif á það hversu langar veiðiferðirnar eru,“ sagði Sigurður Þórðarson. Heimild Fiskifréttir Myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 21.04.2016 10:27Akamalik GR 6-6 Nuuk
Skrifað af Þorgeir 19.04.2016 22:47Kvalstein SF-2-V i Tromsö
Skrifað af Þorgeir 18.04.2016 21:54Tveir Hornafjarðarbátar við Slippkantinn
Skrifað af Þorgeir 17.04.2016 16:04Taurus EK 9914 á Rækjuveiðum i Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 16.04.2016 22:39Svalbarð W 303
Skrifað af Þorgeir 15.04.2016 20:596175 Magna EA 60
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is