Færslur: 2016 Maí16.05.2016 11:47Celebrity Eclipce á Akureyri i gærSkemmtiferðaskipið Celebrity Eclipce kom til Akureyrar i gær i einmunna bliðu um Borð voru 2856 Farþegar 1233 i áhöfn samtals 4089 sem að nýttu daginn vel flestir farþeganna voru frá Bandarikjunum alls um 1500 og um 800 frá Bretlandi Skipið stoppaði frameftir degi og notuð farþegar tækifærið til að skoða sig um i bænum ásamt þvi að allmargir fóru Gullnahringinn Goðafoss Mývatn og Dettifoss alls voru um 50 hópferðabilar á ferðinni bæði smáir og stórir fyrir utan leigubila sem að koma að svona vekefni skipið lét úr höfn um kl 19
Skrifað af Þorgeir 14.05.2016 12:12Hafsúlan Kemur til AkureyrarHvalaskoðunnarfyrirtækið Elding kom i gær með Hafsúluna sem að er 170 manna farþegabátur og mun hún verða hérna i nokkrar vikur meðan verið er að klára annan bát sem að Elding er með i breytingum i skipasmiðasstöð Njarðvikur sá mun fá nafnið Hólmasól einnig komu tveir minni bátar svokallaðir RIB sem að eru opnir Gúmibátar sem að taka allt að 12 farþega og gera forsvarsmenn Eldingar ráð fyrir þvi að fara fyrstu ferðina á morgun sunnudag að sögn Rannveigar Gretarsdóttur fræmkvæmdastjóra Eldingar i stuttu viðtali við Heimasiðuna
Skrifað af Þorgeir 13.05.2016 18:45Kleifarberg RE 70 heldur i RússasjóKleifarberg RE 70 kom til hafnar á Akureyri að morgni 12 Mai þar sem að landað var úr skipinu um 10000 kössum uppistaðan ufsi siðan var skipið gert klárt til þorskveiða i Rússnesku lögsögunni og haldið af staðum kl 22 um kvöldið efttir að tekin hafði verið olia og skipið ferðbúið alls tekur siglingin um sex sólahringa Skipstjóri i veiðferðinni er Árni Gunnólfsson og fyrsti stýrimaður Stefán Sigurðsson
Skrifað af Þorgeir 12.05.2016 22:18Hriseyjarferjan Sævar i slipp i dagHriseyjarferjan Sævar hefur verið i slipp undanfarna daga og á meðan hefur hvalaskoðunnarbáturinn Máni flutt farþega og vistir milli Hriseyjar og Árskóssands en ferjan ætti að verða klár i birjun næstu viku i áætlunarferðir fyrir Hriseyinga og aðra ferðamenn
Skrifað af Þorgeir 02.05.2016 17:56Ambassadorar á Pollinum i dag
Skrifað af Þorgeir 01.05.2016 20:44Isleifur 11 Visað til hafnar á Seyðisfirði
Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um kl.19.30 hvarf fiskiskipið úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu. Fjórir menn voru skráðir í áhöfn skipsins sem virtist vera á leið til Noregs. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi ítrekað að ná í skipið í gegnum fjarskipti og gervihnattasíma en án árangurs. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var því send austur til að leita að skipinu. Þá var varðskipið Týr sem statt er á austfjörðum sett í viðbragðsstöðu. Um klukkan eitt í nótt fann áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni. Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög. Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir. Í ljósi alvarleika málsins vísaði Landhelgisgæslan skipinu til Seyðisfjarðar þar sem mál þess verður rannsakað frekar. Landhelgisgæslan lítur þau mál mjög alvarlegum augum þegar um möguleg brot á reglum um vöktun og öryggismál er að ræða. Frétt LHG um málið
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 852 Gestir í dag: 24 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060267 Samtals gestir: 50927 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 12:54:16 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is