Færslur: 2017 Janúar31.01.2017 17:32Næraberg KG14 með 3200 tonn af Kolmunna
Skrifað af Þorgeir 29.01.2017 22:48Húni EA 740 i Klakaböndum
Skrifað af Þorgeir 28.01.2017 11:55Húna kaffi i morgun
Skrifað af Þorgeir 28.01.2017 11:48Sten Bergen I Krossanesi i morgun
Skrifað af Þorgeir 27.01.2017 22:43Stórbruni hjá Seig Ehf á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 25.01.2017 20:23Loðnukvótinn 57000 tonn
Eins og kunnugt er bentu mælingar á loðnustofninum í september/október 2016 til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2016/2017 væri lítill og í samræmi við samþykkta aflareglu var ákveðið að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar í janúar/febrúar 2017 gæfu tilefni til endurskoðunar. Vetrarmæling á loðnustofninum fór fram á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq dagana 11. – 20. janúar 2017 með það að markmiði að meta stærð veiðistofnsins. Rannsóknasvæðið var landgrunnið og landgrunnsbrúnin frá Grænlandssundi, austur með Norðurlandi og allt að norðanverðum Austfjörðum. Gerðar voru 2 mælingar á veiðistofninum. Sú fyrri fór fram dagana 12. – 15. janúar og fannst loðna frá sunnanverðum Vestfjörðum norður um og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Þar fyrir austan varð ekki vart við fullorðna loðnu. Þar sem veður var slæmt þegar mælingunni lauk biðu skipin á Siglufirði þar til veður batnaði. Síðari yfirferðin fór fram dagana 17. – 20. janúar á svæðinu frá Kolbeinseyjarhrygg og vestur um. Veður var viðunandi en ís hafði færst yfir hluta mælingasvæðisins í seinni yfirferðinni. Um 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í fyrri yfirferðinni og mæliskekkja (CV) var metin 0.2. Í síðari yfirferðinni mældust um 493 þúsund tonn og mæliskekkjan metin 0.23. Meðaltal þessara mælinga, 446 þúsund tonn, er mat á stærð veiðistofns. Gildandi aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015, byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 57 þúsund tonn. www.kvotinn.is Hjörtur Gislasson Skrifað af Þorgeir 22.01.2017 22:56Færeyingar mokfiska á Flæmingjagrunni
Árni Zachariasen, skipari á Váðasteini sigur, at teir hava umleið 240.000 pund av góðum toski. 15 mans hava verið við Váðasteini hendan túrin og fyribils er lastin seld fyri slakar 1,8 milj. krónur. Hetta er fyribilsupphædd, sigur skiparin Árni Zachariassen, nú veldst um hvat fiskurin fer at viga tá landað er og harafturat eisini hvussu alt kemur út, nevniliga hvussu støddin á fiskinum kemur at roynast. Váðasteinur kom á Toftir í kvøld um átta tíðina og farið var undir at landa við tað sama.
Um túrin sigur Árni Zachariasen, at teir fóru av Toftum 1. januar. Ferðin yvir gekk hampuliga væl, teir brúktu 8 samdøgur yvir á Flemis Chap. Fiskiskapurin gekk sera væl, tí tá teir høvdu fiska í umleið fim dagar, var skipið fult. Heimferðin gekk upp aftur betur enn ferð yvir, vit hava bert brúkt 6 1/2 samdøgur um heimferðina.
Slagið er gott, mest stórur toskur og sera lítið av øðrum, vit fingu nakrar fáa spraggur eisini og sóu eitt sløð av hýsu og øðrum fiski. Ætlanin er at fara av stað aftur við kós á Flemish Cap mikudagin.
Myndasyrpa þegar Klakkur og Agot mætast myndir Pól Eyðfinn Poulsen Hesar frálíku myndirnar hava vit fingið frá Pól Eyðfinn Poulsen umborð á Ågot. Hann tók tær, tá Klakkur og Ågot møttust á Grand Bank. Klakkur á veg til at landa og Ågot á veg til fiskiskap aftur á Flemish Kap. Fiskiskapurin á Flemish Kap hevur verið sera góður í ár og skipini vóna, at fáa tveir góðar túrar í part.
Skrifað af Þorgeir 22.01.2017 14:12Loðnuleit lokið litlar likur á Loðnuvertið 2017Loðnuleit sem að staðið hefur siðan 11 janúar lauk formlega i siðustu viku nánar tiltekið Fimmtudaginn 19 janúar litið sem ekkert fannst en svo að ekki er liklegt að gefinn verði út kvóti að minnsta kosti fyrst um sinn alls tóku þrjú skip þátt i leitinni Árni Friðriksson RE 200 Bjarni Sæmundsson RE 30 og Grænlenska Loðnuskipið Pólar Amaroq
Skrifað af Þorgeir 21.01.2017 22:442912 Óli á Stað Gk 99 nýsmiði hjá Seiglu
Skrifað af Þorgeir 21.01.2017 18:01Togarinn Dregur Cemluna til HelguvikurFlutningaskipið Cemluna varð í morgun fyrir vélarbilun þegar það var statt um 100 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Togbáturinn Togarinn sem gerður er út af Skipaþjónustu Íslands var sendur á vettvang og var tengt á milli skipanna. Að sögn Ægis Arnar Valgeirssonar, forstjóra Skipaþjónustunnar, gekk sú vinna vel en nú bíða skipin í vari hjá Vestmannaeyjum eftir að veður gangi niður til að geta siglt til Reykjavíkur. Cemluna er skráð á Kýpur en var á siglingu frá Álaborg í Danmörku til Helguvíkur. Ægir segir að veðrið sé ekkert rosalega skemmtilegt þessa stundina, en að allt hafi gengið eins vel og hægt var varðandi að tengja og draga skipið í dag. Segir hann að Togarinn sé með öflugustu Dráttarbátum landsins ef frá séu talin varðskipin og skipið hafi einmitt verið keypt fyrir aðstæður sem þessar Hann gerir ráð fyrir að skipstjórar muni fara yfir stöðuna aftur á morgun, en samkvæmt spá á veðrið ekki að ganga niður fyrr en á hádegi á morgun. Þá verði tekin ákvörðun um framhaldið. www.mbl.is Ljósmyndari Eyjafretta Óskar Pétur Friðriksson sendi mér þessa mynd i dag af skipunum þegar þau voru i vari við Vestmanneyjar
Skrifað af Þorgeir 20.01.2017 15:10Baráttufundur i Sjómannaverkfalli
Sem að brennur þungt á sjómönnum en næsti fundur hefur verið
Skrifað af Þorgeir 20.01.2017 10:17Góð Makrilveiði Við Hjaltlandseyjar
Føroyska Sjómansmissiónin19.01.2017 - 23:19Fiskur > Tíðindi > Føroyar Tað sigur skiparin Suni Jakobsen. Í gjár var Hoyvík liðug at landa tey 1.250 tonsini av makreli til Faroe Pelagic í Kollafirði, sum teir fiskaðu í ES sjógvi vestanfyri Hetland. - Vit hava kvotu í ES-sjógvi til ein túr afturat. Síðani vóna vit at kunna keypa svartkjaftakvotu. Seinni í ár fara vit aftur at veiða makrel og tá í føroyskum sjógvi, sigur Suni Jakobsen, skipari á Hoyvík Hann sigur eisini, at skipið royndist væl og er í góðum standi. Hoyvík fer avstað aftur í dag og 9 mans vera við. Norðmenninir sum vóru við fyrsta túrin eru farnir aftur til Norra. Meira frá Føroysku Sjómansmissiónini her
Skrifað af Þorgeir 17.01.2017 00:45Havborg EX Bessi Is 410 seldur til Rússlands
Skrifað af Þorgeir 14.01.2017 23:24Ilivileq Gr-2-201 Hélt til veiða i kvöld
Skrifað af Þorgeir 12.01.2017 19:492912 Oddur i Nesi SI 75úr Nýjustu Fiskifrettum sem að komu út i DAG Kjartan Stefánsson Myndir Þorgeir Baldursson thorgeirbald@simnet.is Nýr og glæsilegur Oddur á Nesi
Nýr og glæsilegur smábátur bætist senn í flotann í Fjallabyggð. Hann verður gerður út á leigukvóta og róið með landbeitta línu. Útgerðarfélagið BG Nes á Siglufirði fær á næstu dögum afhentan nýsmíðaðan krókaaflamarksbát. Báturinn er skráður rétt innan við 12 metra að lengd og er 29,5 brúttótonn. Hann hefur fengið nafnið Oddur á Nesi SI og kemur í staðinn fyrir samnefndan bát sem seldur hefur verið til Grindavíkur og heitir nú Daðey GK. BG Nes gerir einnig út krókaaflamarksbátinn Jón á Nesi ÓF. Nýi báturinn verður stærsti báturinn á landinu sem er í 12 metra kerfinu,
að því er Freyr Steinar Gunnlaugson, útgerðarmaður og skipstjóri bátsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Freyr sagði að þar sem báturinn væri innan við 12 metra og vélin væri ekki stærri en 221 kílówött þyrfti hann ekki stýrimann eða vélarvörð um borð. Tveir verða í áhöfn en rúm er fyrir fleiri enda eru í bátnum tveir tveggja manna klefar.
Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski. Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina. Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.
Oddur á Nesi mun róa með landbeitta línu og tekur allt að 100 bala. Freyr sagði að þeir hefðu reyndar sett 100 bala í gamla Odd á Nesi en vanalega reru þeir með 36 bala. Hann gerði ráð fyrir því að róið yrði að jafnaði með 48 bala á nýja bátnum. Freyr hóf útgerð árið 2006 þá aðeins 22 ára að aldri með því að kaupa 7 tonna krókaaflamarksbát og kvóta. Hann skýrði bátinn í höfuðið á Oddi Jónssyni afa sínum sem þá var nýlátinn. Oddur var ættaður frá Siglunesi og gekk jafnan undir nafninu Oddur á Nesi. Freyr lét smíða fyrir sig nýjan 15 brúttótonna bát hjá Siglufjarðar Seig árið 2010. Það er báturinn sem hann seldi nú ásamt 180 þorskígildistonna kvóta. „Ég seldi kvótann með til þess að fjármagna kaupin á nýja bátnum. Það er mikill ávinningur að vera á stærri báti. Ég get þá tekið stærri róðra og verið að í verri veðrum. Þegar veður eru slæm er jafnan hærra verð á fiskmörkuðum vegna minna framboðs,“ sagði Freyr. Freyr var spurður hvort ekki væri mikil áhætta fólgin í því að treysta á leigukvóta sem oft væri seldur á uppsprengdu verði. „Jú, en það eru þó skiptar skoðanir á því. Reyndar hefur verð á kvóta lækkað síðan ég seldi gamla bátinn. Menn hafa verið að kaupa kvóta fyrir lánsfé með miklum fjármagnskostnaði. Ég sé ekki mikinn mun á því hvort ég greiði bankanum háa vexti af kvótalánum eða leigi kvóta af einhverjum úti í bæ.
Ég hef líka línuívilnun upp á að hlaupa og þess vegna er ég með landbeitta línu,“ sagði Freyr. Freyr gat þess að nýi báturinn væri einnig útbúinn til handfæraveiða. Hann hefði hug á því að fara á Hornbankann í ágúst í sumar. Á þeim tíma er oft ævintýraleg veiði hjá færabátum og hafa þeir fengið fullfermi þar á skömmum tíma. Þegar rætt var við Frey í síðustu viku var hann á sjó á Jóni á Nesi ÓF enda var gott verð á mörkuðum fyrir þorskinn. Jón á Nesi er einnig gerður út hluta úr ári á línu og báturinn fer á grásleppu á vorin. Jafnframt er mögulegt að senda Jón á Nesi á handfæraveiðar á makríl. Verkefnin eru þannig næg hjá útgerðinni BG Nes.
Tæknilýsing á Oddi á Nesi Skráð lengd á nýja Oddi á Nesi SI er 11,9 metrar og breiddin er 5,59 metrar. Mesta lengd er 13,56 metrar.
Vélin er Scania DI-13 300hp. Búnaður í brú er meðal annars ES-70 með hliðarbotnstykkjum, dýptarmælir frá Simberg og straummælir frá Sónar. Önnur siglingatæki eru frá Pronav í Noregi, svo sem fjölnota tæki með plotter og radar, talstöðvar, A-class AIS tæki, myndavélakerfi o.fl. Línuspil, blóðgunarkar, línurenna, balahringur, lestarrennur og stútur fyrir lest koma frá Beiti. Háþrýstidæla er frá Búvís á Akureyri. Miðstöðvarkerfi kemur frá HGV í Færeyjum. Rafröst Ehf annaðist uppsetningu siglingatækja og Norðurlagnir sáu um miðstöðvarkerfi og pípulagnir.
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1053 Gestir í dag: 67 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019519 Samtals gestir: 49950 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:17:02 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is