Færslur: 2017 Febrúar

08.02.2017 16:07

155 Lundey NS 14

       155 Lundey NS 14 Mynd þorgeir Baldursson 2012

 

HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey NS  14 til Noregs.

Söluverðið er 1,1 milljón bandaríkjadollarar eða jafnvirði um 124 milljóna íslenskra króna.

Kaupandi er norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir það skipið.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda,

hefur kaupandinn fengið tilraunaveiðileyfi á laxsíld, m.a. á gulldeplu sem íslensk skip veiddu um hríð,

hjá norskum yfirvöldum og verður skipið notað til þeirra veiða. Áformað er að sigla Lundey til Noregs um næstu helgi.

Lundey var smíðuð árið 1960 í Rendsburg í Þýskalandi.

Áður en skipið komst í eigu HB Granda hét skipið Guðrún Þorkelsdóttir SU

og var það gert út frá Eskifirði. Lundey er 62,95 metrar milli lóðlína og 10,40 metrar að breidd og mælist skipið 836 brúttórúmlestir.

Lundey var lagt haustið 2015 vegna komu Venusar NS til landsins.

 

07.02.2017 23:37

Mjúkur Koss á Pollinum

 Hoffell Su 80 og 1731 Mjölnir kyssast á Pollinum mynd þorgeir Baldursson 2017

07.02.2017 23:37

NÝR bátur frá trefjum til Frakklands

                                        Ptit Zico MN 933-512 Trefjar .is

Á dögunum afgreiddi Bátasmiðjan Trefjar ehf í Hafnarfirði

nýjan Cleopatra bát til Royan á vesturströnd Frakklands.
Að útgerðinni stendur Aurelien Dumon sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið “P‘tit ZICO”. Báturinn er 11brúttótonn. “P‘tit ZICO” er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 tengd ZF286IV gír.
Siglingatæki eru frá Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til neta og línuveiða. 

Báturinn er einnig útbúinn fyrir lítið troll til veiða á lifandi beitu sem notuð er við línuveiðarnar.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest.

vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Royan allt árið,

reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna  um miðjan febrúarmánuð. 3 menn verða í áhöfn.

 

 

 

 

 

 

07.02.2017 22:53

Loðnuleit útifyrir norðurlandi

Allmörg Norsk Loðnuskip eru nú að leita eða eru á leiðinni úti fyrir norðurlandi 

ásamt Polar Amaroq og Árna Friðrikssyni og hafa norsku skipin farið allveg inná 

Skagafjörð og i minni Eyjafjarðar en litið fundið varðskipið Týr er á Þistilfirði 

þaðan sem gott er að fylgjast með ferðum skipanna en spáð er brælu næstu 

tvo sólahringa samhvæmt vef Veðurstofu Islands 

        Fiskebas við bryggju á Fáskrúðsfirði mynd óðinn Magnasson 2017

                   2350 Árni Friðriksson RE 200 Mynd þrgeir Baldursson 

05.02.2017 20:09

Stækkun viðlegukants við Akureyrarhöfn

                                         Mynd af Port.is 

                      Dan Fighter mynd Viðir Már Hermansson 2017

         Uppskipun i fullum gangi Mynd Viðir Már Hermansson 2017

        Stálverkið er umtalsvert MYND Viðir Már Hermansson 2017

Flutningaskipið Dan Fighter kom til Akureyrar á laugardagsmorgun með járnþil

sem á að fara í að lengja Tangabryggju til suðurs.
Lengingin á að tengja saman bryggjurnar hjá Bústólpa og Tangabryggju. 
Mun þá Tangabryggjan verða að heildarlengd  c.a 240metrar

og ætti að vera hægt að taka á móti tveimur meðalstórum skemmtiferðaskipum i einu á þeirri bryggju.  
Einnig verður hægt að taka þar á móti stærstu skipunum þar. sem eru vel yfir 300 metra löng.

Myndir og teksti Viðir Már Hermansson 

05.02.2017 17:54

Góð Þorskveiði við Grænland

  Grænlenskur sjómaður með 22 kilóa Þorsk Mynd þorgeir Baldursson 

Þokkaleg þorskveiði hefur verið Grænlandsmegin við linuna að sögn skipverja 

á Grænlenska frystitogaranum Ilivileq sem að dótturfyrirtæki Brims H/f gerir út 

en skipið landaði i siðustu viku i hafnarfirði um 450 tonnum og að löndun lokinni

var haldið strax aftur til veiða 

            Ilivileq  GR á veiðum við Grænland Mynd þorgeir Baldursson 

04.02.2017 16:16

Húnakaffi i morgun

                 Húna kaffi i morgun mynd þorgeir Baldursson 2017  

           Kaffi umræður i morgun mynd þorgeir Baldursson 2017

       Stinni og Leifur mættu i kaffi mynd þorgeir Baldursson 2017

          Alli    Stefán Bogi og Steini Pé mynd þorgeir Baldursson 2017

                    Tveir góðir skipperar mynd þorgeir Baldursson 

                 Málin rædd yfir Kaffibolla mynd Þorgeir Baldursson 

          Frissi og Bjarni Bjarna mynd þorgeir Baldursson 

     Spáð i spilin með kaffibollann mynd þorgeir 2017

   Þorsteinn Pétursson mynd þorgeir Baldursson 2017

04.02.2017 15:16

Norðingur KG 21 kemur með kolmunna til Fáskrúðsfjarðar

                   Norðingur KG 21 Mynd Óðinn Magnasson 2017

            Norðingur KG 21 mynd Óðinn Magnasson 2017 

I morgun kom Færeyska nótaskipið Norðingur KG 21til Fáskrúsfjarðar 

skipið var  með góðan afla alls var það um 1900 tonn af kolmunna

sem að landað verður hjá Loðnuvinnslunni i dag og er þetta kærkominn 

afli fyrir  vinnsluna og starfsfólkið 

 

 

04.02.2017 15:00

Einn sótsvartur

                  Seigur 2 EA 80 mynd þorgeir Baldursson 2017

Hún er ekki falleg aðkoman að bátunum sem að voru inni hjá Seig EHF 

Þegar kviknaði i þar um daginn mikið sót og ljóst að mikil þrif biða starfsmanna 

fyrirtækisins næstu vikur 

04.02.2017 14:49

Verkfall sjómanna nýtt til slipptöku

  1937 Björgvin EA311 og 1902 Höfrungur 3 AK 250 Mynd þorgeir Baldursson 

I morgun var Björgvin EA 311 tekin niður úr Flotkvinni hjá slippnum þar sem

að unnið hefur verið að viðhaldi skipsins meðal anns almálun 

og skömmu siðar var Höfrungur AK 250 tekin upp i Flotkvinna væntanlega i 

svipuðum erindagjörðum 

03.02.2017 19:57

Fyrsta loðna vertiðarinnar á Fáskrúðsfjörð

         Norska loðnuskipið Fiskebas SF -230-F  Mynd Óðinn Magnasson 2017

  Fiskebas SF -230 -F  við bryggju á Fáskrúðfirði Mynd Óðinn Magnasson 2017

         Terta i boði Loðnuvinnslunnar mynd Óðinn Magnasson 2017

I dag kom Fyrsta loðnan á þessari vertið til Fáskrúðsfjarðar en það norska uppsjávarveiðiskipið 

Fiskebas SF-230-F sem að kom með um 160-170 tonn loðnan er stór og góð 

aflanum verður landað hjá Loðnuvinnslunni i fyrramálið það hefur skapast hefð að færa 

erlendum uppsjávarveiðskipum tertu þegar þau landa hjá fyrirtækinu og að sjálfsögðu

var það gert i dag það er Óðinn Magnasson vert hjá veitingastaðnum sumarlina sem að gerir 

þetta listavel og tók meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

03.02.2017 13:06

Polar Amaroq i loðnuleit og frystir aflann um borð

          Pólar Amaroq GR -18-49 MYND ÞORGEIR Baldursson 

 

Í gær var greint frá því hér á heimasíðunni www.svn.is 

að grænlenska skipið Polar Amaroq hefði fengið 350-400 tonn af loðnu norðnorðaustur af Langanesi

og væri hún fryst um borð í skipinu. Auk þess að veiða mun Polar Amaroq leita að loðnu

og eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun um borð.

Í morgun ræddi heimasíðan við Guðmund Hallsson stýrimann

og sagði hann að tekið hefði verið eitt hol fyrir vinnsluna í gærkvöldi og fengust þá 250 tonn.

Verið væri að vinna þann afla um borð en skipið væri nú byrjað að sigla eftir leitarleggjunum.

Sagði Guðmundur að það hefði verið „ágætt að sjá“ á blettinum sem skipið var á í gær

og nú yrði spennandi að sjá hvað kæmi út úr leitinni.

 

03.02.2017 12:35

Little og Stóri við bryggju á Akureyri

   Frosti ÞH 229 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

Ákveðinnar gremju og óþreyju gætir í röðum útgerðarmanna

í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra,

vegna andvaraleysis ráðherranna gagnvart verkfalli sjómanna samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag.

„Í samtölum við útgerðarmenn í gær kom þessi gagnrýni fram,

þótt útgerðarmenn væru með orðum sínum ekki að vísa frá sér og sjómönnum þeirri ábyrgð

sem þeir bera á að leysa deiluna en vísuðu til þess að stjórnvöld réðu yfir ákveðnum tækjum til þess að höggva á hnúta.

Sömuleiðis hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins

sé farið að gæta óþreyju gagnvart aðgerðaleysi ofangreindra ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag,

að ríkisstjórnin geti ekki látið reka á reiðanum þegar helsta atvinnugrein landsmanna er í lamasessi.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, á von á stuttum sáttafundi í dag.

Ekkert nýtt hafi komið frá viðsemjendum sem gefi tilefni til þess að samningar gætu tekist,“ segir í Morgunblaðinu.

Samkvæmt yfirlýsingum frá bæði sjómönnum og útvegsmönnum hefur strandað á

olíuverðsviðmiðun og endurheimt sjómannaafsláttar í samningaviðræðunum nú.

Sjómannaafslátturinn var fyrst settur á á sjötta áratugnum til að liðka fyrir samningum við sjómenn,

en staða útvegsins á þeim tíma var mjög erfið. Afslátturinn var svo afnuminn af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,

en Steingrímur J. Sigfússon var þá fjármálaráðherra.

Í samningalotunni síðastliðið haust var komið vilyrði frá þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni,

um skattleysi af ákveðinni upphæð dagpeninga. Það vilyrði virðist hafa fallið niður með myndun núverandi ríkisstjórnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst því yfir að ekki verði sett lög á verkfallið.

Á hinn bóginn gæti einhver íhlutun stjórnvalda líklega liðkað til fyrir lausn deilunnar

og hljóta skattfríir dagpeningar að vera hluti af henni. Í því samhengi má benda á að flugmenn og flugfreyjur

njóta slíkra fríðinda á grundvelli þess að verið sé að vinna fjarri heimili.

Heimild Morgunblaðið 

 

02.02.2017 18:13

2699 Aðalsteinn Jónsson Su 211

Aðalsteinn Jónsson SU 211 hefur verið i söluferli undafarna mánuði og mun það vera 

langt komið þó ekki svo að þegar skipið var hérna i slipp og búið var að mála yfir nafn og Númer

það kom seinkun i söluna svo að merkja þarf skipið á nýjan leik með sinu gamla nafni 

og verður skipinu siglt til Eskifjarðar i kvöld Væntanlegur kaupandi 

er erlendur og verður skipið sennilega gert út i samráði við islenska Útgerð  

        2699 Aðalsteinn Jónsson 2 su 211 mynd þorgeir Baldursson 2017

02.02.2017 14:22

Polar Amaroq með fyrstu loðnuna á vertiðinni

 Grænlenskur Loðnusjómaður mynd þorgeir Baldursson

 

            Polar Amaroq á Loðnumiðunum  Myndir  Þorgeir Baldursson 

 

Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða og -rannsókna á þriðjudagskvöld,

en um borð í skipinu eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun.

Heimasíðan sló á þráðinn um hádegið í dag og spurði frétta.

Bæði var rætt við Geir Zoega skipstjóra og Guðmund Hallsson stýrimann.

Þegar rætt var við þá félaga var skipið statt um 54 mílur norðnorðaustur af Langanesi á hefðbundinni loðnuslóð.

Fram kom hjá þeim að í gær hefðu þeir orðið varir við töluvert af loðnu á þessum slóðum og kom það nokkuð á óvart

ef tekið er tillit til þeirra mælinga sem áður hafa farið fram.

Nokkuð erfitt hafi verið að meta magn en tekin voru tvö hol í gærkvöldi

og nótt og fengust þá 350-400 tonn af stórri og fallegri loðnu og reyndist hrognafyllingin vera á bilinu 10-11%.

Fyrra holið var mjög stutt en hið síðara um fjórir tímar.

Vel gengur að frysta loðnuna um borð í Polar Amaroq en skipið getur fryst hátt í 200 tonn á sólarhring.

Gert er ráð fyrir að rannsóknaskip frá Hafrannsóknastofnun haldi til loðnuleitar á morgun

en að sögn þeirra Polar-manna er veður heldur leiðinlegt á leitarsvæðinu um þessar mundir.

Þá er von á norskum og færeyskum skipum á næstunni og þá fjölgar þeim sem svipast um eftir loðnunni.

Geir Zo?ga sagði að menn hresstust alltaf þegar fyrsta loðnan kæmi um borð.

„Maður verður glaður og bjartsýnn þegar loðnulyktin finnst og við höfum heyrt að skip hafi orðið vör við loðnu víðar fyrir norðan land.

Vonandi verður loðnuvertíðin miklu betri en gert hefur verið ráð fyrir,“ sagði Geir að lokum.

www.svn.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1247
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060663
Samtals gestir: 50940
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08
www.mbl.is