Færslur: 2017 Febrúar08.02.2017 16:07155 Lundey NS 14
HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey NS 14 til Noregs. Söluverðið er 1,1 milljón bandaríkjadollarar eða jafnvirði um 124 milljóna íslenskra króna. Kaupandi er norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir það skipið. hefur kaupandinn fengið tilraunaveiðileyfi á laxsíld, m.a. á gulldeplu sem íslensk skip veiddu um hríð, hjá norskum yfirvöldum og verður skipið notað til þeirra veiða. Áformað er að sigla Lundey til Noregs um næstu helgi. Áður en skipið komst í eigu HB Granda hét skipið Guðrún Þorkelsdóttir SU og var það gert út frá Eskifirði. Lundey er 62,95 metrar milli lóðlína og 10,40 metrar að breidd og mælist skipið 836 brúttórúmlestir. Lundey var lagt haustið 2015 vegna komu Venusar NS til landsins.
Skrifað af Þorgeir 07.02.2017 23:37Mjúkur Koss á Pollinum
Skrifað af Þorgeir 07.02.2017 23:37NÝR bátur frá trefjum til Frakklands
Skrifað af Þorgeir 07.02.2017 22:53Loðnuleit útifyrir norðurlandiAllmörg Norsk Loðnuskip eru nú að leita eða eru á leiðinni úti fyrir norðurlandi ásamt Polar Amaroq og Árna Friðrikssyni og hafa norsku skipin farið allveg inná Skagafjörð og i minni Eyjafjarðar en litið fundið varðskipið Týr er á Þistilfirði þaðan sem gott er að fylgjast með ferðum skipanna en spáð er brælu næstu tvo sólahringa samhvæmt vef Veðurstofu Islands
Skrifað af Þorgeir 05.02.2017 20:09Stækkun viðlegukants við Akureyrarhöfn
Skrifað af Þorgeir 05.02.2017 17:54Góð Þorskveiði við Grænland
Skrifað af Þorgeir 04.02.2017 16:16Húnakaffi i morgun
Skrifað af Þorgeir 04.02.2017 15:16Norðingur KG 21 kemur með kolmunna til Fáskrúðsfjarðar
Skrifað af Þorgeir 04.02.2017 15:00Einn sótsvartur
Skrifað af Þorgeir 04.02.2017 14:49Verkfall sjómanna nýtt til slipptöku
Skrifað af Þorgeir 03.02.2017 19:57Fyrsta loðna vertiðarinnar á Fáskrúðsfjörð
Skrifað af Þorgeir 03.02.2017 13:06Polar Amaroq i loðnuleit og frystir aflann um borð
Í gær var greint frá því hér á heimasíðunni www.svn.is að grænlenska skipið Polar Amaroq hefði fengið 350-400 tonn af loðnu norðnorðaustur af Langanesi og væri hún fryst um borð í skipinu. Auk þess að veiða mun Polar Amaroq leita að loðnu og eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun um borð. Í morgun ræddi heimasíðan við Guðmund Hallsson stýrimann og sagði hann að tekið hefði verið eitt hol fyrir vinnsluna í gærkvöldi og fengust þá 250 tonn. Verið væri að vinna þann afla um borð en skipið væri nú byrjað að sigla eftir leitarleggjunum. Sagði Guðmundur að það hefði verið „ágætt að sjá“ á blettinum sem skipið var á í gær og nú yrði spennandi að sjá hvað kæmi út úr leitinni.
Skrifað af Þorgeir 03.02.2017 12:35Little og Stóri við bryggju á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 02.02.2017 18:132699 Aðalsteinn Jónsson Su 211Aðalsteinn Jónsson SU 211 hefur verið i söluferli undafarna mánuði og mun það vera langt komið þó ekki svo að þegar skipið var hérna i slipp og búið var að mála yfir nafn og Númer það kom seinkun i söluna svo að merkja þarf skipið á nýjan leik með sinu gamla nafni og verður skipinu siglt til Eskifjarðar i kvöld Væntanlegur kaupandi er erlendur og verður skipið sennilega gert út i samráði við islenska Útgerð
Skrifað af Þorgeir 02.02.2017 14:22Polar Amaroq með fyrstu loðnuna á vertiðinni
Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða og -rannsókna á þriðjudagskvöld, en um borð í skipinu eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun. Heimasíðan sló á þráðinn um hádegið í dag og spurði frétta. Bæði var rætt við Geir Zoega skipstjóra og Guðmund Hallsson stýrimann. Þegar rætt var við þá félaga var skipið statt um 54 mílur norðnorðaustur af Langanesi á hefðbundinni loðnuslóð. Fram kom hjá þeim að í gær hefðu þeir orðið varir við töluvert af loðnu á þessum slóðum og kom það nokkuð á óvart ef tekið er tillit til þeirra mælinga sem áður hafa farið fram. Nokkuð erfitt hafi verið að meta magn en tekin voru tvö hol í gærkvöldi og nótt og fengust þá 350-400 tonn af stórri og fallegri loðnu og reyndist hrognafyllingin vera á bilinu 10-11%. Fyrra holið var mjög stutt en hið síðara um fjórir tímar. Vel gengur að frysta loðnuna um borð í Polar Amaroq en skipið getur fryst hátt í 200 tonn á sólarhring. Gert er ráð fyrir að rannsóknaskip frá Hafrannsóknastofnun haldi til loðnuleitar á morgun en að sögn þeirra Polar-manna er veður heldur leiðinlegt á leitarsvæðinu um þessar mundir. Þá er von á norskum og færeyskum skipum á næstunni og þá fjölgar þeim sem svipast um eftir loðnunni. Geir Zo?ga sagði að menn hresstust alltaf þegar fyrsta loðnan kæmi um borð. „Maður verður glaður og bjartsýnn þegar loðnulyktin finnst og við höfum heyrt að skip hafi orðið vör við loðnu víðar fyrir norðan land. Vonandi verður loðnuvertíðin miklu betri en gert hefur verið ráð fyrir,“ sagði Geir að lokum. www.svn.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1247 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060663 Samtals gestir: 50940 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is