Færslur: 2017 Mars

25.03.2017 10:28

Stefnir is 28i braelu à Halanum

  Stefnir is 28 mynd torgeir baldursson 2016

19.03.2017 13:48

Qavak fær gefins á miðunum

  

        Qavak fær gefins á miðunum  Mynd óskar P friðriksson 2017

19.03.2017 11:02

Aðalbjörg RE i brælu á Faxaflóa

                  Aðalbjörg RE i brælu mynd þorger Baldursson 

19.03.2017 11:00

Grettir Ba 39

  

                            Grettir Ba 39 Mynd þorgeir Baldursson 

19.03.2017 10:41

Óli á stað Gk

                         Óli Á Stað GK Mynd þorgeir Baldursson 

19.03.2017 10:39

Sædis ÞH 305

  

                                Sædis Þh 305 mynd þorgeir Baldursson 

18.03.2017 12:03

1345 Blængur NK 125

            1345 Blængur Nk 125 Mynd Guðlaugur B Birgisson  2017

18.03.2017 10:02

Múlaberg ÓF 32 og Július Geirmundsson IS 270

           Múlaberg ÓF 32 0g Július Geirmundsson IS 270 mynd þorgeir Bald

18.03.2017 09:56

Gamle Oksoy i Kristjansand

       Gamle Oksoy I Kristjansand mynd þorgeir Baldursson 2015

18.03.2017 09:39

Góður gangur i Loðnunni

Þrjú skip fengu góðan loðnu­afla djúpt út af Bjargtöng­um í gær. Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son, skip­stjóri á Hug­in VE, tel­ur all­ar lík­ur á að um vestang­öngu sé að ræða, en þá geng­ur loðnan suður með Vest­fjörðum.

„Það er mynd­ar­leg hrygna fremst í þess­ari göngu og þroski hrogn­anna góður. Jap­ansk­ur eft­ir­litsmaður hér um borð er mjög ánægður með loðnuna og við höf­um ekki fengið eins mikið af hrogn­um í vet­ur eins og út úr þessu kasti,“ sagði Guðmund­ur, en hrogn­in vinna þeir og frysta um borð.

Þetta var síðasta kast þeirra á Hug­in á vertíðinni þar sem kvót­inn náðist með því. Einnig voru Heima­ey VE og græn­lenska skipið Qa­vag á sömu slóðum. Eft­ir er að veiða 5-6 þúsund tonn af 200 þúsund tonna loðnu­kvóta, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

         Huginn ve 55 á loðnumiðunum Mynd þorgeir Baldursson 

 

 

17.03.2017 23:40

Ufsatúr á Sléttbak EA 4

   Sléttbakur EA 4 heldur til veiða frá Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Kristján Halldórsson skipst mynd þorgeir Baldursson

     Hamast við að fiska um 20 tonn uppistaðan Ufsi myn þorgeir Bald

           Trollið tekið Stebbi og Ingólfur mynd þorgeir Baldursson 

                   Góður afli og vænn ufsi Mynd þorgeir Baldursson 

                Siðan var Aflinn Hausaður  Mynd þorgeir Baldursson 

            Og snyrtur á borðinu Mynd þorgeir Baldursson 

   Ágúst Vilhelmsson Bátsmaður og Kristján Halldórsson skipst mynd þorgeir 

 siðan Pakkaði Ágúst mynd þorgeir Baldursson 

   Hlöðver Steingrimsson bendir ufsanum hvert eigi að fara mynd þorgeir 

       Sléttbakur EA 4 togar við sólarupprás  Mynd þorgeir Baldursson 

17.03.2017 15:23

1270 Mánaberg ÓF 42 selt til Rússlands fór i dag

   

                1270 Mánaberg ÓF 42 Mynd þorgeir Baldursson 2011

Lagði af stað til Múrmansk nú rétt áðan. 

Frystitogarinn Mánaberg ÓF í eigu Ramma hf. hefur verið seldur til Rússlands. Skipið lagði af stað til Múrmansk nú rétt áðan frá Ólafsfirði. 

Sólberg ÓF, hinn nýi frystitogari Ramma hf., sem verið hefur í smíðum í Tyrklandi, mun leysa af hólmi frystitogarana tvo, Sigurbjörgu og Mánaberg. Sigurbjörg ÓF er óseld og er nú að veiðum í Barentshafi.

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri Ramma hf. tjáði Fiskifréttum að vonast væri til þess að nýi frystitogarinn legði af stað heim frá Tyrklandi um miðjan apríl. 

af vef fiskifretta 
 

17.03.2017 08:37

Slök Grálúðuveiði

              Örfirsey RE 4 Mynd þorgeir Baldursson 2016

 

„Við höf­um svo til ein­göngu haldið okk­ur á djúp­slóð all­an túr­inn og leit­in hef­ur fyrst og fremst beinst að djúpkarfa. Það er góð spurn eft­ir hon­um um þess­ar mund­ir. Veiðin hef­ur gengið ágæt­lega og við stefn­um að því að koma til hafn­ar í Reykja­vík nk. mánu­dag,“ er haft eft­ir Ævari Jó­hann­es­syni, skip­stjóra á frysti­tog­ar­an­um Örfiris­ey RE, á vef HB Granda.

Rætt var við Ævar nú síðdeg­is, en Örfiris­ey fór í veiðiferðina fljót­lega eft­ir að sjó­manna­verk­fall­inu lauk fyr­ir mánuði og hef­ur skipið komið einu sinni inn til milli­lönd­un­ar á þeim tíma.

Afl­inn upp úr sjó í veiðiferðinni var í dag orðinn um 760 tonn og hann sagðist því reikna með því að heild­artal­an yrði ríf­lega 800 tonn þegar siglt yrði til hafn­ar.

„Við byrjuðum túr­inn á Eld­eyj­ar­bank­an­um fljót­lega eft­ir að loðnan var geng­in þar yfir og þar feng­um við stór­an og góðan þorsk. Í fram­hald­inu færðum við okk­ur út í Skerja­djúpið þar sem leitað var að djúpkarfa. Afla­brögðin voru góð en auk djúpkarfa var afl­inn gulllax og dá­lítið af ufsa,“ seg­ir Ævar.

Á hött­un­um eft­ir djúpkarfa og gulllaxi

Tog­ar­inn var síðdeg­is í dag kom­inn á svæðið djúpt vest­ur af Látra­bjargi.

„Það brældi syðra og við færðum okk­ur því hingað norður eft­ir. Sem fyrr eru það djúpkarfi og gulllax, sem við erum á hött­un­um eft­ir, en einnig grá­lúða. Það hefði reynd­ar mátt ganga bet­ur á grá­lúðuveiðunum en það er eins og göng­urn­ar eða ætið vanti. Hita­skil eru hér úti um allt og við erum bún­ir að draga eft­ir þeim. Við átt­um von á meiru, til dæm­is út af Hampiðju­torg­inu, en það gekk ekki eft­ir. 

Svipaða sögu er að segja af grá­lúðuveiðum víðar. Höfr­ung­ur III AK byrjaði til dæm­is í Seyðis­fjarðar­djúp­inu eft­ir verk­fall og fékk þá góðan grá­lúðuafla í fyrstu hol­un­um. Síðan tregaðist afl­inn og mér skilst á skip­stjór­um annarra skipa að það sé lítið af grá­lúðu að hafa fyr­ir aust­an um þess­ar mund­ir. Svo er það norðurkant­ur­inn en þar hef­ur lengst af verið ótíð,“ seg­ir Ævar, sem kvart­ar þó ekki und­an veðrátt­unni.

„Við höf­um reynd­ar verið mest á suðurmiðum en það hef­ur ekki einn ein­asti dag­ur fallið úr hjá okk­ur á veiðum í þess­um túr. Það er ekki oft sem það ger­ist í fe­brú­ar og mars.“????

AF vef Hb granda 

16.03.2017 22:17

Siðasta Sjóferðin

                     Sæbjörg Á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 Hilmar Mynd þorgeir Baldursson 

    Æfing Sigvaldi Torfasson kennari fyrir miðju Mynd þorgeir Baldursson 

 
 

Ólíklegt er að Sæbjörgin, öðru nafni Slysavarnaskóli sjómanna, fari oftar í hringferð um landið. Til að svo gæti orðið þyrfti að fara í kostnaðarsamar viðgerðir á skipinu, sem Hilmar Snorrason skólastjóri segir að ekki liggi fyrir ákvörðum um að ráðist verði í.

Í mörg ár fram til 2008 voru haldin námskeið fyrir sjómenn um borð í Sæbjörg víða á landsbyggðinni yfir sumarmánuðina. Eftir hrun var ekkert siglt fyrr en árið 2014 að farið var í hringferð um landið. „Síðan höfum við ekkert farið og til að við hreyfum okkur frá Austurbakkanum þarf að fara í stóra viðgerð, sem ég efast um að farið verði í vegna kostnaðar enda er skipið orðið tæplega 43 ára gamalt,“ segir Hilmar í samtali við Morgunblaðið í dag.

Að sögn Hilmars er komin tæring í svokallaðan tanktopp á sjótank neðst í skipinu. Til að komast að honum þyrfti m.a. að rífa kennslustofur og vistarverur í skipinu og það sé mikið fyrirtæki. Hann segir að skrokkurinn sjálfur sé í góðu lagi og sömuleiðis vélbúnaður.

Alþjóðleg réttindi uppfærð

Mikið hefur verið að gera í Slysavarnaskólanum í vetur og fullt á öll námskeið. Frá áramótum hafa meðal annars verið haldin námskeið til að uppfæra alþjóðleg réttindi, en kröfur þar um breyttust í byrjun janúar. Hilmar segir að þetta eigi bæði við um innlend og erlend flutningaskip og fiskiskip, sem skráð eru í öðrum löndum. Talsvert sé af íslenskum sjómönnum á erlendum skipum.

Tíu manns starfa hjá Slysavanaskóla sjómanna, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur. Sumarið 1998 gaf ríkið félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna og var skipið nefnt Sæbjörg, en það var smíðað í Þrándheimi 1974.

Heimild Kvotinn .is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

13.03.2017 13:04

Samningur um Hafnsögubát

Nýverið var undirritaður samningur um smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands en báturinn verður staðsettur á Akureyri.

Lengi hefur verið brýn þörf á nýjum og öflugri dráttarbáti en þeim tveimur sem Hafnasamlag Norðurlands hefur yfir að ráða. Hinn væntanlegi dráttarbátur verður 22 m langur, 9 m breiður og mun hafa 41. tonna togkraft samanborið við 11,2 tonna togkraft sem stærri dráttarbátur Hafnasamlagsins, Sleipnir, býr yfir.

Skemmtiferðaskipum sem hafa viðkomu á Akureyri og í öðrum höfnum á Norðurlandi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og jafnframt hafa skipin stækkað umtalsvert frá því sem áður var. Einnig koma stór olíuskip reglulega til Akureyrar. Að öllu samanlögðu kalla fleiri og stærri skip á að til staðar sé mun öflugri dráttarbátur en Hafnasamlag Norðurlands ræður yfir í dag.

Einnig mun hinn nýi dráttarbátur verða mikilvægt öryggistæki fyrir skip og báta við Norðurland, að því ógleymdu að hann mun jafnframt þjóna stórskipahöfninni á Bakka á Húsavík og er samvinna milli hafnanna nú þegar hafin.

Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á Samgönguáætlun 2016-2018. Smíði hans er styrkt af hluta af Hafnabótasjóði. Í ljósi þess að á fjárlögum fyrir árið 2016 var samþykkt fjárveiting til smíðinnar var það sameiginleg niðurstaða Hafnasamlags Norðurlands og Vegagerðinnar að fela Ríkiskaupum útboð á smíðinni á Evrópska efnhagssvæðinu. Ríkiskaup vann útboðsgögn og auglýsti smíði bátsins í sumarbyrjun 2016.

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS ehf. annaðist hins vegar þarfalýsingu smíðinnar. Átta tilboð bárust í smíðina og voru þau opnuð í nóvember sl. Hagstæðasta tilboðið átti spænska skipasmíðastöðin Armon í Navia á Spáni upp á 3,8 miljónir evra. (um 430 millj. ísl. króna á núverandi gengi). Gert er ráð fyrir að smíðin taki fjórtán mánuði og því má ætla að dráttarbáturinn komi til Akureyrar í sumarbyrjun 2018.

Smíðasamningarnir voru undirritaðir á veitingastaðnum 1862, í Menningarhúsinu Hofi 9. mars sl. 

 

           Frá Undirritun Samningsins i Hofi mynd þorgeir Baldursson 2017

                   Svona litur hann út Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is