Færslur: 2017 Mars

12.03.2017 22:42

Polar Amaroq Aflahæðstur á Loðnunni

               Polar Amaroq GR18-49  Mynd þorgeir Baldursson 

Polar Amaroq Aflahæðstur með  12126 tonn i 7sjö veiðiferðum segir á www.aflafrettir.is 

12.03.2017 13:04

2891 Kaldbakur EA1 Siglir inn Eyjafjörð

Hann er Glæsilegur  Nýji Kaldbakur EA 1 á siglingu inn Eyjafjörðinn 

á leið til heimahafnar á Akureyri þar sem að fjöldi fólks tók á móti skipinu 

ásamt forsvarsmönnum og eigendum ÚA og Samherja

og siðan var gestum boðið að skoða skipið og þiggja veitingar i matsal 

Útgerðarfélags Akureyringa 

 

2891 Kaldbakur EA1 á siglingu á Eyjafirði  Þann 4 Mars Mynd þorgeir Baldursson 

12.03.2017 13:04

2795 Mávur Si 76

I gærkveldi var Mávur SI 76 fluttur um borð i Samskip Skaptafell sem að flytur bátinn til Noregs 

þangað sem  hann hefur verið seldur 

 

11.03.2017 13:44

Ambassador til Reykjavikur

          2848 Ambassador  á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

   Ambassador hefur verið i hvalaskoðun siðan 2013 mynd þorgeir 

        Ambassador kemur til Akureyrar 7júni 2013 mynd þorgeir Baldursson 

Ambassador lagði af stað til Reykjavikur um Hádegisbilið i dag og reiknaði Órn Stefánsson skipst 

með að vera um 24-26 klst á leiðinni þangað og verður birjað með reglulegar ferðir frá Reykjavik

þann 14 mars næstkomandi 

Hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Ambassa­dor ehf. á Ak­ur­eyri hyggst færa út kví­arn­ar á næst­unni og hefja einnig rekst­ur í Reykja­vík.

Fyr­ir­tækið hef­ur tekið bryggju á leigu við Vest­ur­bugt í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík. Frá sömu bryggju verður hvala­skoðun­ar­skipið Sail­or einnig gert út.

Útgerð skipa og báta til hvala­skoðunar og ann­ars kon­ar ferða hef­ur vaxið hröðum skref­um frá Reykja­vík­ur­höfn á und­an­förn­um árum. Er þessi at­vinnu­veg­ur orðinn mjög blóm­leg­ur, og sifelt fleiri að fara i þessa atvinnu grein 

10.03.2017 18:14

Eyrall með Bjarna Sæmundssyni RE 30 i gær

I gærmorgun Fóru 2 og 3 árs nemar við Háskólann á Akureyri i leiðangur með Bjarna Sæmundssyni RE30 

og var farið frá Dalvik undir leiðsögn Harðar Sævaldssonar alls voru 7 nemendur og siðuritari með i för 

og var tilgangurinn stofnstærðarfræði sem að felst i þvi að mæla og kvarna fisk þessi leiðangur er farinn árlega

og eru teknar 5 stöðvar i Eyjafirði og þetta byggir á sömu forsendum og hefðbundin röll hjá Hafró 

og er gert til að fylgjast með vexti viðgangi stofna i Eyjafirði og gefur nemendum tækifæri á að spreyta 

sig við raunverulegar aðstæður á sjó aflabrögð voru misjöfn eftir togslóðum en þó áberandi mest i utanverðum 

firðinum þar sem að alls fengust um 200 kg af karfa 

    Keyrt i springinn  Kallinn i brúnni mynd þorgeir Baldursson 2017

              Haldið útá Eyjafjörð mynd þorgeir Baldursson 2017

                    Kalllinn spáir i hvar er best að kastatrollinu 

   Leiðangursstjórinn  útskýrir fyrir nemendum hvað er verið að gera 

            Menn voru mishressir enda smá kaldi á útleiðinni 

                                  Trollinu kastað nemendur fylgjast með 

                                                      Allt klárt  laggó 

                                                   Lásað i hlerann

                          Hifopp litið i um 200 kg stæðsta halið i túrnum 

                                        Verið að stærðarmæla 

                           og teknar Kvarnir úr ýsu

                                         Aflinn settur i lestina 

 

         
 

10.03.2017 00:03

1395 Sólbakur Ea 301

            1395 Sólbakur EA 301 mynd Þorgeir Baldursson 9 mars 2017

08.03.2017 17:03

Fullfermi án þess að kasta nótinni

   

     Dælt úr nótinni á Qavak Mynd Guðmundur Kristjánsson 

Grænlenska loðnuskipið Qavak er nú í sinni fjórðu veiðiferð á miðunum út af Snæfellsjökli. Áhöfnin, 14 manns, er að hluta skipuð íslendingum. Þar með er skipstjórinn, Gylfi Viðar Guðmundsson, en hann er einn af eigendum  Hugins VE 55 og alla jafnan  skipstjóri á því skipi á móti Guðmundi Hugin Guðmundssyni. Qavak er gert út af grænlenska útgerðar- félaginu Arctic Prime Fisheries aps sem Brim hf er hluthafi í.

Að sögn Gylfa hefur Polar Amaroq yfirleitt séð um að veiða grænlenska loðnukvótann eða megnið af honum en fyrir skömmu var gefinn út 6.600 tonna kvóti fyrir Qavak.

,,Það var því drifið í að gera skipið klárt fyrir loðnuveiðarnar og það varð úr að ég tók að mér skipstjórn og er hér ásamt tveimur öðrum úr áhöfn Hugins. Þetta er ágætis skip, smíðað árið 1999 og hét áður Ventla og var gert út frá Noregi. Burðargetan er um  1600 tonn,“ segir Gylfi en hann hélt veiðarfæralaus frá Reykjavík með það að markmiði að taka loðnunótina um borð á Norðfirði. Það atvikaðist þó þannig að áhöfnin fékk að dæla afla úr nótinni hjá Hugin VE og fleiri skipum út af Þorlákshöfn og þar fékkst fullfermi eða um 1.500 tonn.

,,Við lönduðum þeim afla á Neskaupstað og tókum þar 440 metra langa og 110 metra djúpa nót um borð.“

Frábær aðstaða hjá Hampiðjunni
Önnur veiðiferðin var ekki söguleg en í þriðju veiðiferð í gær , þegar skipið var að veiðum við Snæfellsnes, rifnaði nótin í stóru kasti.


,,Við náðum að dæla 500 tonnum úr nótinni en í framhaldi héldum við til Reykjavíkur þar sem netagerðarmenn Hampiðjunnar sáu um að gera við nótina. Aðstaðan hjá Hampiðjunni er frábær og við vorum því skotfljótir að gera við nótina.

Við lönduðum svo loðnunni í Helguvík í gærkvöldi og komumst aftur út snemma í morgun. Nú um hádegisbil erum við á fyrsta kasti og það gætu verið um 700 tonn í nótinni. Stefnan er sú að fylla sem fyrst en svo verður haldið til hafnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvar við löndum en best væri að geta farið til Helgvíkur aftur.

Þangað er stutt og þægileg sigling. Við eigum svo að öllu óbreyttu einn túr eftir og við líkt og fleiri horfum til þess að vestanganga loðnu skili sér,“ segir Gylfi.

Góð reynsla af DynIce 
Gylfi er ekki með öllu ókunnur þjónustu Hampiðjunnar og framleiðsluvörum því hann var einn þeirra fyrstu til að reyna DynIce togtaugarnar með frábærum árangri. 

,,Togtaugarnar eru tær snilld og við á Hugin erum bara einu sinni búnir að skipta og fá okkur nýjar. Gömlu taugarnar nýtast okkur í grandara og fleira, sennilega meira en ævilangt. Nú eru menn komnir með hið ofursterka DynIce í alla teina á loðnunótunum. Það er eins og með togtaugarnar. Það er miklu léttara og þægilegra að eiga við næturnar núna, þökk sé DynIce teinunum,“ segir Gylfi Viðar Guðmundsson.

08.03.2017 14:13

Barði NK hálfnaður i hafrórallinu

                    1976 Barði NK 120 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Barði NK kom til Neskaupstaðar í dag en skipið er nú hálfnað í ralli Hafrannsóknastofnunar. Haldið var í rallið hinn 28. febrúar sl. og er Barða ætlað að toga á 182 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svonefndu norðaustursvæði. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að rallið hafi gengið einstaklega vel til þessa. „Það er búin að vera rennandi blíða allan tímann og ekkert sem hefur tafið okkur. Þetta hefur því gengið eins og best er á kosið. Nú munum við landa í Neskaupstað og fara síðan út aftur annað kvöld og taka seinni hluta rallsins. Við erum búnir fyrir norðan land en eigum eftir Digranesflakið og suður að Gerpistotu og þaðan höldum við síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka og út að miðlínu,“ sagði Steinþór.

08.03.2017 12:10

Minkandi rækjuveiði við Nýfundaland

Alvarleg þróun, segja fiskifræðingar.

Rækjuveiðar eru einn mikilvægasti þátturinn í sjávarútvegi við austurströnd Kanada. Nú horfir illa með rækjustofnana úti fyrir strönd Labrador og hluta Nýfundnalands. Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt að magn rækju á svokölluðu svæði 6 sé það minnsta frá því mælingar hófust. 

Samkvæmt mati sem gert var í síðustu viku eru aðeins 104.000 tonn af veiðanlegri rækju á áðurnefndu svæði sem er fjórðungi minna en árið 2015, en þarna mældust 785.000 tonn árið 2006. Á svæði 5 sem er við hliðina hefur einnig orðið fjórðungs samdráttur í magni en á svæði 4 varð lítilsháttar aukning sem gæti stafað af hafstraumum, að sögn sérfræðinga. 

Í ráðuneytinu er nú verið að vinna að veiðiráðgjöf sem birt verður í næstu viku og send stjórnvöldum og hagsmunaaðilum til umfjöllunar. 

Frá þessu er skýrt á vefnum FISHupdate.com

              Canadiskir Eftirlitsmenn Mynd þorgeir Baldursson 

 

08.03.2017 10:21

Loup Des Mers Nýr bátur til Frakklands

                                  Loup Des Mers Mynd Trefjar 2017

Ný Cleopatra 33 til Noirmoutier í Frakklandi

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á döguum nýjan Cleopatra bát til Noirmoutier á vesturströnd Frakklands.
Að útgerðinni stendur Christophe Corbrejaud sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið “Loup Des Mers”. Báturinn er 11brúttótonn. “Loup Des Mers” er af gerðinni Cleopatra 33.
Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF286IV gír.
Siglingatæki eru frá Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Báturinn er einnig útbúinn fyrir lítið troll til veiða á lifandi beitu sem notuð er við línuveiðarnar.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Noirmoutier allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um miðjan marsmánuð. 2 menn verða í áhöfn.

Heimild www.trefjar.is 

 

 

08.03.2017 10:04

Löndunnarbið i Eyjum

    Mikil og góð veiði er nú á loðnumiðunum við Snæfellsnes og svo mikil að

Löndunnarbið er núna i Eyjum Heimaey Ve 1 biður löndunnar

og Sighvatur Bjarnasson VE 81 kemur fulllestaður til hafnar um 1500 tonn 

svo að mikill uppgangur er hjá starfsfólki i fiskvinnslu og sjómönnum  i Eyjum 

Og siðan fór Herjólfur sina fyrstu ferð þetta árið i Landeyjarhöfn og gekk sú ferð að óskum 

    

  Heimaey Ve 1 og Sighvatur Bjarnasson Ve 81 Mynd óskar P Friðriksson 2017

       Huginn Ve 55 og Sigurður ve 15 Mynd Óskar P Friðriksson 2017

            Heimaey Ve 1 og Herjólfur Mynd Óskar P Friðriksson 2017

 

08.03.2017 09:59

Gulliver Ns Landar i Hafnarfirði

                       Gullver NS Mynd Elias Bjarnasson  2017

07.03.2017 14:20

millilöndun i fyrsta túr eftir12 daga veiðiferð

                     Landað Úr Blæng Nk Mynd þorgeir Baldursson 2017

                   Allur afli á Brettum mynd þorgeir Baldursson 2017

   Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipst og Karl Jóhann Birgisson mynd þorgeir 2017

Blæng­ur NK kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri í gær eft­ir 12 daga veiði, en þetta er fyrsta veiðiferð skips­ins eft­ir gagn­ger­ar breyt­ing­ar sem gerðar voru á skip­inu í Póllandi. Landaði skipið ein­um gámi af þorski auk þess sem þar var unnið að nokkr­um lag­fær­ing­um og breyt­ing­um á vinnslu­dekki. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem ger­ir skipið út.

Haft er eft­ir Bjarna Ólafi Hjálm­ars­syni skip­stjóra að þessi veiðiferð sé fyrst og fremst hugsuð til að prófa búnað um borð. Seg­ir hann að veiðarfæri og veiðibúnaður hafi reynst vel sem og skipið.

„Við höf­um að und­an­förnu verið að veiðum úti fyr­ir Norður­landi og þar hef­ur mokveiðst af ufsa og þorski. Við höf­um togað stutt á hverj­um sól­ar­hring og síðan látið reka á meðan aflinn er unn­inn. Ég reikna með að við verðum viku til viðbót­ar í þess­um fyrsta túr eft­ir breyt­ing­ar á skip­inu,“ er haft eft­ir Bjarna.

06.03.2017 21:52

183 Sigurður ve 15 og 2883 Sigurður Ve 15 með fullfermi

              2883 Sigurður Ve 15 mynd óskar P Friðriksson 2017

       183 Sigurður Ve 15 á leið inn Eyjafjörð Mynd þorgeir Baldursson 

Það er svolitill munur á þessum tveimur sá gamli með 1550 tonn 

Á landleið i Krossanes við Eyjafjörð 

á meðan sá nýji er með 2800 tonn við bryggju i eyjum 

06.03.2017 20:21

1414 Áskell Egilsson og Dóri

 Það var létt yfir Halldóri Áskelssyni þegar frettaritari siðunnar átti leið um fiskihöfnina

en eins og kunnugt er keyptu þeir  bátinn frá húsavik i fyrra þar sem að hann bar nafnið Haförn 

fleiri upplýsingar um bátinn má finna á siðu Árna Björns www.aba.is 

                  1414 Áskell Egilsson EA mynd þorgeir Baldursson 2016

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is