Færslur: 2017 Apríl06.04.2017 08:19Forpost MK 362
Skrifað af Þorgeir 06.04.2017 00:06Málað og snyrt um borð i Berki NK i Færeyjum
Skrifað af Þorgeir 05.04.2017 15:43Norðmenn láta smiða i Bangladess
Útgerðin H. Östervold AS í bæjarfélaginu Austervoll í Noregi hefur samið við skipasmíðastöð í Bangladess, Western Marine Shipyard, um smíði á tog- og nótaskipi sem verður 80,3 metra langt og 17 metra breitt. Skipið mun kosta fullbúið 11,7 milljónir evra plús 50,2 milljónir norskra króna, en þetta gerir samtals 2,1 milljarð ISK. Frá þessu er skýrt á vefnum Kystmagasinet.no. Þar er nefnt til samanburðar að jafnlangt uppsjávarskip, Marlene S, sem smíðað var fyrir aðra útgerð í Austervoll hafi kostnað 140-150 milljónir norskra króna þegar það var smíðað árið 2012 í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það jafngildir 1,8-2,0 milljörðum ISK á núverandi gengi. Tekið er fram að í Marlene S hafi verið sett notuð vél og annar notaður búnaður. Á vefnum þykir það athyglisvert að Celiktrans eða einhver önnur tyrknesk skipasmíðastöð skuli ekki hafa valin að þessu sinni, en hönnuður skipsins er Sawicon sem teiknað hefur mörg skip sem smíðuð hafa verið í Tyrklandi. Ólíklegt þykir að ástæðan sé pólitískur órói og hermdarverk í Tyrklandi því stjórnmálaástandið í Bangladess sé ekki síður óstöðugt. Þess vegna þykir líklegra að samkeppni um verð hafi ráðið valinu. Skipasmíðastöðin er tiltölulega óþekkt í Noregi en hefur smíðað skip frá árinu 2000, m.a. fimm gámaskip og bílferju fyrir Dani, átta flutningaskip fyrir þýskt fyrirtæki og minni uppsjávarskip fyrir heimamarkað. Smíðatími skipsins er 23 mánuðir frá undirritun samningsins sem þýðir að afhendingardagur er 17. desember 2018.
Skrifað af Þorgeir 04.04.2017 15:47Sigurbjörg ÓF 1 á landleið i bræluÞegar haldið var á sjó i siðustu viku mættum við Sigurbjörgu ÓF 1 á Skjálfandaflóa en skipið var að koma af veiðum i Barentshafi og að sögn Guðmundar Gauta á Siglufirði var togarinn með um 230 tonn af flökum sem að telst fullfermi landað var úr skipinu á siglufirði og þvi næst haldi aftur til veiða á sömu mið við Noreg Þar sem að skipið er statt þegar þetta er skrifað
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 994 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060410 Samtals gestir: 50929 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:57:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is