Færslur: 2017 Maí30.05.2017 08:20Sjómenn mótmæla i FæreyjumAllt er nú á suðupúnti i Færeyjum eftir að Högni Heydal gaf það út i vikunni að hann vildi taka allann kvótann af færeyskum skipum og setja á uppboð það hugnast útgerðarmönnum og sjómennum ekki enda fjölmörg störf sjómanna i hættu ef að svo fer enda hafa mörg skipanna veitt i lögsögu annara rikja meðal annas Enniberg sem að hefur stundað veiðar i Barentshafi i mörg ár
Skrifað af Þorgeir 29.05.2017 22:48Með fullfermi i fyrsta túr á Barða NK 120Ísfisktogarinn Barði NK kom til Neskaupstaðar í nótt. Skipið var kjaftfullt, með 112 tonn, og var uppistaða aflans stór og fallegur þorskur. Skipstjóri í veiðiferðinni var Bjarni Már Hafsteinsson og var þetta fyrsta veiðiferð hans í skipstjórastólnum á Barða. Í samtali við heimasíðuna sagði Bjarni að nú væri loksins genginn stór fiskur á hefðbundin austfirsk togaramið en að undanförnu hefur þar einungis fengist smár fiskur. Þá sagði Bjarni að í veiðiferðinni hefði orðið vart við makríl á Fætinum. „Þessi veiðiferð gekk ágætlega rétt eins og fyrsta veiðiferðin mín sem skipstjóri á Bjarti NK á sínum tíma og það er alltaf gott að byrja vel. Við hófum veiðar á Lónsbugtinni og vorum þar í ýsu en afli var heldur tregur. Þá var haldið á Lúlla og Lovísu og reyndar þaðan upp undir Borgarstjórann og var aflinn þar sæmilegur. Næst lá leiðin á Undirbyrðarhrygg og þaðan út á Þórsbanka í karfa og ufsa. Síðan veiddum við í Vonarbrekku og norður undir Herðablað og þar fékkst stór og góður þorskur. Í reyndinni var þar aðgæsluveiði,“ sagði Bjarni.
Skrifað af Þorgeir 28.05.2017 08:09Svifnökkvi á EyjafirðiMorgunblaðið /Skapti Hallgrimsson Myndir .Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 27.05.2017 08:352250 Sleipnir á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 26.05.2017 23:06Færnafnið Björg eins og manmma
Nýr ísfiskstogari Samherja verður sjósettur á morgun laugardaginn 26.maí í Tyrklandi.
Skipið mun fá nafnið Björg EA 10, heimahöfn þess verður á Akureyri og verður skipið afhent á haustdögum. Skipið fær nafn sitt frá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, Björgu Finnbogadóttur. Fjögur systurskip hafa verið í smíðum hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Um er að ræða ísfisktogara með nokkuð nýstárlegu útliti. Kaldbakur EA 1 kom til heimahafnar á Akureyri í mars, en Kaldbakur bætist við flota Útgerðarfélags Akureyrar. Björgúlfur EA 312, nýtt skip Samherja, er að sigla heim frá Tyrklandi og er nú staddur vestur af Portúgal en hann mun skila sér til heimahafnar á Dalvík undir vikulokin. Drangey SK2 er nýtt skip Fisk Seafood á Sauðárkróki, skipið er væntanlegt heim í lok sumars og kemur hann til með að leysa af hólmi Klakk SK5. Síðasta skipið af þessum fjórum systurskipum verður sjósett á morgun laugardaginn 26.maí. Skipið fær nafnið Björg með skráningar númerið EA 10 og verður heimahöfnin á Akureyri. Skipið verður afhent á haustdögum. Skipið fær nafn móður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, Bjargar Finnbogadóttur. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segist sérstaklega spenntur fyrir því að hefja rekstur á þessum nýju skipum, enda hafi endurnýjun á flotanum verið orðin löngu tímabær.
Skrifað af Þorgeir 26.05.2017 22:341274 Páll Pálsson is seldur til Vinnslustövarinnar i Vestmannaeyjum
AF vef Bæjarinsbesta Innan skamms lýkur 45 ára sögu togarans Páls Pálssonar ÍS í útgerðarsögu Hnífsdals og Ísafjarðar. Nýr Páll er væntanlegur á allra næstu misserum. „Skipið hefur verið til sölu í tvö ár. Við erum ekki alveg búnir að ganga frá sölu en við vonumst til að það skýrist mjög fljótlega,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Hann vill á þessu stigi ekki greina frá væntanlegum kaupanda skipsins. Fyrirtækið hefur fundað með áhöfn Páls og henni kynnt áformin. Einar Valur segir að gangi salan eftir, fari Páll til nýs eiganda um mánaðamótin júní júlí. Samkvæmt heimildum BB verður Páll seldur til Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin er með Breka VE, systurskip nýja Páls, í smíðum í Kína.
Skrifað af Þorgeir 26.05.2017 09:33Tveir Góðir
Skrifað af Þorgeir 24.05.2017 23:512917 Sólberg ÓF 1Það var mikil gleði i Fjallabyggð um siðustu helgi þegar nýtt skip Ramma HF kom til landsins eftir um 2 vikna siglingu frá Tyrklandi þar sem að það var smiðað fjöldi fólks fylgdist með þegar skipið sigldi inná Ólafsfjörð uppundir bryggju og þandi skipsflautuna siðan hélt það til Siglufjarðar þar sem að skipið var tollafgreitt en á laugardaginn var móttökuathöfn þar sem að skipinu var formlega gefið nafn og blessað Skipstjórar Sólbergs ÓF 1 eru Sigþór Kjartansson og Trausti Kristinsson og Yfirvélstjóri Þórður Þórðarsson meira um þetta i nýjustu Fiskifréttum sem að komu út i dag
Skrifað af Þorgeir 22.05.2017 23:312842 Óli Á Stað Gk 99 i fyrsta Róður frá SiglufirðiHinn nýji Óli Á Stað Gk 99 fór i sinn fyrsta róður að kveldi 20 Mai og það var heppilegt að á bryggjunni þegar báturinn var að fara var sjávarútvegsráðherra Þorgerður katrin Gunnarsdóttir sem að brást vel við og sleppti springnum þegar haldið var til veiða aflinn i veiðiferðinni var um 10 tonn og var uppistaðan þorskur þessu var svo fagnað á bryggjunni með tertum og Guðaveigum sem að runnu ljúft ofan i mannskapinn Gestur ólafsson einn eigenda Stakkavikur sendi mér nokkrar myndir til birtingar og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 22.05.2017 22:45Hvalaskoðun á Eyjafirði i morgunFór i skemmtilega ferð i morgun Með Hólmasól nýrri tvibytnu Eldingar ekki þurfti að fara langt til að sjá fyrsta hvalinn rétt norðan við smábátahöfnina á Akureyri þar sem að tveir hnúfubakar léku listir sinar og var ekki annað að heyra á farþegum að þér væru mjög ánægðir með að sjá hval svona stutt frá bænum siðan var haldið útundir Hjalteyri þar sem að sáust nokkrir Hnúfubakar ásamt Hnýsum sem að léku listir sýnar fyrir Farþegana en látum myndirna tala sýnu máli
Skrifað af Þorgeir 22.05.2017 21:58233 Erling KE birjaður á Grálúðunetum
Skrifað af Þorgeir 21.05.2017 21:431530 Sigurbjörg ÓF 4 á landleið með fullfermi
Skrifað af Þorgeir 21.05.2017 13:59Beitir NK 123 i flotkvinni á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 21.05.2017 00:46233 Erling Ke 140 gerir klárt til grálúðuveiðai Gær kom Erling KE 140 til hafnar á Akureyri mér sýndist hann vera að taka netin um borð svo að væntanlega birjar hann fljótlega á veiðum
Skrifað af Þorgeir 19.05.2017 16:092917 Sólberg ÓF 1 kemur til hafnar á Siglufirði i morgun
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is