Færslur: 2018 Febrúar23.02.2018 10:31Finnur Friði FD 86 kom til Eyja i gær með loðnuÞað var talsverð traffik i Vestmannaeyjum i gær skip að koma in vegna veðurs skipin voru flest með einhverja slatta og þar á meðal var færeyska uppsjávarskipið Finnur Friði FD86 sem að landaði hjá Isfélaginu og stuttu seinna kom annað skip Tasilag Gr-6-41 sem að var i eigu Isfélags Vestmannaeyja um langt árabil og hét Guðmundur Ve 29 ekki veit ég um aflabrögð hjá þeim en spáin er betri fyrir næstu daga til loðnuveiða Allar myndir Óskar Pétur Friðriksson 2018
Skrifað af Þorgeir 22.02.2018 15:33Smá kippur á kolmunnamiðinn 900 milur
Skrifað af Þorgeir 22.02.2018 12:07Nýr bátur til Einhamars i Grindavik
Skrifað af Þorgeir 22.02.2018 08:30Siðasti dagur Norskra loðnuskipa við island 2018I dag verða kaflaskil i loðnuveiðum Norðmanna þvi að á miðnætti likur veiðum þeirra hér við land á yfirstandandi vertið og munu þau flest halda heim á morgun þegar þau hafa landað hér heima eða sumir kjósa að sigla með aflann heim enda mun hærra verð i Noregi að sögn skipstjóra skipanna
Skrifað af Þorgeir 22.02.2018 07:30Halten Bank 2
Skrifað af Þorgeir 22.02.2018 07:21Tjaldur SH 270 Strandaði á Sandrifi
Skrifað af Þorgeir 21.02.2018 21:50Kristrún RE177 Landar Grálúðu á AkureyriNú i vikunni kom Kristrún RE 177 til hafnar á Akureyri og var erindið að millilanda Grálúðu en skipið hefur verið að veiða hana i net þar norðurkantinum á miklu dýpi og hefur veiðin verið með besta móti að sögn Helga Skipstjóra þessi lúða hefur veriðað mestu leiti i millistærð og eins og flestir vita flokkuð i þrjár stærðir small,medium, og large, sama á við með hausana en sporðarnir fara oflokkaðir en gott verð er á grálúðuafurðum og veiðin fin ráðgert að næsta löndun verði i birjun mars
Helgi tók svo smá hring fyrir mig þegar sleppt var og hérna kemur afraksturinn
Skrifað af Þorgeir 20.02.2018 10:11Góð Þorskveiði á HalanumSkipverjarnir á Vigra RE 71 Gerðu góðan túr á Halann fyrir skömmu og þar á meðal var þessi Stórþoskur sem að er i stærri kantinum um 35 kg og 150 cm það er Guðni Örn Sturlusson sem að heldur á honum
Skrifað af Þorgeir 19.02.2018 13:14Loðnuveiðar 2018AF vef svn.is Flotinn var kominn að Vík í Mýrdal en eins hefur fengist afli austar með suðurströndinni. Norsku loðnuskipin hafa verið að veiðum úti fyrir Norðurlandi og fengu þar ágætis afla fyrir helgi. Nú eiga Norðmennirnir einungis eftir að veiða rúmlega 11.000 tonn en þeir mega veiða við landið til 23. febrúar. Vinnslan á afla Barkar gekk vel og þegar henni lauk kom röðin að Bjarna Ólafssyni AK en hann kom til hafnar í gær með 1.300 tonn sem fengust í fjórum köstum. Auk þessara skipa lönduðu Vilhelm Þorsteinsson EA og norsku skipin Østerbris og Hardhaus í Neskaupstað um helgina.
Það mun landa í kvöld og á morgun en undir lok veiðiferðarinnar skoðuðu Polarmenn fjörurnar syðra í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs Zoëga skipstjóra og spurði hann frétta. „Þessi veiðiferð gekk vel hjá okkur. Við fengum góð köst og settum meðal annars met í afköstum við frystinguna um borð. Fórum yfir 200 tonn á sólarhring í fyrsta sinn. Síðan krussuðum við fjörurnar í samstarfi við Hafró og mældum loðnuna. Það er ljóst að þarna er mikið af loðnu á ferðinni og hún gengur mjög grunnt með ströndinni. Hún er alveg upp í broti. Það var mest að sjá í kringum Ingólfshöfðann en við fórum alveg vestur að Alviðru þar sem skipin hafa verið að veiða núna. Þetta voru aðallega tvær lengjur sem hvor um sig var um 20 mílur og alls staðar var mikið líf, fuglar og hvalir. Austast sáum við lóðningar innan við Hrollaugseyjar. Fyrir utan þetta hafa skip séð loðnu dýpra og bæði Börkur og Bjarni Ólafsson urðu varir við loðnu á siglingu austur af miðunum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið fyrir norðan þar sem norski flotinn hefur verið að veiðum og vonandi hjálpa mælingar okkar við suðurströndina fiskifræðingunum að fá sæmilega heildarmynd af loðnugöngunum. Hann spáir illa næstu daga ekki síst fyrir sunnan landið þannig að ég er alvarlega að velta fyrir mér að halda til veiða norður fyrir land að löndun lokinni,“ sagði Geir.
Skrifað af Þorgeir 17.02.2018 17:07Reyktal skip á veiðum i Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 16.02.2018 17:26Fin Ufsaveiði i GrindavikurdýpiÞokkalegasta ufsaveiði hefur verið austast i Grindavikurdýpi siðustu daga þótt að mikil ótið hafi verið á svæðinu og frátafir miklar frá veiðum þá hitti Bjössi skipstjóri á Vigra RE i gott ufsaskot alls um 10 tonn fyrir skömmu hérna má sjá Val Magnússon með tvo væna ufsa Myndina tók Guðni Örn Sturlusson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 16.02.2018 16:42Örfirisey RE 4 farin aftur til veiðaÖRFIRISEY FARIN AFTUR TIL VEIÐAFrystitogarinn Örfirisey RE er farinn aftur til veiða eftir stutt viðgerðarhlé í Tromsö í Norður-Noregi. Togarinn kom þangað sl. mánudag eftir að bilun varð í aðalvél þar sem skipið var að veiðum í norskri lögsögu í Barentshafi. Heimasiða Granda
Skrifað af Þorgeir 16.02.2018 09:28Ferðum fjölgað og verð lækkað til Grimeyjar
Skrifað af Þorgeir 16.02.2018 08:56Jarðhræringar við Grimsey
Þrír jarðskjálftar sem mældust 3,5-3,6 stig urðu við Grímsey um klukkan átta í morgun og urðu tveir þeirra með aðeins fjögurra mínútna millibili. „Frá miðnætti hafa orðið fimm skjálftar yfir 3 af stærð,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, sérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Síðustu tvo sólarhringana hafa yfir 1.100 skjálftar orðið á skjálftabeltinu við Grímsey og samtals hafa tíu þeirra verið yfir 3 af stærð. Allir hafa jarðskjálftarnir hafa orðið á svipuðu svæði og á svipuðu dýpi. Engin merki sjást um gosóróa á mælum Veðurstofunnar. Frá miðri nótt og fram undir morgun voru skjálftarnir nokkuð minni en hafði verið fyrr um nóttina og í gærkvöldi. En svo vaknaði allt á ný um áttaleytið. „Það sem hægt er að segja um stöðuna er að þessi jarðskjálftahrina heldur áfram með smá hléum,“ segir Sigþrúður. „En við getum alls ekki sagt til um hvað þetta muni standa lengi.“ Hún segir ekki óalgengt að hundruð og jafnvel þúsundir skjálfta verði í hrinum sem þessari. „Flestir eru þeir frekar litlir en svo koma einn og einn sem eru stærri, yfir 3 stig og jafnvel meira.“ Á sama tíma og þessi mikla hrina gengur yfir er frekar rólegt yfir öðrum þekktum jarðskjálftasvæðum á landinu. Sigþrúður segir slíkt ekkert sjálfgefið. „En sem betur fer erum við bara með hrinu á einum stað í einu núna.“ Sigþrúður segir það afar sjaldgæft að íbúar í Grímsey hringi í Veðurstofuna til að láta vita af jarðskjálftum. „Þeir eru nú ýmsu vanir.“ Stöðug skjálftavakt er allan sólarhringinn hjá Veðurstofunni svo náið er fylgst með þróuninni. af mbl.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is