Færslur: 2018 Apríl07.04.2018 13:23Húnakaffi i morgunÞað var lif og fjör að venju i Húnakaffinu i morgun sem að er alla laugardagsmorgna frá kl 10 til 12 og svo má finna okkur á FB endilega fylgist með fréttum af okkur þar
Skrifað af Þorgeir 07.04.2018 09:24Sindri VE 60
Skrifað af Þorgeir 06.04.2018 15:10myndir frá Vini siðunnarEinn góður vinur siðunnar sendi mér fyrir skömmu vænan myndapakka sem að hann hefur verið að taka á ferrðum sinum viðsvegar um heiminn ég ætla að birta nokkar af þessum myndum hérna i dag og læt ykkur lesendur góðir um að giska á hvar þær eru teknar og af hvaða tilefni
Skrifað af Þorgeir 05.04.2018 21:22Sildveiðar i denn risakast hjá Björgúlfi EA 312komst i myndasafn hjá Guðmundi Jónssyni frá Dalvik þar er miklar gersemar og munu nokkrar þeirra birtast hér á eftir
Skrifað af Þorgeir 04.04.2018 17:44Akureyrarbær og Húni taka saman höndum
Í dag var undirritaður ný samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Hollvinafélags Húna II sem gildir til ársins 2020. Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að styðja við starf félagsins með framlagi til siglinga og verkefna í þágu bæjarbúa. Um leið gerir samningurinn Hollvinafélaginu betur kleift að standa undir rekstri eikarbátsins og halda honum við. Árið 2018 er tileinkað menningararfi um alla Evrópu og á Íslandi er áhersla lögð á strandmenningu. Það er því afar ánægjulegt og vel við hæfi að nú sé skrifað undir þennan samning því Húni II hefur um árabil verið notaður til að fræða jafnt unga sem aldna um strandmenningu þjóðarinnar. Verkefnin sem falla undir samninginn eru fræðsluferðir fyrir nemendur 6. bekkja grunnskóla bæjarins, skemmtisiglingar á sjómannadaginn, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, um verslunarmannahelgina og á Akureyrarvöku, einnig sérstök skemmtisigling fyrir eldri borgara. Í tilefni af Evrópumenningararfsárinu 2018 bjóða Hollvinir Húna II að auki upp á eina til tvær fríar ferðir fyrir almenning en ferðirnar tengjast strandmenningu sem er sem áður segir þema ársins á Íslandi. Loks tekur Húni II þátt í tilraunaverkefninu "Að míga í saltan sjó" í samvinnu við Ungmennahúsið í Rósenborg en það gengur út á að bjóða ungmennum sem hafa verið í félagslegum vanda að taka þátt í lífinu um borð og fræðast. Við undirritun samningsins sagði Hjörleifur Einarsson formaður Hollvinafélags Húna II meðal annars: „Þetta er stór dagur hjá okkur Hollvinum því með þessum samningi er tryggður grunnur að starfsemi félagsins næstu árin. Þetta er einnig viðurkenning á starfi okkar síðustu árin. Með þessum samningi brýtur Akureyrarbær blað í sögu bátaverndar og strandmenningar á Íslandi. Því þetta er fyrsti samningur af þessum toga, þ.e.a.s. sem tryggir verkefni fyrir bát sem vert er að vernda, því besta bátaverndin er að halda bátum lifandi og sjóhæfum.“ það voru þeir Eirikur Björn Björgvinsson Bæjarstjóri á Akureyri og Hjörleifur Einarsson formaður Hollvina Húna Sem að undirrituðu samninginn um borð i bátnum eftir hádegi i dag heimild Akureyri.is
Skrifað af Þorgeir 04.04.2018 07:24Stella Karina EX Svalbakur EA302Það er alltaf gaman að fylgjast með afdrifum gamalla islenskra skipa sem að seld hafa verið erlendis hérna kemur eitt þeirra gamli Svalbakur EA 302 sem Útgerðarfélag Akureyringa keypti frá Færeyjum og hét þá Stella Karina siðan var skipið selt til Siglufjarðar og skýrt Svalbarði SI 302 siðan var skipið selt rússneskum aðilum og er gert út frá Vladivostok i Rússlandi
Skrifað af Þorgeir 03.04.2018 21:07Grálúðu landanir á Akureyri i dagÞað var mikið lif og fjör á Bryggjunni fyrir neðan ÚA i dag netabátarnir Kristrún RE 177 og Þórsnes SH 109 voru að landa grálúðuafurðum sem að fengust i norðurkantinum fyrir skömmu þórsnesið kom inn fyrir páska og var aflinn um 120 tonn skipstjóri á Þórsnesi er Margeir Jóhannesson og i morgun kom Kristrun RE inn til löndunnar með um 300 tonn af afurðum og er ein millilöndun inni i þessari tölu sem að var 19 mars sl og var hún um eitthundrað tonn skipstjórinn Pétur K Karlsson var mjög kátur að vera að komast i frii og að sögn skipstjórnarmanna þeirra er þokklegasta veiði i kantinum nú hefur Anna EA 305 sem að Samherji H/F gerir út verið útbúinn á net og hefur þegar lagt nokkrar trossur en ekki hefur fréttst af afla hjá henni og mun hún vera á Dalvik að sækja fleiri net enda eru trossurnar látnar ligga i amsk þrjá sólahringa hið minnsta
Skrifað af Þorgeir 03.04.2018 09:091414 Áskell Egilsson
Skrifað af Þorgeir 02.04.2018 17:44trollið tekið á Bjarna Sæm
Skrifað af Þorgeir 02.04.2018 15:16Keilir SI 145
Skrifað af Þorgeir 02.04.2018 15:13Árbakur EA 5
Skrifað af Þorgeir 02.04.2018 14:06Húni 11 EA740 I ólgusjó
Skrifað af Þorgeir 02.04.2018 13:32Huginn Ve 55 I Póllandi
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is