Northguider EX Timaremiut mynd Frode Adolfsen 2018
Timmiaremiut mynd Gundi á Frosta 2014
Fjórtán Norðmönnum var bjargað um borð í tvær þyrlur eftir að neyðarkall barst frá frystitogaranum Northguider sem sigldi á hafís við Svalbarða fyrr í dag. Tíu var bjargað um borð í fyrri þyrluna en fjórum í seinni. Svo virðist sem allir sjómennirnir hafi sloppið við meiðsl eða áverka.
Áhöfn skipsins sendi frá sér neyðarkall fyrr í dag þar sem greint var frá því að allir úr áhöfninni væru komnir í flotgalla og án áverka. Í frétt Svalbardsposten segir að þeim hafi tekist að halda á sér hita þar til björgun barst.
Um tuttugu stiga frost var á svæðinu og mikið rok og hafa norskir fjölmiðlar eftir björgunaraðilum að aðstæður hafi verið mjög krefjandi. Báðar þyrlurnar lentu síðdegis á flugvellinum á Svalbarða. við þetta má bæta að skipið var i eigu Royal Grenland Pelacic með islenska yfirmenn
og var gert út á rækuveiðar á svalbarðasvæðinu og landað i Tromsö